Tónlist

Ég var auðvitað tónleikahundur

Ný plata með okkar ástsælu Emilíönu Torrini kemur út á mánudaginn. Hún ber nafnið Tookah. Emilíana bjó orðið til sjálf og tengir það við djúpstæða hamingju. Hún er flutt aftur heim á Frón, á unnusta og son og aðhyllist rólegheit eins og er.

Tónlist

Til styrktar Hagbarði og börnunum

Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar verða 28. september í Grafarvogskirkju klukkan 16. Þeir hafa yfirskriftina Stjörnuljós og allur ágóði þeirra rennur til Hagbarðar Valssonar og barnanna hans fjögurra í Noregi.

Tónlist

Spiluðu Bítlalög fyrir Vigdísi

"Þetta var gaman en svolítið sérstakt,“ segir Stuðmaðurinn Tómas M. Tómasson. Afbrigði hljómsveitar hans Bítladrengirnir blíðu spilaði á skemmtistaðnum Café Rosenberg á miðvikudagskvöld. Einn gestanna var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

Tónlist

Lestu þetta ef þú elskar Pink Floyd

Samtals hefur Dark Side of the Moon verið á Billboard listanum í yfir 1500 vikur eða í tæp 30 ár. Í rólegri viku þá selst á milli 8000-9000 eintök af plötunni á viku bara í Bandaríkjunum.

Tónlist

Monáe syngur um vélmenni

Önnur hljóðversplata bandarísku R&B- og sálarsöngkonunnar Janelle Monáe, The Electric Lady, kemur út eftir helgi á vegum Wondaland Arts Society og Bad Boy Records, sem Sean "Diddy“ Combs stofnaði.

Tónlist

Útlendingar kaupa íslenskt indí

Vinsælasta platan hér á landi í sumar var This Is Icelandic Indie Music. Hún hefur setið í efsta sæti Tónlistans undanfarnar vikur og hefur, að sögn útgefandans Haralds Leví Haraldssonar hjá Record Records, selst í um þrjú þúsund eintökum.

Tónlist

Spila bestu lög Dire Straits í Hörpu

"Þetta verða frábærir tónleikar,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Hljómsveitin The Straits, sem er skipuð tveimur fyrrverandi meðlimum hinnar heimsfrægu Dire Straits, spilar í Eldborgarsal Hörpu 25. nóvember.

Tónlist

Biggi með lag í Hollywood-stiklu

Lagið Lost Control af fyrstu sólóplötu Bigga Hilmars, All We Can Be sem kom út fyrir síðustu jól, hljómar í stiklu við nýjustu mynd leikstjórans Kevin Macdonald, How I Live Now, sem verður frumsýnd á næstunni.

Tónlist

Hera Björk beint í 20. sæti

Two Divas, EP plata með Heru Björku og Chiara fór beint í 20. sæti á iTunes listanum á Möltu. "Þetta er snilld. Það hefur nú gerst reglulega að lög sem maður syngur detta inn á lista hér og þar um heiminn.

Tónlist

Nýtt lag frá Paul McCartney

Fyrrverandi bítillinn og sjarmörinn Paul McCartney hefur nú sent frá sér nýja smáskífu sem heitir einfaldlega New og verður á samnefndri plötu hans sem kemur út 15. október næstkomandi.

Tónlist

Bitlaust bossaskak

Fjórir dagar eru nú liðnir frá umdeildu atriði Miley Cyrus á VMA-hátíð MTV-sjónvarpsstöðvarinnar og andköfin heyrast enn.

Tónlist

Eminem með nýja plötu

Von er á nýrri plötu frá rapparanum Eminem. Þeir sem horfðu á MTV-tónlistarverðlaunin á sunnudaginn ráku upp stór augu þegar rapparinn tilkynnti útgáfu plötunnar í auglýsingu sem birtist á meðan á hátíðinni stóð

Tónlist

Aukatónleikar og leiksýning

Miðasala á tónleika Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu hófst í gærmorgun. Viðbrögðin voru það góð að ákveðið hefur verið að halda aukatónleika 29. nóvember.

Tónlist

Erum eins og ítölsk fjölskylda

Ævintýrið byrjaði í dansiballahljómsveitinni Tívolí á 8. áratugnum. Þar kviknað ást stjörnuparsins Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar. Ávöxtur þeirrar ástar eru fjögur börn sem öll hafa fundið sinn farveg í tónlistinni eins og foreldrarnir.

Tónlist