Engar ofurhetjur, bara fólk eins og þú og ég Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. október 2013 11:00 „Í þessari bók er ég að þróa sagnaheiminn betur og koma meira upp um það sem að baki liggur,“ segir Elí Freysson um nýjustu bók sína, Kallið. Mynd: Auðunn Níelsson Elí Freysson hefur vakið athygli fyrir bækur sínar sem fjalla um Þögla stríðið og nú er þriðja bókin í seríunni, Kallið, komin út. Elí er þó engan veginn búinn að afgreiða þann heim sem hann skapar í sögunum og er að ljúka við þá fimmtu. „Þessi heimur varð bara til í höfðinu á mér,“ segir Elí Freysson, sem á dögunum sendi frá sér þriðju bókina í bókaflokknum um Þögla stríðið, spurður hver sé fyrirmyndin að þeim heimi sem hann skapar í bókunum. „Ég vildi segja ákveðna sögu, með ákveðnum stíl og ákveðnum karakterum og þessi heimur varð til í kringum það,“ útskýrir Elí. Bókin heitir Kallið og þar er í forgrunni ný söguhetja, Katja að nafni. Fyrri bækurnar eru Meistari hinna blindu og Ógnarmáni, en Elí segir enga af sögupersónum þeirra bóka vera með í þeirri nýju. „Bækurnar eiga þennan heim sameiginlegan en ég skrifa þær með það í huga að nýir lesendur geti gengið að hverri bók fyrir sig vandræðalaust,“ segir Elí. „Í þessari bók er ég að þróa sagnaheiminn betur og koma meira upp um það sem að baki liggur.“ Hvers vegna heitir þetta Þögla stríðið? „Vegna þess að það er ekki raunverulegt stríð í gangi,“ segir Elí. „Það eru dulin öfl í skuggunum sem brugga sín launráð og svo fólk sem berst gegn þessum öflum. Áður höfðu þessar fylkingar átt í heljarinnar styrjöldum en nú eru rósturnar meira í laumi og þess vegna er þetta kallað Þögla stríðið. Ég held þó alltaf fókusnum á karakterunum og því sem þeir ganga í gegnum, heimurinn er meira bara svið fyrir það sem kemur fyrir þá.“ Elí segir persónur sínar vera venjulegt fólk eins og þig og mig, engar goðsagnahetjur. „Þær eru bara manneskjur sem glíma við alls konar erfiðleika eins og allir.“ Bækurnar eru, eins og ljóst ætti að vera að framansögðu, fantasíubókmenntir, hefur sú bókmenntagrein lengi verið í uppáhaldi hjá þér? „Já, ég hef lesið mikið af þeim. Ég hef ansi þröngan bókmenntasmekk og fantasíurnar eru það sem ég hef leitað mest í.“ Elí segist þó aldrei hafa lesið Game of Thrones, sem sumir halda að sé fyrirmynd hans, áhugi hans á fantasíum hafi hafist með lestri á Lord of the Rings, haldið áfram við að lesa alls kyns fantasíur eftir mismunandi höfunda og núorðið sé Brandon Sanderson í mestu uppáhaldi. Þótt Kallið sé nýkomin út er Elí þó kominn mun lengra með sögurnar úr Þögla stríðinu, er að klára fimmtu bókina og á von á að þær verði tíu til tólf þegar upp er staðið. „En ég er kominn með hugmynd að nýrri seríu sem ég mun taka til við þegar þessari er lokið. Ég er ekkert að fara að hætta að skrifa á næstunni.“ Game of Thrones Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Elí Freysson hefur vakið athygli fyrir bækur sínar sem fjalla um Þögla stríðið og nú er þriðja bókin í seríunni, Kallið, komin út. Elí er þó engan veginn búinn að afgreiða þann heim sem hann skapar í sögunum og er að ljúka við þá fimmtu. „Þessi heimur varð bara til í höfðinu á mér,“ segir Elí Freysson, sem á dögunum sendi frá sér þriðju bókina í bókaflokknum um Þögla stríðið, spurður hver sé fyrirmyndin að þeim heimi sem hann skapar í bókunum. „Ég vildi segja ákveðna sögu, með ákveðnum stíl og ákveðnum karakterum og þessi heimur varð til í kringum það,“ útskýrir Elí. Bókin heitir Kallið og þar er í forgrunni ný söguhetja, Katja að nafni. Fyrri bækurnar eru Meistari hinna blindu og Ógnarmáni, en Elí segir enga af sögupersónum þeirra bóka vera með í þeirri nýju. „Bækurnar eiga þennan heim sameiginlegan en ég skrifa þær með það í huga að nýir lesendur geti gengið að hverri bók fyrir sig vandræðalaust,“ segir Elí. „Í þessari bók er ég að þróa sagnaheiminn betur og koma meira upp um það sem að baki liggur.“ Hvers vegna heitir þetta Þögla stríðið? „Vegna þess að það er ekki raunverulegt stríð í gangi,“ segir Elí. „Það eru dulin öfl í skuggunum sem brugga sín launráð og svo fólk sem berst gegn þessum öflum. Áður höfðu þessar fylkingar átt í heljarinnar styrjöldum en nú eru rósturnar meira í laumi og þess vegna er þetta kallað Þögla stríðið. Ég held þó alltaf fókusnum á karakterunum og því sem þeir ganga í gegnum, heimurinn er meira bara svið fyrir það sem kemur fyrir þá.“ Elí segir persónur sínar vera venjulegt fólk eins og þig og mig, engar goðsagnahetjur. „Þær eru bara manneskjur sem glíma við alls konar erfiðleika eins og allir.“ Bækurnar eru, eins og ljóst ætti að vera að framansögðu, fantasíubókmenntir, hefur sú bókmenntagrein lengi verið í uppáhaldi hjá þér? „Já, ég hef lesið mikið af þeim. Ég hef ansi þröngan bókmenntasmekk og fantasíurnar eru það sem ég hef leitað mest í.“ Elí segist þó aldrei hafa lesið Game of Thrones, sem sumir halda að sé fyrirmynd hans, áhugi hans á fantasíum hafi hafist með lestri á Lord of the Rings, haldið áfram við að lesa alls kyns fantasíur eftir mismunandi höfunda og núorðið sé Brandon Sanderson í mestu uppáhaldi. Þótt Kallið sé nýkomin út er Elí þó kominn mun lengra með sögurnar úr Þögla stríðinu, er að klára fimmtu bókina og á von á að þær verði tíu til tólf þegar upp er staðið. „En ég er kominn með hugmynd að nýrri seríu sem ég mun taka til við þegar þessari er lokið. Ég er ekkert að fara að hætta að skrifa á næstunni.“
Game of Thrones Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira