Sport

Nýr at­vinnu­maður í boxi byrjar vel

Emin Kadri Eminsson keppti sinn fyrsta atvinnuhnefaleikabardaga um helgina þar sem hann sigraði Isaías Reyes frá Mexíkó með einróma dómaraúrskurði, 40-36, en bardaginn stóð yfir í fjórar lotur.

Sport

Gáfu skít í yfir­mann sem hreykti sér af þeirra af­rekum

Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru lítt hrifnar af tilraunum Roger Palmgren, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, til að eigna sér heiður að gríðarlegri velgengni liðsins í ár. Segja má að þær gefi skít í ummæli hans.

Fótbolti

Í beinni þegar til­kynnt var að hann væri rekinn

Danski fótboltaþjálfarinn David Nielsen var í þriðja sinn á þessu ári rekinn úr starfi í gær, þegar forráðamenn norska félagsins Lilleström ákváðu að láta hann fara. Hann var í beinni útsendingu þegar greint var frá brottrekstrinum.

Fótbolti

Versta byrjun í sögu efstu deildar

Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi.

Fótbolti

Fyrir­liðinn Popp leggur lands­liðs­skóna á hilluna

Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins í fótbolta og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, hefur tilkynnt að hún muni leggja landsliðsskóna á hilluna síðar í þessum mánuði. Frá þessu greindi hin 33 ára gamla Popp í dag, mánudag.

Fótbolti

Mourinho fékk spjald fyrir furðu­leg mót­mæli

Portúgalinn José Mourinho er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum en hefur farið misjafnar leiðir í gegnum tíðina til að koma þeim á framfæri. Nýstárleg leið til að mótmæli dómi í tyrknesku deildinni um helgina hefur vakið athygli.

Fótbolti

Ætla að snið­ganga leikinn við Víking

Stuðningsmenn austurríska fótboltaliðsins LASK frá Linz eru allt annað en ánægðir með miðaverð á heimaleiki liðsins í Sambandsdeild karla í fótbolta. Þar á meðal er leikur við Íslandsmeistara Víkings í desember.

Fótbolti

Dikembe Mutombo látinn

NBA goðsögnin Dikembe Mutombo er látinn 58 ára að aldri eftir baráttu við heilaæxli. NBA deildin greinir frá þessu í yfirlýsingu. 

Körfubolti