Lífið

Gone-Girl stjarnan Lisa Banes látin eftir árekstur

Bandaríska leikkonan Lisa Banes, sem meðal annars er þekkt fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Gone Girl, er látin, 65 ára að aldri. Rafhlaupahjóli eða léttu bifhjóli var ekið á Banes nærri Lincoln Center í New York þann 4. júní og hafði hún dvalið á gjörgæslu sjúkrahúss í borginni síðan.

Lífið

Jákvæð líkamsímynd með Ernulandi

Í kvöld verður streymt hér á Vísi frá námskeiði Ernu Kristínar um líkamsvirðingu. Viðburðurinn fer fram klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði en beina útsendingu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan eftir að fyrirlesturinn hefst.

Lífið

„Ég nýt þess að hjóla með vindinn í bakið“

„Eftir að hafa legið bjargarlaus í sjúkrarúmi og ekki getað náð sambandi við nokkra manneskju en þó með heila hugsun allan tímann sem ég gat ekki tjáð þá hefur hugurinn þroskast og sýn mín á lífið breyst,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir.

Lífið

Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum

Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum.

Lífið

Svona kemst þú upp úr hjólfarinu og tekur skref áfram

„Okkar mesti veikleiki er þegar við gefumst upp, besta leiðin til að ná árangri er að reyna einu sinni enn,“ er tilvitnun nýjasta þáttar Normsins. Tilvitnunina á Thomas Edison. Umræðuefni þáttarins er að taka skref áfram í átt að framtíðinni.

Lífið

The Conjuring 3: Warren hjónin djöflast og djöflast

Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt og í tilfelli The Conjuring er það sannleikanum samkvæmt. Það tók ekki nema 20 ár að koma henni á hvíta tjaldið, en þegar hún loks komst þangað varð ein vinsælasta hrollvekjumyndaröð sögunnar að veruleika. 

Lífið

Var nálægt gjaldþroti en gafst ekki upp

„Ég er ótrúlega mikið ég sjálf og ég er búin að læra að meta það hvað það er ótrúlega dýrmætt,“ segir Gerður Arinbjarnar, frumkvöðull og eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush.

Lífið

Eliza Reid opnar herferð þakklætis

Í dag, fimmtudaginn 10.júní klukkan 16:00, hrindir Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda úr vör herferð með yfirskriftina „Þinn stuðningur er okkar endurhæfing“.

Lífið

Bjóða upp á rafrænar kveðjur frá íslenskum stjörnum

„Þann 17. júní næstkomandi verður hægt að panta rafræna kveðju á Boomerang.is frá þínum uppáhalds íslensku stjörnum fyrir allskyns viðburði eins og afmæli, útskrift, fermingu, steggjun, gæsun, mæðradag, bóndadag og svo framvegis,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu Boomerang.

Lífið

Stjörnurnar kalla á G7 ríkin að gefa bóluefni

„Faraldurinn verður ekki búinn fyrr en hann er búinn allsstaðar og því er mikilvægt að öll samfélög, um allan heim, hafi jafnan aðgang að bóluefnum gegn COVID-19,” segir David Beckham, velgjörðarsendiherra UNICEF.

Lífið