Grimsby hagnast á erfiðleikum Íslands 24. mars 2009 10:39 Fisksalar í Grimsby brosa nú út að eyrum þar sem íslensk fiskiskip eru aftur byrjuð að sigla til þessarar sögufrægu hafnarborgar og selja þar afla sinn eftir 12 ára stopp. Fjallað er um málið á BBC undir fyrirsögninni „Grimsby hagnast á erfiðleikum Íslands". Þar segir að siglingar Íslendinga með fisk til Grimsby þessa dagana eigi stóran þátt í að endurreisa það sem eitt sinn var líflegur fiskiðnaður bæjarins. Fyrrum komu fiskskip hlaðin afla úr Norðursjónum og lögðu hann upp í höfninni í Grimsby. Á tímabili voru umsvifin það mikil að Grimsby var stærsta fiskveiðihöfn heimsins. Í dag hafa togararnir nær alveg horfið og eini fiskurinn sem barst til Grimsby kom annaðhvort með flugi eða var keyrður á staðinn í gámum annarsstaðar frá. Það er þar til íslensku skipin lögðu aftur að bryggju í bænum. „Gámarnir eru enn okkar brauð og smjör en þessi skip eru síðan sultan þar ofan á," segir Steve Norton formaður samtaka fisksala í Grimsby. „Það er frábært að sjá þessi skip aftur eftir 12 ár. Það er gríðarlegur áhugi á fiskinum og verðin eru hagstæð." Norton segir að Íslendingar séu nú að reyna að veiða sig út úr fjármálakreppunni og hann nefnir nýlega aukningu þorskkvótans upp á 30.000 tonn sem dæmi. „Þeim er vel tekið hér, þeir ná hagstæðum samningum og þeir fá greitt fyrir aflann um leið," segir Norton. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fisksalar í Grimsby brosa nú út að eyrum þar sem íslensk fiskiskip eru aftur byrjuð að sigla til þessarar sögufrægu hafnarborgar og selja þar afla sinn eftir 12 ára stopp. Fjallað er um málið á BBC undir fyrirsögninni „Grimsby hagnast á erfiðleikum Íslands". Þar segir að siglingar Íslendinga með fisk til Grimsby þessa dagana eigi stóran þátt í að endurreisa það sem eitt sinn var líflegur fiskiðnaður bæjarins. Fyrrum komu fiskskip hlaðin afla úr Norðursjónum og lögðu hann upp í höfninni í Grimsby. Á tímabili voru umsvifin það mikil að Grimsby var stærsta fiskveiðihöfn heimsins. Í dag hafa togararnir nær alveg horfið og eini fiskurinn sem barst til Grimsby kom annaðhvort með flugi eða var keyrður á staðinn í gámum annarsstaðar frá. Það er þar til íslensku skipin lögðu aftur að bryggju í bænum. „Gámarnir eru enn okkar brauð og smjör en þessi skip eru síðan sultan þar ofan á," segir Steve Norton formaður samtaka fisksala í Grimsby. „Það er frábært að sjá þessi skip aftur eftir 12 ár. Það er gríðarlegur áhugi á fiskinum og verðin eru hagstæð." Norton segir að Íslendingar séu nú að reyna að veiða sig út úr fjármálakreppunni og hann nefnir nýlega aukningu þorskkvótans upp á 30.000 tonn sem dæmi. „Þeim er vel tekið hér, þeir ná hagstæðum samningum og þeir fá greitt fyrir aflann um leið," segir Norton.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira