Blockbuster í Bretlandi hefur nú tilkynnt að fyrirtækið hafi lokað 62 myndbandaleigum og þar með hafa 427 einstaklingar misst vinnuna.
Eins og staðan er í dag eru enn 91 myndbandaleigur á vegum Blockbuster í Bretlandi en þeim gæti einnig verið lokað á næstu misserum.
Því gætu alls 1235 manns misst vinnu sína en Blockbuster í Bandaríkjunum lokaði öllum sínum myndbandaleigum í nóvember.
