Evrópski seðlabankinn byggir upp risavaxinn varasjóð 20. mars 2009 11:24 Evrópski seðlabankinn (ECB) er nú að byggja upp risavaxinn varasjóð sem hægt verður að greiða úr milljarða evra á innan 24 klukkustunda ef þörf er á. Samkvæmt frétt um málið á business.dk er markmiðið með sjóðnum einkum að forða þjóðum innan Evrópubandalagsins frá þjóðargjaldþroti. Í fyrstu er ætlunin að nota sjóðinn til að bjarga Írlandi frá þessum örlögum og ef til vill Grikklandi síðar meir. Fari þessar þjóðir í gjaldþrot er talin hætta á að slíkt myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ESB og raunar hætta á að bandalagið myndi liðast í sundur við slíkt. Það er þýski stjórnmálamaðurinn Otto Bernhardt, meðlimur CDU flokks Angelu Markel kanslara Þýskalands, sem hefur greint frá þessum áætlunum. Hann segir í samtali við Reuters að útgangspunkturinn sé að engin þjóð innan myntsamstarfs ESB megi komast í þrot. Sem fyrr segir eru Írland og Grikkland talin í mikilli hættu á að komast í þrot. Nefnt er að munurinn á vöxtum á ríkisskuldabréfum Þýskalands og Grikklands er nú eitt prósentustig en munurinn var lengi 0,25%. Og hvað Írland varðar hefur því landi ítrekað verið líkt við Ísland og að Írum bíði sömu örlög og íslensku þjóðarinnar. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) er nú að byggja upp risavaxinn varasjóð sem hægt verður að greiða úr milljarða evra á innan 24 klukkustunda ef þörf er á. Samkvæmt frétt um málið á business.dk er markmiðið með sjóðnum einkum að forða þjóðum innan Evrópubandalagsins frá þjóðargjaldþroti. Í fyrstu er ætlunin að nota sjóðinn til að bjarga Írlandi frá þessum örlögum og ef til vill Grikklandi síðar meir. Fari þessar þjóðir í gjaldþrot er talin hætta á að slíkt myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ESB og raunar hætta á að bandalagið myndi liðast í sundur við slíkt. Það er þýski stjórnmálamaðurinn Otto Bernhardt, meðlimur CDU flokks Angelu Markel kanslara Þýskalands, sem hefur greint frá þessum áætlunum. Hann segir í samtali við Reuters að útgangspunkturinn sé að engin þjóð innan myntsamstarfs ESB megi komast í þrot. Sem fyrr segir eru Írland og Grikkland talin í mikilli hættu á að komast í þrot. Nefnt er að munurinn á vöxtum á ríkisskuldabréfum Þýskalands og Grikklands er nú eitt prósentustig en munurinn var lengi 0,25%. Og hvað Írland varðar hefur því landi ítrekað verið líkt við Ísland og að Írum bíði sömu örlög og íslensku þjóðarinnar.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira