Lífið

Pabbarnir í CM!OB LAN-a

Pabbarnir í CM!OB ætla að rifja upp gamla takta og LAN-a í dag. Fyrir yngri lesendur þá felur LAN í sér að hittast í raunheimum og samtengja margar tölvur til að spila tölvuleiki saman.

Leikjavísir

Stöðva þurfti frum­sýningu á Macbeth

Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast.

Menning

Þessi var sendur heim úr Idolinu

Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið.

Lífið

Manúela fékk heila­blóð­fall um jólin

Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr.

Lífið

Siggi Gunnars kominn á fast

Sigurður Þorri Gunnarsson, oftast kallaður Siggi Gunnars, er kominn á fast. Kærasti hans heitir Sigmar Ingi Sigurgeirsson en þeir hafa nýverið deilt myndum af sér saman á Instagram. 

Lífið

„Ég var á barmi þess að fyrir­fara mér“

Fyrir sjö árum síðan fór íslensk kona á fimmtugsaldri í svokallað „ferðalag“ með hugvíkkandi efninu Ayahuasca. Eftir ferðalagið segist hún hafa hún náð botninum andlega og fór hún sjálfviljug á geðdeild Landspítalans vegna afleiðinga ferðalagsins. Hún var með sjálfsvígshugsanir og var hún greind í djúpri geðlægð.

Lífið

Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi

Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. 

Tónlist

Kaleidoscope: Ætlunarverk uppfyllt

Netflix frumsýndi á nýársdag spennuþáttaröðina Kaleidoscope. Á flesta vegu er þetta mjög hefðbundið ránsspennudrama. Það sem er þó nýstárlegt við þáttaröðina er að hægt er að horfa á þættina átta í hvaða röð sem er, en Netflix stillir þó síðasta þættinum í framvindunni ávallt upp sem lokaþætti. 

Gagnrýni

„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“

Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út.

Lífið

Lisa Marie Presley er látin

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi.

Lífið

GameVeran fær fuglaflensu

Marín í Gameverunni snýr aftur eftir jólafrí í kvöld. Þá tekur hún á móti Adam, sem kallar sig „fuglaflensan“ á Twitch og munu þau spila saman tölvuleiki.

Leikjavísir

Þakka ís­lenskum al­menningi fyrir það að 100 milljónir hafi safnast

Félagasamtökin UN Women á Íslandi hafa náð þeim stóra áfanga að safna yfir 100 milljónum með árlegri herferð sinni Fokk ofbeldi. Síðustu átta ár hafa félagasamtökin staðið fyrir framleiðslu og sölu á hinum ýmsa varningi til styrktar verkefna samtakanna sem miða að því að útrýma kynbundnu ofbeldi.

Lífið