Tónlist

Tónlistarmarkaður á Kex

John Grant spilar á Kex.
John Grant spilar á Kex. fréttablaðið/valli
Dreifingarfélagið Kongó stendur að tónlistarmarkaði helguðum Airwaves-tónlistarhátíðinni sem verður á KEX Hosteli dagana 30. október til 3. nóvember.

Markaðurinn verður opinn frá kl. 12 til 21 þá daga sem hátíðin stendur yfir. Þar geta tónlistaráhugamenn og hátíðargestir skoðað fjölbreytt úrval tónlistar á geisladiskum og vínylplötum.

Það verður mikið um dýrðir á KEX Hostel yfir hátíðina því að 25 hljómsveitir munu koma fram á Off venue- dagskrá staðarins, en þetta er í þriðja sinn sem bandaríska útvarpsstöðin KEXP heimsækir Hostelið og framreiðir spennandi tónlistardagskrá í samstarfi við Iceland Naturally.

Aðgangur að dagskrá KEX Hostels er ókeypis og öllum heimilaður aðgangur meðan húsrúm leyfir. Meðal þeirra sem koma fram eru John Grant, Ásgeir, Emilíana Torrini, múm, Borko og Gluteus Maximus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×