Ragnar með gjörning í Tate Modern-safninu 24. október 2013 10:00 Ragnar Kjartansson flytur gjörninginn í kvöld klukkan 19. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson flytur gjörning í hinu fræga Tate Modern-listasafni í London í kvöld klukkan 19. Verkið er hluti af gjörningadagskrá safnsins sem er sérstaklega hönnuð fyrir alnetið og geta áhorfendur um heim allan fylgst með á netinu í rauntíma. Gjörningur Ragnars heitir Variation of Meat Joy, eða tilbrigði við kjötgleði, og í honum nýtir listamaðurinn sér efnivið og töfra leikhússins. Verkið á sér stað á hinu óræða svæði milli þess að gera eitthvað raunverulega og að þykjast. Í verkinu vísar Ragnar til frægs gjörnings Carolee Schneeman, Meat Joy, en gjörningurinn fer þannig fram að yfirborði gjörningaherbergisins er breytt í rókokkóborðstofu með því að mála veggina og stilla upp leikmunum. Til borðs sitja prúðbúnir gestir klæddir í anda tímabilsins, sem koma saman til þess eins að borða eintóma steik. Hljóðin þegar steikin er tuggin og henni kyngt eru mögnuð upp og og óma jafnvel í heyrnartólum áhorfenda við tölvuna. Eins og áður sagði er gjörningurinn sýndur beint á netinu í kvöld klukkan 19. Áhorfendum gefst bæði kostur á að spjalla hverjum við annan meðan á gjörningnum stendur og einnig að spyrja listamanninn spurninga í gegnum netið. Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson flytur gjörning í hinu fræga Tate Modern-listasafni í London í kvöld klukkan 19. Verkið er hluti af gjörningadagskrá safnsins sem er sérstaklega hönnuð fyrir alnetið og geta áhorfendur um heim allan fylgst með á netinu í rauntíma. Gjörningur Ragnars heitir Variation of Meat Joy, eða tilbrigði við kjötgleði, og í honum nýtir listamaðurinn sér efnivið og töfra leikhússins. Verkið á sér stað á hinu óræða svæði milli þess að gera eitthvað raunverulega og að þykjast. Í verkinu vísar Ragnar til frægs gjörnings Carolee Schneeman, Meat Joy, en gjörningurinn fer þannig fram að yfirborði gjörningaherbergisins er breytt í rókokkóborðstofu með því að mála veggina og stilla upp leikmunum. Til borðs sitja prúðbúnir gestir klæddir í anda tímabilsins, sem koma saman til þess eins að borða eintóma steik. Hljóðin þegar steikin er tuggin og henni kyngt eru mögnuð upp og og óma jafnvel í heyrnartólum áhorfenda við tölvuna. Eins og áður sagði er gjörningurinn sýndur beint á netinu í kvöld klukkan 19. Áhorfendum gefst bæði kostur á að spjalla hverjum við annan meðan á gjörningnum stendur og einnig að spyrja listamanninn spurninga í gegnum netið.
Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira