Viðskipti erlent Pihl & Sön stoppar vinnu sína við Hotel d´Angleterre Byggingarfélagið Pihl & Sön hefur stöðvað alla vinnu sína við endurbæturnar á Hotel d´Angleterre í Kaupmannahöfn. Þessi vinnustöðvun nær einnig til allra undirverktaka sem unnið hafa með Pihl & Sön í hótelinu. Ástæðan er sú að Pihl & Sön hefur ekki fengið neinar greiðslur fyrir vinnu sína í langan tíma. Viðskipti erlent 11.6.2013 12:18 Spá vaxandi atvinnuleysi í Noregi á næstunni Samtök atvinnurekenda í Noregi (NHO) spá því að atvinnuleysi fari vaxandi þar í landi fram á næsta ár. Í mars s.l. voru um 100.000 manns á atvinnuleysisskrá en NHO reiknar með að þeir verði orðnir 120.000 innan árs. Þar með myndi atvinnuleysið mælast um 4,4%. Viðskipti erlent 11.6.2013 10:43 Tekjur evrópskra fótboltaliða jukust um 400 milljarða Tekjur evrópskra fótboltaliða jukust um 11% í fyrra miðað við árið á undan eða um 2,5 milljarða evra sem samsvarar um 400 milljörðum kr. Viðskipti erlent 11.6.2013 10:03 Norski olíusjóðurinn í sögulegum fasteignaviðskiptum Norski olíusjóðurinn mun eiga í viðræðum við fjárfestingasjóðinn Blackstone um að kaupa hlut Blackstone í fyrirtækjahúsnæðissamstæðunni Broadgate í miðborg London. Ef af kaupunum verður yrðu þau stærstu fasteignaviðskiptin í Bretlandi síðan fyrir hrunið 2008. Viðskipti erlent 11.6.2013 09:53 Milljarðaklúður þegar bankamaður dottaði yfir lyklaborðinu Dómstóll í Hessen í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að yfirmanni í banka þar í landi hafi verið ólöglega vikið úr starfi fyrir að koma ekki í veg fyrir milljarðaklúður þegar einn af undirmönnum hans dottaði yfir lyklaborði sínu. Viðskipti erlent 11.6.2013 07:59 Vöxtur er víðast hægur í OECD Í spilunum er hægur efnahagsbati í flestum helstu hagsvæðum að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Viðskipti erlent 11.6.2013 07:00 Xbox One kemur á markað í nóvember Microsoft hélt í dag risakynningu á nýjustu leikjatölvu sinni á E3-ráðstefnunni í Los Angeles. Viðskipti erlent 10.6.2013 18:15 Microsoft lokar 19 holum í Explorer Microsoft sendir frá sér á morgun nýjan öryggispakka með fimm uppfærslum. Þær eiga m.a. að loka 19 holum eða veikleikum í vafranum Internet Explorer. Viðskipti erlent 10.6.2013 14:32 S&P bætir lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna Matsfyrirtækið Standard &Poor´s (S&P) hefur bætt lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna með því að setja horfur úr neikvæðum og í stöðugar. Einkunnin sjálf er eftir sem áður AA+. Viðskipti erlent 10.6.2013 14:13 Viðskiptajöfnuður Japans tvöfaldast milli ára Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Viðskipti erlent 10.6.2013 11:25 Kauphallarvélmenni nýttu sér Reuters klúður Reuters fréttaþjónustan hefur viðurkennt að hafa klúðrað útsendingu á tölum um iðnaðarframleiðsluna í Bandaríkjunum (ISM index) fyrir viku síðan. Tölurnar fóru aðeins 15 millisekúndum of fljótt í loftið en það gátu kauphallarvélmenni, það er hraðvirk tölvukerfi, nýtt sér. Viðskipti erlent 10.6.2013 09:33 Í máli gegn Forbes vegna stöðu sinnar á auðmannalista Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Viðskipti erlent 10.6.2013 08:07 Danski skatturinn krefur Novo Nordisk um 117 milljarða Dönsk skattayfirvöld hafa krafið lyfjafyrirtækið Novo Nordisk um 5,5 milljarða danskra kr. eða um 117 milljarða kr. vegna vangoldinni skatta á árunum 2005 til 2009. Málið er sem stendur rekið fyrir Ríkisskattarétti landsins (Landssaktteretten). Viðskipti erlent 10.6.2013 07:43 Hagnaður Iceland um 37 milljarðar á síðasta rekstrarári Verslunarkeðjan Iceland skilaði góðu uppgjöri á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Um 196 milljóna punda, eða 37 milljarða kr. hagnaður varð á rekstrinum fyrir skatta. Viðskipti erlent 10.6.2013 06:57 Segir kreppunni innan Evrópusambandsins lokið Forseti Frakklands, Francois Hollande, sagði í heimsókn sinni til Japans í dag, að kreppunni í Evrópu væri lokið. Viðskipti erlent 9.6.2013 15:12 Olía fundin á Vigdísi Olíustofnun Noregs hefur tilkynnt að Statoil hafi komið niður á olíu á svæði sem kallast Vigdís í norðurhluta Norðursjávar. Viðskipti erlent 7.6.2013 14:35 Útbreiðsla dagblaða hrynur í vestri en blómstrar í austri Stofnunin The World Press Trends, sem safnar upplýsingum um dreifingu dagblaða og tekjur þeirra í 70 löndum, hefur sent frá sér skýrslu þar sem fram kemur að útbreiðsla dagblaða hefur hrunið á Vesturlöndum á meðan hún blómstrar í Asíu. Viðskipti erlent 7.6.2013 12:21 Frankenstein vafningar vakna til lífs að nýju Í grein á vefsíðu Financial Times er spurt hvort Frankenstein sé að vakna til lífs að nýju. Hér er átt við áhættusama skuldavafninga, svokallaða CDO, sem eru aftur farnir að skjóta upp kollinum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 7.6.2013 08:18 easyJet flutti 60 milljón farþega á einu ári Fleiri en 60 milljónir farþega ferðuðust með flugfélaginu easyJet á tólf mánuða tímabili, miðað við 31. maí 2013. Þetta var í fyrsta skipti sem fjöldi farþega fór yfir 60 milljónir á tólf mánaða tímabili. Viðskipti erlent 6.6.2013 14:54 Pepsi vill kaupa Sodastream fyrir 240 milljarða Bandaríski gosdrykkjarisinn Pepsico, sem framleiðir m.a. Pepsi, 7UP og Mountain Dew, á í samningaviðræðum um að kaupa Sodastream sem framleiðir tæki til heimaframleiðslu á gosdrykkjum. Viðskipti erlent 6.6.2013 09:42 Árás á tölvuþrjóta: Íslenska lögreglan aðstoðar Microsoft og FBI Íslenska lögreglan, ásamt lögregluyfirvöldum í 80 ríkjum, aðstoðaði tölvurisann Microsoft og bandarísku alríkislögregluna FBI í árás þeirra á einn stærsta glæpahring tölvuþrjóta í heiminum. Hringurinn gengur undir nafninu Citadel Botnets og er talinn hafa rænt um hálfum milljarði dollara, eða yfir 60 milljörðum af bankareikningum undanfarna 18 mánuði. Viðskipti erlent 6.6.2013 08:00 Íslendingar eru láglaunamenn í Danmörku Í nýjum tölum um laun útlendinga í Danmörku kemur fram að Íslendingar eru láglaunamenn þar í landi. Íslendingar, ásamt Tyrkjum, eru með sjöundu lægstu launin af öllum útlendingum. Viðskipti erlent 5.6.2013 14:51 Venesúelabúar kynda undir fasteignabólu í Miami Efnaðir Venesúelabúar hafa verið áberandi á fasteignamarkaðinum í Miami á Flórída undanfarin ár. Frá því að Samband fasteignasala í borginni fór að skrá sérstaklega kaup erlendra manna á fasteignum árið 2006 hafa Venesúelabúar keypt meira af þeim en bæði Brasilíumenn og Argentínumenn. Viðskipti erlent 5.6.2013 12:41 Lettar fá grænt ljós á evruna Evrópski seðlabankinn sendi frá sér tilkynningu í dag um að Lettland uppfyllir allar þær efnahagskröfur sem gerðar eru til ríkja sem vilja taka upp evruna. Viðskipti erlent 5.6.2013 11:57 Samdrátturinn á evrusvæðinu staðfestur Nýjar hagtölur staðfesta að evrusvæðið situr fast í lengsta samdráttarskeiði svæðisins síðan að evrunni var komið á laggirnar árið 1999. Viðskipti erlent 5.6.2013 10:14 Gífurlegt tap hjá Hótel d'Angleterre Gífurlegt tap varð hjá hinu sögufræga Hótel d'Angleterre í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Tapið nemur 461 milljón danskra kr. eða um 9,9 milljörðum kr. Viðskipti erlent 5.6.2013 09:19 Lífrænar danskar kartöflur voru teknar upp í Egyptalandi Danski kartöfluframleiðandinn Svanholm er kominn í sviðsljós fjölmiðla þar í landi. Svanholm auglýsir á umbúðum sínum að kartöflur frá þeim séu lífrænt ræktaðar undir opinberu eftirliti. Það hefur hinsvegar komið í ljós að kartöflurnar sem eru til sölu frá Svanholm þessa dagana voru teknar upp í Egyptalandi. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:59 Sonur Kamprad tekur við stjórn IKEA veldisins Ingvar Kamprad stofnandi IKEA mun hætta í stjórn móðurfélags verslunarkeðjunnar á næstu dögum. Sonur hans, Matthias Kamprad, verður stjórnarformaður félagsins í framhaldinu. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:40 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað að nýju á síðustu tveimur sólarhringum. Tunnan af Brent olíunni er komin í rúma 103 dollara en verð hennar fór undir 100 dollara síðasta mánudagsmorgun og hefur verð hennar því hækkað um 3% á þessu tímabili. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:14 Langtímaatvinnuleysi í sögulegu hámarki í ESB Langtímaatvinnuleysi í löndunum innan Evrópusambandsins hefur aldrei verið meira í sögunni. Nær helmingur af þeim 26,5 milljónum manna sem eru atvinnulausir innan sambandsins, eða 45%, hafa verið svo í eitt ár eða lengur. Viðskipti erlent 4.6.2013 13:14 « ‹ 136 137 138 139 140 141 142 143 144 … 334 ›
Pihl & Sön stoppar vinnu sína við Hotel d´Angleterre Byggingarfélagið Pihl & Sön hefur stöðvað alla vinnu sína við endurbæturnar á Hotel d´Angleterre í Kaupmannahöfn. Þessi vinnustöðvun nær einnig til allra undirverktaka sem unnið hafa með Pihl & Sön í hótelinu. Ástæðan er sú að Pihl & Sön hefur ekki fengið neinar greiðslur fyrir vinnu sína í langan tíma. Viðskipti erlent 11.6.2013 12:18
Spá vaxandi atvinnuleysi í Noregi á næstunni Samtök atvinnurekenda í Noregi (NHO) spá því að atvinnuleysi fari vaxandi þar í landi fram á næsta ár. Í mars s.l. voru um 100.000 manns á atvinnuleysisskrá en NHO reiknar með að þeir verði orðnir 120.000 innan árs. Þar með myndi atvinnuleysið mælast um 4,4%. Viðskipti erlent 11.6.2013 10:43
Tekjur evrópskra fótboltaliða jukust um 400 milljarða Tekjur evrópskra fótboltaliða jukust um 11% í fyrra miðað við árið á undan eða um 2,5 milljarða evra sem samsvarar um 400 milljörðum kr. Viðskipti erlent 11.6.2013 10:03
Norski olíusjóðurinn í sögulegum fasteignaviðskiptum Norski olíusjóðurinn mun eiga í viðræðum við fjárfestingasjóðinn Blackstone um að kaupa hlut Blackstone í fyrirtækjahúsnæðissamstæðunni Broadgate í miðborg London. Ef af kaupunum verður yrðu þau stærstu fasteignaviðskiptin í Bretlandi síðan fyrir hrunið 2008. Viðskipti erlent 11.6.2013 09:53
Milljarðaklúður þegar bankamaður dottaði yfir lyklaborðinu Dómstóll í Hessen í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að yfirmanni í banka þar í landi hafi verið ólöglega vikið úr starfi fyrir að koma ekki í veg fyrir milljarðaklúður þegar einn af undirmönnum hans dottaði yfir lyklaborði sínu. Viðskipti erlent 11.6.2013 07:59
