

Uppselt er á leik Íslands og Sviss á EM kvenna í fótbolta á Wankdorf leikvanginum í Bern í kvöld. Búist er við um tvö þúsund íslenskum stuðningsmönnum.
Stærsta stjarna svissneska liðsins, sem Ísland mætir á EM í kvöld, er alls ekki besti leikmaður liðsins. Alisha Lehmann er með 17 milljón fylgjendur á Instagram, langflesta af öllum fótboltakonum í heiminum. Sveindís Jane Jónsdóttir segir það gefa leiknum aukakrydd að Sviss sé með Lehmann innanborðs.
Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku í Lengjudeild karla en liðið tilkynnti í gær að hinn efnilegi Sölvi Snær Ásgeirsson væri á leið til LASK í Austurríki á láni næstu 12 mánuði.
Ingibjörg Sigurðardóttir segir það hafa verið afar erfitt að horfa upp á Glódís Perlu Viggósdóttur kveljast og reyna að koma sér í gegnum leik Íslands við Finnland á EM í fótbolta á miðvikudaginn. Óvissa ríkir um fyrirliðann.
Það eru nokkrir eðalíþróttaviðburðir á dagskrá í dag á sportrásum Sýnar í dag.
Stórmerkilegur Evrópuleikur fór fram á Norður-Írlandi í dag þegar Glenavon FC tók á móti Erzgebirge Aue frá Þýskalandi. Sennilega kannast þó fáir við þessi lið enda leika þau bæði í neðri deildum og átti leikurinn upphaflega að fara fram árið 1960.
Real Madrid er komið í undanúrslit heimsmeistaramóts félagsliða eftir 3-2 sigur á Dortmund í kvöld.
Sveindís Jane Jónsdóttir er lítið fyrir það að ræða um fótbolta, nema þegar það er hluti af hennar störfum sem fótboltakonu. Þó að kærasti hennar Rob Holding sé einnig þekktur fótboltamaður þá tala þau eiginlega ekkert um boltann.
Jamal Musiala, leikmaður Bayern Munchen og þýska landsliðsins fór alvarlega meiddur af velli í dag þegar Bayern og PSG mættust á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum fyrr í dag.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var á blaðamannafundi í dag spurður út í stöðuna á Hildi Antonsdóttur, eftir að hún fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik á stórmóti, gegn Finnlandi á EM í fótbolta í Sviss á miðvikudaginn.
Íslandsmótið í þríþraut fór fram við Laugarvatn í morgun og var hið fjölmennasta frá upphafi. Sigurður Örn Ragnarsson varð Íslandsmeistari sjöunda árið í röð og Brynja Dögg Sigurpálsdóttir tryggði Íslandsmeistaratitil á lokakaflanum.
„Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.
Frakkland og England áttust við í stórleik dagsins á EM kvenna í fótbolta en Englendingar eru ríkjandi Evrópumeistarar.
Evrópumeistarar PSG eru komnir í undanúrslit heimsmeistaramóts félagsliða eftir 2-0 sigur á Bayern Munchen. Fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 78. mínútu en í kjölfarið færðist mikið fjör í leikinn.
ÍBV og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í steindauðum fótboltaleik á Hásteinsvelli í 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta síðdegis.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var þokkalega sáttur þrátt fyrir 0-2 tap gegn Valsmönnum í Bestu deild karla í dag.
Manchester United gekk í morgun frá félagaskiptum Diego Leon frá Cerro Porteño í Paragvæ en liðin höfðu náð samkomulagi um kaupin strax í janúar.
Enski hægri bakvörðurinn Kyle Walker hefur skrifað undir tveggja ára samning við Burnley sem verða nýliðar í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.
„Hér er kominn óboðinn gestur,“ sagði Kristinn Kjærnested sem er að lýsa leik ÍBV gegn Víking þegar hundur hljóp inn á völlinn.
Wales þreytti frumraun sína á stórmóti í dag þegar liðið mætti Hollandi í Luzern á EM kvenna í fótbolta. Uppskeran úr þessum fyrsta leik var þó fremur rýr.
Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing var hraðastur í tímatökum fyrir enska kappaksturinn í Silverstone. Kappaksturinn fer fram á morgun, en Max var einum tíunda hluta úr sekúndu hraðari en næsti maður.
Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik.
Chelsea hefur gengið frá kaupum á Jamie Gittens frá Borussia Dortmund fyrir um 48,5 milljónir breskra punda.
Íslenska u-18 landsliðið í kvenna körfubolta mætti Bosníu og Hersegóvínu í öðrum leik riðilsins á u-18 EuroBasket í dag. Ísland vann leikinn örugglega 110-77.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta.
Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann mættu HamKam í dag í norsku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en bæði lið höfðu færi á að vinna leikinn.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi á Wankdorf leikvanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM.
ÍA tókst ekki að ná sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni þrátt fyrir komu nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar, en liðið tapaði á móti Fram á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Gestirnir frá Reykjavík sigruðu 1-0 á Elkem vellinum
Valur hafði betur gegn Vestra með öruggum 0-2 útisigri á Kerecisvellinum á Ísafirði í Bestu deild karla í dag. Með sigrinum heldur Valur sér í toppbaráttunni á meðan Vestri situr áfram um miðja deild og leitast ennþá eftir að komast á sama skrið og í byrjun tímabilsins.
Það má með sanni segja að vegferð hollenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss fari ekki rólega af stað. Hollenskur blaðamaður sakaði í gær þjálfara liðsins um að trufla þátttöku Hollands á mótinu eftir ummæli í hlaðvarpsþætti ytra.