Embættismaður stal senunni með trylltum dansi á Airwaves Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. nóvember 2013 09:55 Frábær stemmning var á tónleikum FM Belfast á laugardagskvöld í Hörpu á Iceland Airwaves. Íslenska sveitin náði upp magnaðri stemmningu í Silfurbergi og var fjölmennt í salnum. Segja má þó að einn meðlimur sveitarinnar, Egill Eyjólfsson, hafi algjörlega stolið senunni á tónleikunum. FM Belfast er mikil stuðsveit og myndar jafnan mikla stemmningu á tónleikum sínum. Egill segist sjálfur gegn þýðingamiklu hlutverki í sveitinni. Hann syngur bakraddir og rappar auk þess að hann dansar af lífi og sál. Egill stal algjörlega senunni með dansi sínum á tónleikunum á laugardagskvöld og dansaði sig inn í hug og hjörtu tónleikagesta. „Það var mikil stemmning á laugardag. Það er mismunandi upplifun af hverjum tónleikum fyrir sig en þessir tónleikar voru mjög skemmtilegir,“ segir Egill.Mætti frá Brussel á tónleikanna Egill nær ekki öllum tónleikum FM Belfast vegna vinnu sinnar. Hann er búsettur í Brussel og starfar hjá EFTA, fríverslunarsamtökum Evrópu. Það kemur kannski mörgum á óvart að þessi hressi liðsmaður FM Belfast starfi sem embættismaður hjá alþjóðlegum fríverslunarsamtökum. Egill segir þó að starfið passi vel með spilamennsku í FM Belfast. „Það er frábært að geta stigið upp frá skrifborðinu og upp á svið. Ég fæ mikla jákvæða orku úr starfi mínu sem ég get nýtt það með FM Belfast,“ segir Egill. Danshæfileikar hans vöktu mikla gleði á tónleikunum. Hann er þó ekkert lærður í dansi. Egill mætti sérstaklega frá Brussel til Íslands til að taka þátt í tónleikum FM Belfast á Iceland Airwaves. Þegar Vísir náði tali af kappanum þá var hann mættur aftur til Brussel. „Ég næ meirihlutanum af tónleikunum þó ég sé búsettur í Brussel. Það er stutt að fara ef sveitin er að spila í Evrópu,“ segir Egill. Mikið er framundan hjá sveitinni en FM Belfast mun gefa frá sér nýja plötu innan skamms. „Það er ný plata væntanleg og svo eru tónleikar framundan í Tokyo í Japan. Ég ætla að fara með til Japan og við erum öll mjög spennt fyrir því að spila í Japan,“ segir Egill að lokum. Í myndbandinu hér að ofan má sjá nokkur dansspor frá kappanum á tónleikunum á laugardag. Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Frábær stemmning var á tónleikum FM Belfast á laugardagskvöld í Hörpu á Iceland Airwaves. Íslenska sveitin náði upp magnaðri stemmningu í Silfurbergi og var fjölmennt í salnum. Segja má þó að einn meðlimur sveitarinnar, Egill Eyjólfsson, hafi algjörlega stolið senunni á tónleikunum. FM Belfast er mikil stuðsveit og myndar jafnan mikla stemmningu á tónleikum sínum. Egill segist sjálfur gegn þýðingamiklu hlutverki í sveitinni. Hann syngur bakraddir og rappar auk þess að hann dansar af lífi og sál. Egill stal algjörlega senunni með dansi sínum á tónleikunum á laugardagskvöld og dansaði sig inn í hug og hjörtu tónleikagesta. „Það var mikil stemmning á laugardag. Það er mismunandi upplifun af hverjum tónleikum fyrir sig en þessir tónleikar voru mjög skemmtilegir,“ segir Egill.Mætti frá Brussel á tónleikanna Egill nær ekki öllum tónleikum FM Belfast vegna vinnu sinnar. Hann er búsettur í Brussel og starfar hjá EFTA, fríverslunarsamtökum Evrópu. Það kemur kannski mörgum á óvart að þessi hressi liðsmaður FM Belfast starfi sem embættismaður hjá alþjóðlegum fríverslunarsamtökum. Egill segir þó að starfið passi vel með spilamennsku í FM Belfast. „Það er frábært að geta stigið upp frá skrifborðinu og upp á svið. Ég fæ mikla jákvæða orku úr starfi mínu sem ég get nýtt það með FM Belfast,“ segir Egill. Danshæfileikar hans vöktu mikla gleði á tónleikunum. Hann er þó ekkert lærður í dansi. Egill mætti sérstaklega frá Brussel til Íslands til að taka þátt í tónleikum FM Belfast á Iceland Airwaves. Þegar Vísir náði tali af kappanum þá var hann mættur aftur til Brussel. „Ég næ meirihlutanum af tónleikunum þó ég sé búsettur í Brussel. Það er stutt að fara ef sveitin er að spila í Evrópu,“ segir Egill. Mikið er framundan hjá sveitinni en FM Belfast mun gefa frá sér nýja plötu innan skamms. „Það er ný plata væntanleg og svo eru tónleikar framundan í Tokyo í Japan. Ég ætla að fara með til Japan og við erum öll mjög spennt fyrir því að spila í Japan,“ segir Egill að lokum. Í myndbandinu hér að ofan má sjá nokkur dansspor frá kappanum á tónleikunum á laugardag.
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“