Leikarinn Leonardo DiCaprio hefur stofnað keppnislið í hinni nýju aksturskeppni Formúlu E. Í keppninni er eingöngu keppt á rafmagnsbílum og er henni ætlað að auka áhuga fólks á þeim og hraða þróun og nýsköpun meðal framleiðenda.
DiCaprio stofnaði liðið með Gildo Pallanca Pastor sem er eigandi fyrirtækisins Venturi Automobiles, en það framleiðir eingöngu rafmagnsbíla. Frá þessu er sagt á vef BBC.
„Framtíð plánetu okkar veltur á vilja okkar til að nýta sparneytin farartæki sem ganga fyrir hreinni orku,“ hefur BBC eftir leikaranum.
Fyrsti kappaksturinn í Formúlu E fer fram á næsta ári og verður keppt í 10 borgum víðsvegar um heiminn. Á fyrsta árinu munu liðin keppa á stöðluðum bílum, en framleiðendur eru svo hvattir til að byggja eigin bíla og sérstaka.
Leonardo DiCaprio stofnar kappaksturslið
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent



Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent