Palli gerir tilraun með endurútgáfu Freyr Bjarnason skrifar 1. nóvember 2013 08:00 Palli í góðu stuði í Fjallsárlóni. Hann ætlar að endurútgefa sex plötur sínar. mynd/lalli sig „Ég er forvitinn að sjá hvernig kúnninn tekur í þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Ellefta nóvember ætlar að hann að endurútgefa sex plötur sínar sem margar hafa ekki verið fáanlegar lengi á geisladiskum. Þær verða í tveimur þriggja platna boxum, sem kallast Bláa- og Rauða boxið, og kostar hvort þeirra 2.490 krónur. Plöturnar sem um ræðir eru Palli, Stereo með hljómsveitinni Casino, Ef ég sofna ekki í nótt með hörpuleikaranum Moniku, Seif, Deep Inside og Allt fyrir ástina. Alls verða á þeim þrettán aukalög, mörg hver óútgefin. „Aðdáendur mínir eru búnir að hlaða inn hverju einasta lagi sem ég hef sungið í lífinu, bæði inn á YouTube og á skráaskiptasíður. Allar þessar plötur eru aðgengilegar á netinu. Tilraunin mín felst í því hvað kúnninn gerir þegar hann sér þessar gömlu plötur í föstu formi í svona boxum fyrir ómótstæðilegt verð,“ segir Páll Óskar, sem náði góðum „díl“ hjá geisladiskaverksmiðju í Litháen og í gegnum Myndbandavinnsluna og tókst því að halda verðinu í lágmarki. Sjálfur segist Palli vera sjálfstæður plötuútgefandi, sem þarf að ná inn kostnaðinum við hvert verkefni, jafnvel þótt um endurútgáfu sé að ræða. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í en þetta er tilraun sem er vel þess virði að gera.“ Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég er forvitinn að sjá hvernig kúnninn tekur í þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Ellefta nóvember ætlar að hann að endurútgefa sex plötur sínar sem margar hafa ekki verið fáanlegar lengi á geisladiskum. Þær verða í tveimur þriggja platna boxum, sem kallast Bláa- og Rauða boxið, og kostar hvort þeirra 2.490 krónur. Plöturnar sem um ræðir eru Palli, Stereo með hljómsveitinni Casino, Ef ég sofna ekki í nótt með hörpuleikaranum Moniku, Seif, Deep Inside og Allt fyrir ástina. Alls verða á þeim þrettán aukalög, mörg hver óútgefin. „Aðdáendur mínir eru búnir að hlaða inn hverju einasta lagi sem ég hef sungið í lífinu, bæði inn á YouTube og á skráaskiptasíður. Allar þessar plötur eru aðgengilegar á netinu. Tilraunin mín felst í því hvað kúnninn gerir þegar hann sér þessar gömlu plötur í föstu formi í svona boxum fyrir ómótstæðilegt verð,“ segir Páll Óskar, sem náði góðum „díl“ hjá geisladiskaverksmiðju í Litháen og í gegnum Myndbandavinnsluna og tókst því að halda verðinu í lágmarki. Sjálfur segist Palli vera sjálfstæður plötuútgefandi, sem þarf að ná inn kostnaðinum við hvert verkefni, jafnvel þótt um endurútgáfu sé að ræða. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í en þetta er tilraun sem er vel þess virði að gera.“
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira