Menning

Byggir litla heima í kringum lög frænku

Leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir gefur út hljómplötu með frænku sinni Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, en hún er greind með asperger-heilkenni. Í stað útgáfutónleika standa frænkurnar fyrir listasýningu á Akureyri.

Menning

Fjallar um ást og dauða

Nú er himneska sumarið komið er heiti nýs leikrits eftir Sigtrygg Magnason sem sýnt er í Dillonshúsi í Árbæjarsafni. Það gerist í nútímanum en er byggt á ástarsögu langafa og langömmu höfundarins.

Menning

Skipsflautur opna Listahátíð

Í opnunaratriði Listahátíðar í Reykjavík verða skipin í Reykjavíkurhöfn notuð sem hljóðfæri þegar fluttur verður konsertinn Vessel Orchestra eftir Lilju Birgisdóttur. Hátíðin verður sett 17. maí.

Menning

Kristján í samstarf við Borgarleikhúsið

Leikritið Blam! snýr aftur í Borgarleikhúsið næsta vetur. Blam! sló í gegn hjá íslenskum áhorfendum rétt eins og dönskum en uppselt var á allar sýningar. Næsta verk Kristjáns Ingimarssonar verður í samstarfi við Borgarleikhúsið.

Menning

No homo á leið til Cannes

Stuttmyndin No homo eftir Guðna Líndal Benediktsson verður sýnd á Short Film Corner á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Myndin fjallar um tvo vini og þær breytingar sem verða á vinskapnum þegar annar þeirra kemur út úr skápnum.

Menning

Tekur upp nýja mynd á Vestfjörðum í sumar

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, er nú í óða önn að undirbúa tökur á nýrri mynd þar sem Björn Thors og Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin. Tökur hefjast í lok maí á Vestfjörðum. Verið er að klára fjármögnun á myndinni sem enn geng

Menning

Fyrsta leikritið frumsýnt í Skotlandi

Það er nóg um að vera hjá Sólveigu Jónsdóttur en hún hefur nýlokið við að skrifa sitt fyrsta leikverk, The sea between us, fyrir skoskan leikhóp en leikritið verður frumsýnt þar í landi í júní. Einnig er hún að keppast við að skrifa sína aðra skáldsögu og fylgjast með útgáfu Kortérs í Þýskalandi.

Menning

Vonandi nógu sjóaður

Daði Guðbjörnsson listmálari sýnir nú í fyrsta sinn á Mokka þótt hann sitji þar til borðs á hverjum degi með öðrum séníum. Þar með rætist gamall draumur.

Menning

Tíu ár í handritagerð loksins að skila sér

Hollywood-myndin Olympus Has Fallen með Gerard Butler í aðalhlutverki verður frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudaginn. Annar af handritshöfundunum er hin íslenska Katrín Benedikt, sem flutti vestur um haf þegar hún var sex ára.

Menning

Hagaskóli slær í gegn

Meðfylgjandi myndir tók Heiðdís Einarsdóttir baksviðs hjá nemendum Hagaskóla sem hafa slegið í gegn með söngleikinn Konungur ljónanna í leikstjórn Sigríðar Birnu Valsdóttur leiklistarkennara við skólann en tónlistarstjóri er Björn Thorarensen. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og aukasýningarnar að sama skapi.

Menning

Þorvaldur Davíð skoðar sögusvið glæpasagna

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er staddur á Siglufirði um helgina, en samkvæmt heimildum Vísis hyggst hann kynna sér sögusvið glæpasagna Ragnars Jónassonar, Snjóblindu, Myrknættis og Rofs, og hitta heimamenn.

Menning

Orðin nógu þroskuð til þess að taka hrósi

Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni.

Menning