Skoðun

Þar sem gervi­greind er raun­veru­lega að breyta öllu

Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Þegar fólk heyrir orðið gervigreind í dag, kemur oftast upp í hugann spjallmenni sem semur ljóð eða forrit sem býr til furðulegar myndir af páfagaukum í geimnum. Þessi sýnilegi hluti gervigreindarinnar er útstillingargluggi tækninnar, vissulega heillandi, en raunveruleg umbyltingin á sér stað annars staðar.

Skoðun

Eru vegir fyrir ferða­menn mikil­vægari en vegir fyrir fólk sem býr hér?

Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar

Ég bý við veg númer 329. Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu. Þetta er vegur sem ég, fjölskyldan mín og nágrannar mínir notum daglega. Til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk.

Skoðun

Er Evrópa á villi­götum? Efna­hags­leg hnignun kallar á rót­tæka endur­skoðun

Eggert Sigurbergsson skrifar

Tveir af virtustu efnahagssérfræðingum Evrópu, Mario Draghi og Enrico Letta, hafa nýlega vakið athygli á djúpstæðri efnahagslegri hnignun Evrópusambandsins. Skýrslur þeirra draga upp dökka mynd af stöðu mála og undirstrika þá staðreynd að sambandið hefur verið að dragast aftur úr öðrum stórum hagkerfum heimsins, einkum Bandaríkjunum.

Skoðun

Ís­lenskir flótta­menn - í okkar eigin landi

Gunnar Magnús Diego skrifar

Ég er flóttamaður – flóttamaður í mínu eigin landi. Ég stend hvorki á flugvelli né við landamæri með ferðatösku eða bakpoka. Ég stend ekki í biðröð, með eða án vegabréfs og óska eftir hæli. Minn flótti er ósýnilegur.

Skoðun

Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjón­varps­stöðva sem starfa í almannaþágu

Stefán Jón Hafstein skrifar

Stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ætlar að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal stöðva í almannaþágu um hvort heimila eigi fulltrúum Ísraels að taka þátt í Söngvakeppninni Eurovision. Stjórnin tekur loksins tillit til gríðarlegra mótmæla vegna framgöngu ríkisstjórnar Ísraels gegn almennum borgurum á Gasa og Vesturbakkanum.

Skoðun

Mótum fram­tíðina saman

Jónína Hauksdóttir og Magnús Þór Jónsson skrifa

Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring.

Skoðun

Leik­skóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni vel­ferð barna

Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Svava Björg Mörk skrifa

Nýverið hafa nokkur sveitarfélög lagst í breytingar á rekstrarfyrirkomulagi leikskóla og eins og gefur að skilja hefur það leitt af sér þó nokkra opinbera umræðu og sýnist sitt hverjum. Höfundar hafa fylgt breytingunum eftir með rannsókn í tveimur þessara sveitarfélaga og tvisvar í ferlinu sent út spurningalista á þrjá hópa innan 17 skóla; skólastjórnendur, deildarstjóra og annað starfsfólk og fengið ágæta svörun.

Skoðun

Þor­gerður og er­lendu dóm­stólarnir

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins.

Skoðun

Barna­fjöl­skyldur í Reykja­vík eiga betra skilið

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun.

Skoðun

Lyftum um­ræðunni á ör­lítið hærra plan

Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar

Frétt í Morgunblaðinu 28. september s.l. hefur vakið athygli undanfarið. Hún fjallaði um starfslaun listamanna. Þar kom fram að 10 rithöfundar, 3 konur og 7 karlar hefðu hvert um sig fengið greidda fjárhæð sem nemur meira en hundrað milljón krónum í opinbera styrki á tímabili sem spannar næstum þrjá áratugi. Til að setja tölurnar í samhengi er vert að geta þess að með sömu aðferðafræði væru samanlagðar tekjur fyrir einstakling á meðallaunum um 250 milljónir króna.

Skoðun

Lykillinn að hamingju og heil­brigði

Auður Kjartansdóttir skrifar

Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar.

Skoðun

Staða bænda styrkt

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga.

Skoðun

Transumræðan og ruglið um fjölda kynja

Einar Steingrímsson skrifar

Í stuttu máli: Höldum áfram að skamma fólk sem segir ógeðslega hluti um og við transfólk. En fyrir alla muni hættum þruglinu um að meðal mannskepnunnar séu til fleiri en tvö líffræðileg kyn. Það er skaðlegt fyrir transumræðuna og fóður fyrir ýmis vafasöm öfl.

Skoðun

Leik­skólar eru ekki munaður

Íris Eva Gísladóttir skrifar

Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna?

Skoðun

Vísinda­rannsóknir og þróun – til um­hugsunar í til­tekt

Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar

Íslenskt vísindasamfélag hefur um árabil haft þungar áhyggjur af óviðunandi fjárveitingum til vísinda og rannsókna. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt undir yfirskriftinni „Tiltekt og umbætur“ (Stjórnarráð 2025, 8. september) vakti það blendnar tilfinningar meðal vísindafólks.

Skoðun

For­eldrar þurfa bara að vera dug­legri

Björg Magnúsdóttir skrifar

Þó það sé ástæða til þess að fagna því að Reykjavíkurborg sé að gera eitthvað í leikskólamálum er ástæða til þess að staldra við. Í tillögudrögum frá borgarráði í vikunni eru kynntar hugmyndir til þess að bæta náms- og starfsumhverfi leikskóla.

Skoðun

Dýr­keypt eftir­lits­leysi

Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar

Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi.

Skoðun

Upp­gjöf Reykja­víkur­borgar í leik­skóla­málum

Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa

Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum.

Skoðun

Svindl eða sjálfsvernd?

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Það hefur lengi verið þekkt að börn skrökvi stundum eða leiti leiða til að komast hjá því að axla ábyrgð. En, þegar við sjáum barn í grunnskóla svindla á prófi og síðan neita að viðurkenna það, þá vaknar önnur spurning.

Skoðun

Magga Stína!

Helga Völundardóttir skrifar

Við sem heima sitjum og höfum gert undanfarið ár með annan fótinn í eigin heimi sem gengur sinn vanagang og hinn á samfélagsmiðlum að fylgjast með þjóðarmorði þar sem börn eru drepin, skilin eftir limlest og brennd, svipt foreldrum, framtíð og lífi.

Skoðun

Mannauðurinn á vinnu­staðnum þarf góða inni­vist til að dafna

Ásta Logadóttir skrifar

Það er einfalt: ef við viljum að fólk standi sig, njóti sín og þrífist í vinnunni, þá verðum við að skapa aðstæður sem gera það mögulegt. Samt sjáum við of oft að innivistarþættir eins og dagsljós, hljóðvist, loftgæði og hitastig eru afgangsstærðir í hönnun vinnustaða.

Skoðun

Þetta er námið sem lifir á­fram

Bryngeir Valdimarsson skrifar

Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir.

Skoðun