Skoðun

Á að vera land­búnaður á Ís­landi?

Ágústa Ágústsdóttir skrifar

Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á sv-horninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins.

Skoðun

Mið­flokkurinn stendur vörð um bændur

Högni Elfar Gylfason skrifar

Við hjónin höfum rekið búskap hér í Skagafirði um langt árabil og konan mín verið við bústörf nánast frá fæðingu. Búskapur er það sem við lifum á og lifum fyrir. Ég hef aldrei efast um að Miðflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar standi vörð um hagsmuni bænda og íslensks landbúnaðar.

Skoðun

Fjár­mál Kópa­vogs­bæjar - hin hliðin

Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar

Kópavogsbær hefur verið rekinn með halla síðustu ár og lánsfjárþörf verið mikil. Kópavogsbær fær ítrekað bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga af því að Kópavogsbær uppfyllir ekki fjárhagsleg lágmarksviðmið. Um þetta fjallar bæjarstjóri Kópavogs ekki í fréttatilkynningum, greinaskrifum og glærukynningum.

Skoðun

Feður eiga undir högg að sækja í for­sjár­málum

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Mörg hjónabönd enda með skilnaði sem leiðir til margra úrlausnarefna. Oft er sátt um hvernig leysa eigi úr þeim. Sum málanna, ekki síst forsjá barna, fara hins vegar fyrir dómstóla. Þar telja feður sem í þessu lenda að þeir eigi mjög undir högg að sækja.

Skoðun

Mikill má máttur Við­reisnar og á­hrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna?

Skoðun

Geð­deild Akur­eyrar að­eins með 10 pláss á legu­deild fyrir sjúk­linga með al­var­legan geð­rænan vanda

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar

Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er geðheilbrigðisþjónustan í mjög alvarlegum vanda vægast sagt og ekki bara á Akureyri heldur á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku SAK sagði greinarhöfundi að í hverri einustu viku komi fjöldi manns á bráðamóttöku eftir að hafa reynt að taka sitt eigið líf eða skaðað sjálft sig á einhvern hátt í leit að hjálp eða fólk með annan geðrænan vanda.

Skoðun

Frír há­degis­verður í boði Friedmans

Róbert Björnsson skrifar

Ég skrapp í hádeginu til konsúlsins í Lúxemborg til þess að sinna borgaralegri skyldu minni og kjósa til Alþingis. Það kom ekki til greina að sleppa því þrátt fyrir að við því væru engin niðurlög líkt og hér í Lúxemborg hvar samkvæmt lagabókstafnum er hægt að beita ríkisborgara stjórnvaldssektum ef viðkomandi mætir ekki á kjörstað.

Skoðun

Höldum á­fram með ís­lenskuna og konuna

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Ég undrast ekki viðbrögð þeirra sem lifa í bergmálshelli við síðustu grein minni um íslenska tungu. Menn reyna að gaslýsa þjóðina. Ekki eigi að banna nein orð! En til hvers að breyta góðum og gildum orðum í tungumálinu? Orð sem allir vita hvað þýða og 99% manna getur samsamað sig við.

Skoðun

Ekki láta kaupa at­kvæði þitt

Alexandra Briem skrifar

Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum.

Skoðun

Af­nemum fá­tæktina

Helgi Máni Sigurðsson skrifar

Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti.

Skoðun

Krónur, evrur og full­veldi

Bjarni Benediktsson skrifar

Gamlir draugar lifa lengi. Eftir því sem nær dregur kosningum er skýrara að ESB flokkarnir hyggjast endurvekja aðildarviðræður og berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Viljinn við að ganga þar inn snýst aðallega um að krónan sé svo óstöðugur gjaldmiðill. Skoðum það betur.

Skoðun

Stefnu­breyting Mið­flokksins gegn hags­munum bænda

Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson og Halla Signý Kristjánsdóttir skrifa

Komandi kosningar eru þjóðinni mikilvægar, enda verða stórar ákvarðanir teknar á næstu árum sem hafa áhrif á okkar framtíð sem þjóð. Þá skiptir máli hvaða flokkar og einstaklingar, munu sitja við ríkisstjórnarborðið og móta framtíð m.a. samfélaga, byggða og starfsstétta.

Skoðun

Farsældarlögin snúast ekki um börnin

Lúðvík Júlíusson skrifar

Farsældarlögin snúast ekki um börnin. Lögin auka ekki réttindi barna, þau auka ekki réttindi umönnunaraðila og kerfið grípur ekki öll börn sem þurfa nauðsynlega á snemmtækri íhlutun að halda. Þetta er ekki mín skoðun. 

Skoðun

Víð­tæk og öflug bar­átta gegn ein­mana­leika á Ís­landi

Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar

Samkvæmt Lýðheilsuvísi embættis landlæknis upplifa 12,1% fullorðinna einstaklinga oft eða mjög oft einmanaleika árið 2024. Einstaklingar finna oft fyrir einmanaleika þegar þeir upplifa skort á félagslegum tengslum, en þau gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar og stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu.

Skoðun

Fram­sókn í geðheilbrigðismálum

Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

Á síðustu þremur árum hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sett geðheilbrigðismál í forgang. Eitt af fyrstu og afgerandi skrefum hans var að tryggja aukið fjármagn í geðheilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi og tímanlega aðstoð.

Skoðun

200 þúsund til að búa í fata­hengi LOL

Derek T. Allen skrifar

Ég hef gaman af því að lesa klikkuðustu auglýsingarnar í Facebook hópum um leiguhúsnæði. Að fólk á þessari reikistjörnu skuli dirfast að rukka hátt í 200 þús fyrir að búa í innréttuðu fatahengi eða verkfæraskáp þykir mér eins hlægilegt og það er sorglegt.

Skoðun

Kennari í verk­falli

Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar

Þann 3. október síðastliðinn þegar stjórn KÍ kom að máli við okkur kennara í Lundarskóla á Akureyri og bað okkur um að taka fyrstu vakt í verkfalli kennara kom strax upp mikil samstaða í hópnum.

Skoðun

Við viljum – kröfu­gerð fólks með fötlun!

Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar

Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði.

Skoðun

Óæski­legar upp­skerur

Anna Bergþórsdóttir skrifar

Kosningar eru í vændum og nú stíga fram allir fram, annaðhvort í framboði eða til að skrifa grein til að segja þér kæri lesandi hvað þú átt að kjósa. Ég vil vera með í því. Ég ætla að segja þér hvern á að kjósa.

Skoðun

Úr­eltar og órétt­mætar hval­veiðar

Henry Alexander Henrysson skrifar

Fyrir nokkrum dögum birtu þrír einstaklingar grein hér á Vísi með fyrirsögninni „Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar“. Öll eiga ‏höfundarnir það sameiginlegt að hafa verið mikið í fjölmiðlum á kjörtímabilinu að ræða hvalveiðar – oftast að eigin frumkvæði – en samt furða þau sig á hversu mikil umræðan er núna þegar stutt er eftir af kosningabaráttunni.

Skoðun

Bætum um­hverfið svo öll börn geti blómstrað

Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar

Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er.

Skoðun

Neglum niður vextina

Kristrún Frostadóttir skrifar

Samfylkingin ætlar að negla niður vextina. Til að laga heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Og fyrir fyrirtækin sem eru föst í íslenskum vöxtum.

Skoðun

Á­hyggju­laust ævi­kvöld

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Eldra fólkið í samfélagi okkar á skilið áhyggjulaust og öruggt ævikvöld. Þessi kynslóð hefur lagt grunninn að því samfélagi sem við njótum í dag. Þau hafa unnið hörðum höndum alla sína ævi, byggt upp innviði landsins og skapað þau tækifæri sem við nótum nú.

Skoðun

Verð­bólga í boði Við­reisnar

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Meðal þess sem Viðreisn og Samfylkingin hafa lagt áherzlu á í aðdraganda þingkosninganna er að lækka verði verðbólguna og vextina sem hækkaðir voru sem viðbrögð við henni. Verðbólgu sem er að miklu leyti á ábyrgð flokkanna tveggja.

Skoðun

Af­sláttur af mann­réttindum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Þegar ég flutti heim frá Englandi 2020 og fór að kynna mér flokkana og málefnin þeirra sá ég að það þýddi ekki að lesa bara það sem sett var fram í áherslupunktum. Ef ég hefði gert það þá hefði ég getað lokað augunum í kjörklefanum og sett x-ið einhvers staðar.

Skoðun

Er 0,145% bankaskattur virki­lega nóg?

Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár.

Skoðun

Útrýmum kjaragliðnun

Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skulu örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi regla var upphaflega leidd í lög árið 1997 með því markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur.

Skoðun