Lífið

Kaupa glæsihús frænku Patriks

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, og kærasta hans, Friðþóra Sigurjónsdóttir pílateskennari, hafa fest kaup á 236 fermetra einbýlishúsi í Áslandshverfi í Hafnarfirði. Parið keypti húsið af móðursystur Patriks, Rut Helgadóttur og eiginmanni hennar Jóhanni Ögra Elvarssyni.

Lífið

Opnar sig eftir hand­tökuna

Það vakti gríðarlega athygli þegar rapparinn Lil Nas X var handtekinn á fimmtudag í síðustu viku. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um handtökuna í gær á Instagram síðu sinni.

Lífið

Töluðu ís­lensku við mann­hafið

Það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar bandaríska hljómsveitin Smashing Pumpkins mætti á svið Laugardalshallar í gærkvöldi. Uppselt varð á tónleikana á fyrsta degi miðasölu í vetur og ljóst að mun færri komust að en vildu. 

Lífið

Fár­veik í París

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, er á ferðalagi um Frakkland með eiginmanni sínum, Ragnar Einarssyni, forstöðumanni færsluhirðingar hjá Landsbankanum. Linda segir að París hafi staðist allar væntingar þrátt fyrir veikindi hafi sett strik í reikninginn.

Lífið

Stígur út fyrir ramma raun­veru­leikans

„Tíska við kemur okkur öllum, sama hvort fólk átti sig á því eða ekki, og er svo fallegt tjáningarform á það hver við viljum vera,“ segir Íris Ólafsdóttir, nýútskrifaður fatahönnuður sem sér um búninga fyrir stóra leiksýningu í Tjarnarbíói. Blaðamaður ræddi við hana um persónulegan stíl og sköpunargleðina.

Tíska og hönnun

Full­kominn brúð­kaups­dagur í sænskum kastala

„Dagurinn hefði ekki getað verið betri,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Óliver Nyback sem gekk að eiga sinn heittelskaða Daniel Mattias Nyback um helgina í hundrað manna teiti í sænskum kastala. Blaðamaður ræddi við Daníel Óliver um stóra daginn.

Lífið

Skiptir stærðin raun­veru­lega máli?

Það er algeng mýta að stærra typpi sé ávísun á betra kynlíf. Typpastærð getur verið mikið áhyggjuefni hjá karlmönnum þar sem þeir óttast að standa sig ekki í stykkinu og fullnægja bólfélaga sínum. 

Lífið

Ber­brjósta og bleikhærðar með byltingu

Ásmundarsalur fylltis af lífi og lit þegar þrjár sýningar af dansverkinu Venus fóru fram við frábærar undirtektir núna í ágúst. Verkið, sem er eftir danshöfundana Önnu Guðrún Tómasdóttur og Bjarteyju Elínu Hauksdóttur,  þorir að ögra, ýkja og spyrja stórra spurninga um eðli kyns og líkama.

Lífið

Taum­laus gleði og stjörnum prýddir tón­leikar

Það ríkti sannkölluð hátíðarstemning í Hljómskálagarðinum þegar árlegir Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram. Gríðarlegur mannskari safnaðist saman og skemmti sér fram eftir kvöldi, þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið.

Lífið

Stór­stjörnur í mögu­legum ástarþríhyrningi

Leikkonan Zoe Kravitz er af mörgum talin ein fallegasta stjarna Hollywood og ber af sér einstaklega góðan þokka. Í dag er hún orðuð við tvo glæsilega herramenn, bresku poppstjörnuna Harry Styles og bandaríska hjartaknúsarann og leikarann Austin Butler. Spurningin er: Hvern er Zoe Kravitz að deita? 

Lífið

Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell

Björgvin Franz Gíslason leikari var að hjóla eftir hjólastíg þegar bíll bakkaði næstum á hann. Hann náði að forða sér undan bílnum en flaug af hjólinu, skall á jörðinni og úlnliðsbrotnaði. Björgvin mun því þurfa að leika Elsu Lund í fatla í vetur.

Lífið

Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður bar­áttuna

Patrekur Jaime hefur verið edrú í um tvö ár eftir að hafa séð sjálfan sig drukkinn í sjónvarpsþáttunum Æði. Hann styður Gleðigönguna en segir hana ekki vera vettvang fyrir sig og honum hafi liðið eins og í dýragarði í eina skiptið sem hann tók þátt í henni.

Lífið

Ein­býlis­hús með mögu­leika á maka­skiptum

Við Fagraberg í Hafnarfirði er til sölu glæsilegt einbýlishús sem var byggt árið 1985. Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að núverandi eigendur séu í leit að minni eign og makaskiptum. Ásett verð er 179,9 milljónir króna.

Lífið

Dansinn dunaði á Menningar­nótt

Það var líf og fjör á Laugaveginum þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í alvöru götudanspartý fyrir utan verslun sína á Menningarnótt um liðna helgi. Plötusnúðurinn Dóra Júlía hélt uppi stuðinu á meðan gestir og gangandi dönsuðu og tóku virkan þátt í gleðinni.

Lífið

Lil Nas X laus gegn tryggingu

Bandaríska rapparanum Lil Nas X hefur verið sleppt úr fangelsi gegn 75 þúsund dala tryggingu sem samsvarar rúmlega níu milljónum króna.

Lífið

„Blessaður, þú ert með heila­æxli“

„Ég er alls ekki að leitast eftir vorkunn heldur langar mig bara að vekja athygli á því að fólk þarf að finna sínar leiðir og ég fann mína,“ segir Atli Þór Sigurðsson sem var að gefa út plötuna Heilakvel. Atli greindist með heilaæxli í fyrra og syngur um reynsluna.

Lífið

Woody Allen segist enginn að­dáandi Pútíns

Leikstjórinn Woody Allen hafnar ásökunum á hendur sér um hvítþvott á stríðsglæpum Rússa vegna þátttöku hans í alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Moskvu sem stendur yfir. Úkraínska utanríkisráðuneytið gaf frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar þess að tilkynnt var um þátttöku hans á hátíðinni.

Lífið

Ein glæsi­legasta leik­kona landsins selur slotið

Leikkonan Unnur Birna Jónsdóttir Backman hefur sett íbúð sína við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er 78 fermetrar að stærð á þriðju hæð í litlu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1940. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Lífið

Ljúffengir hafraklattar með kaffinu

Jana Steingríms, heilsukokkur og jógakennari, deilir hér einfaldri uppskrift af ljúffengum hafra- og bananaklöttum sem er tilvalinn kostur í nestisboxið hjá krökkunum eða sem sætur biti með kaffinu.

Lífið

Þetta eru kepp­endur Ung­frú Ís­land Teen 2025

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi.

Lífið

Hegðun Bene­dikts kom upp um bón­orðið

Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, segir að hegðun unnusta síns, Benedikts Bjarnasonar tölvunarfræðings, hafi vakið hjá henni grun um að hann myndi biðja hennar þegar þau voru í ferðalagi í Mexíkó síðastliðinn apríl.

Lífið