Vöxtur er víðast hægur í OECD Í spilunum er hægur efnahagsbati í flestum helstu hagsvæðum að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Viðskipti erlent 11.6.2013 07:00
Xbox One kemur á markað í nóvember Microsoft hélt í dag risakynningu á nýjustu leikjatölvu sinni á E3-ráðstefnunni í Los Angeles. Viðskipti erlent 10.6.2013 18:15
Microsoft lokar 19 holum í Explorer Microsoft sendir frá sér á morgun nýjan öryggispakka með fimm uppfærslum. Þær eiga m.a. að loka 19 holum eða veikleikum í vafranum Internet Explorer. Viðskipti erlent 10.6.2013 14:32
S&P bætir lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna Matsfyrirtækið Standard &Poor´s (S&P) hefur bætt lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna með því að setja horfur úr neikvæðum og í stöðugar. Einkunnin sjálf er eftir sem áður AA+. Viðskipti erlent 10.6.2013 14:13
Viðskiptajöfnuður Japans tvöfaldast milli ára Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Viðskipti erlent 10.6.2013 11:25
Kauphallarvélmenni nýttu sér Reuters klúður Reuters fréttaþjónustan hefur viðurkennt að hafa klúðrað útsendingu á tölum um iðnaðarframleiðsluna í Bandaríkjunum (ISM index) fyrir viku síðan. Tölurnar fóru aðeins 15 millisekúndum of fljótt í loftið en það gátu kauphallarvélmenni, það er hraðvirk tölvukerfi, nýtt sér. Viðskipti erlent 10.6.2013 09:33
Í máli gegn Forbes vegna stöðu sinnar á auðmannalista Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Viðskipti erlent 10.6.2013 08:07
Danski skatturinn krefur Novo Nordisk um 117 milljarða Dönsk skattayfirvöld hafa krafið lyfjafyrirtækið Novo Nordisk um 5,5 milljarða danskra kr. eða um 117 milljarða kr. vegna vangoldinni skatta á árunum 2005 til 2009. Málið er sem stendur rekið fyrir Ríkisskattarétti landsins (Landssaktteretten). Viðskipti erlent 10.6.2013 07:43
Hagnaður Iceland um 37 milljarðar á síðasta rekstrarári Verslunarkeðjan Iceland skilaði góðu uppgjöri á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Um 196 milljóna punda, eða 37 milljarða kr. hagnaður varð á rekstrinum fyrir skatta. Viðskipti erlent 10.6.2013 06:57
Segir kreppunni innan Evrópusambandsins lokið Forseti Frakklands, Francois Hollande, sagði í heimsókn sinni til Japans í dag, að kreppunni í Evrópu væri lokið. Viðskipti erlent 9.6.2013 15:12
Olía fundin á Vigdísi Olíustofnun Noregs hefur tilkynnt að Statoil hafi komið niður á olíu á svæði sem kallast Vigdís í norðurhluta Norðursjávar. Viðskipti erlent 7.6.2013 14:35
Útbreiðsla dagblaða hrynur í vestri en blómstrar í austri Stofnunin The World Press Trends, sem safnar upplýsingum um dreifingu dagblaða og tekjur þeirra í 70 löndum, hefur sent frá sér skýrslu þar sem fram kemur að útbreiðsla dagblaða hefur hrunið á Vesturlöndum á meðan hún blómstrar í Asíu. Viðskipti erlent 7.6.2013 12:21
Frankenstein vafningar vakna til lífs að nýju Í grein á vefsíðu Financial Times er spurt hvort Frankenstein sé að vakna til lífs að nýju. Hér er átt við áhættusama skuldavafninga, svokallaða CDO, sem eru aftur farnir að skjóta upp kollinum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 7.6.2013 08:18
easyJet flutti 60 milljón farþega á einu ári Fleiri en 60 milljónir farþega ferðuðust með flugfélaginu easyJet á tólf mánuða tímabili, miðað við 31. maí 2013. Þetta var í fyrsta skipti sem fjöldi farþega fór yfir 60 milljónir á tólf mánaða tímabili. Viðskipti erlent 6.6.2013 14:54
Pepsi vill kaupa Sodastream fyrir 240 milljarða Bandaríski gosdrykkjarisinn Pepsico, sem framleiðir m.a. Pepsi, 7UP og Mountain Dew, á í samningaviðræðum um að kaupa Sodastream sem framleiðir tæki til heimaframleiðslu á gosdrykkjum. Viðskipti erlent 6.6.2013 09:42
Árás á tölvuþrjóta: Íslenska lögreglan aðstoðar Microsoft og FBI Íslenska lögreglan, ásamt lögregluyfirvöldum í 80 ríkjum, aðstoðaði tölvurisann Microsoft og bandarísku alríkislögregluna FBI í árás þeirra á einn stærsta glæpahring tölvuþrjóta í heiminum. Hringurinn gengur undir nafninu Citadel Botnets og er talinn hafa rænt um hálfum milljarði dollara, eða yfir 60 milljörðum af bankareikningum undanfarna 18 mánuði. Viðskipti erlent 6.6.2013 08:00
Íslendingar eru láglaunamenn í Danmörku Í nýjum tölum um laun útlendinga í Danmörku kemur fram að Íslendingar eru láglaunamenn þar í landi. Íslendingar, ásamt Tyrkjum, eru með sjöundu lægstu launin af öllum útlendingum. Viðskipti erlent 5.6.2013 14:51
Venesúelabúar kynda undir fasteignabólu í Miami Efnaðir Venesúelabúar hafa verið áberandi á fasteignamarkaðinum í Miami á Flórída undanfarin ár. Frá því að Samband fasteignasala í borginni fór að skrá sérstaklega kaup erlendra manna á fasteignum árið 2006 hafa Venesúelabúar keypt meira af þeim en bæði Brasilíumenn og Argentínumenn. Viðskipti erlent 5.6.2013 12:41
Lettar fá grænt ljós á evruna Evrópski seðlabankinn sendi frá sér tilkynningu í dag um að Lettland uppfyllir allar þær efnahagskröfur sem gerðar eru til ríkja sem vilja taka upp evruna. Viðskipti erlent 5.6.2013 11:57
Samdrátturinn á evrusvæðinu staðfestur Nýjar hagtölur staðfesta að evrusvæðið situr fast í lengsta samdráttarskeiði svæðisins síðan að evrunni var komið á laggirnar árið 1999. Viðskipti erlent 5.6.2013 10:14
Gífurlegt tap hjá Hótel d'Angleterre Gífurlegt tap varð hjá hinu sögufræga Hótel d'Angleterre í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Tapið nemur 461 milljón danskra kr. eða um 9,9 milljörðum kr. Viðskipti erlent 5.6.2013 09:19
Lífrænar danskar kartöflur voru teknar upp í Egyptalandi Danski kartöfluframleiðandinn Svanholm er kominn í sviðsljós fjölmiðla þar í landi. Svanholm auglýsir á umbúðum sínum að kartöflur frá þeim séu lífrænt ræktaðar undir opinberu eftirliti. Það hefur hinsvegar komið í ljós að kartöflurnar sem eru til sölu frá Svanholm þessa dagana voru teknar upp í Egyptalandi. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:59
Sonur Kamprad tekur við stjórn IKEA veldisins Ingvar Kamprad stofnandi IKEA mun hætta í stjórn móðurfélags verslunarkeðjunnar á næstu dögum. Sonur hans, Matthias Kamprad, verður stjórnarformaður félagsins í framhaldinu. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:40
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað að nýju á síðustu tveimur sólarhringum. Tunnan af Brent olíunni er komin í rúma 103 dollara en verð hennar fór undir 100 dollara síðasta mánudagsmorgun og hefur verð hennar því hækkað um 3% á þessu tímabili. Viðskipti erlent 5.6.2013 07:14
Langtímaatvinnuleysi í sögulegu hámarki í ESB Langtímaatvinnuleysi í löndunum innan Evrópusambandsins hefur aldrei verið meira í sögunni. Nær helmingur af þeim 26,5 milljónum manna sem eru atvinnulausir innan sambandsins, eða 45%, hafa verið svo í eitt ár eða lengur. Viðskipti erlent 4.6.2013 13:14