Sáu eigin andardrátt frjósa og falla niður sem snjó Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 17:31 Frá ævintýrinu á Langjökli. Aðsent Snemma á sunnudag héldu Davíð Goði Þorvarðarson, Alex Michael Green, Benjamin Hardman og Tucker Doss upp á Langjökul með það markmið að tjalda og gista yfir nótt á ísilögðu yfirborðinu. „Íslenska veðrið er ótrúlega erfitt þegar kemur að svona ferðum því hitastigið er stöðugt að breytast. Það snjóar, bráðnar og frýs til skiptis og því er ótrúlega erfitt að halda sér þurrum og hlýjum,“ segir Davíð Goði um ævintýrið í samtali við Lífið. „Við erum allir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn og störfum á samfélagsmiðlum og höfum allir mikla reynslu af útivist. Benjamin leiddi ferðina enda er hann reyndastur í ferðum eins og þessum. Við gistum í tíu manna tjaldi og var nóttin alveg gífurlega köld, eða 15 stiga frost,“ segir Davíð Goði um þessa köldu nótt. View this post on Instagram A post shared by B E N J A M I N (@benjaminhardman) Appelsínugul viðvörun „Eini hitinn sem hélst inni í tjaldinu var andardrátturinn okkar og líkamshitinn, stundum mátti sjá andardráttinn rísa upp að toppi sem gufa og frjósa efst og falla niður eins og snjór. Við vöknuðum snemma um nóttina og ákváðum að fara snemma heim vegna appelsínugulrar viðvörunnar sem væri yfirvofandi.“ Þrátt fyrir kuldann þá sáu þeir ekki eftir því að hafa prófað þessa upplifun í íslensku náttúrunni á kaldri vetrarnóttu. Leyfðu þeir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu öllu á samfélagsmiðlum. „Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja alvöru ævintýri og eru ekki hræddir við kuldann. Við vorum á einum bíl sem er örlítið áhættusamt en mælt er með að vera á tveimur bílum ef einn skyldi festast og vera ávallt með talstöð og samband við tengilið niðri á jörðu. Jökullinn og yfirborðið er ótrúlega fallegt en að sama skapi stórhættulegt og það er held ég það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessu ævintýri. Myndirnar eru frá Davíð, Alex og Tucker. Davíð Goði mælir með því að fólk hafi varann á og fari ekki á einum bíl í svona ævintýri.Aðsent Lognið á undan storminum. Aðsent Alex í tjaldinu.Aðsent Davíð Goði á jöklinum. Aðsent Aðsent Fjallamennska Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
„Íslenska veðrið er ótrúlega erfitt þegar kemur að svona ferðum því hitastigið er stöðugt að breytast. Það snjóar, bráðnar og frýs til skiptis og því er ótrúlega erfitt að halda sér þurrum og hlýjum,“ segir Davíð Goði um ævintýrið í samtali við Lífið. „Við erum allir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn og störfum á samfélagsmiðlum og höfum allir mikla reynslu af útivist. Benjamin leiddi ferðina enda er hann reyndastur í ferðum eins og þessum. Við gistum í tíu manna tjaldi og var nóttin alveg gífurlega köld, eða 15 stiga frost,“ segir Davíð Goði um þessa köldu nótt. View this post on Instagram A post shared by B E N J A M I N (@benjaminhardman) Appelsínugul viðvörun „Eini hitinn sem hélst inni í tjaldinu var andardrátturinn okkar og líkamshitinn, stundum mátti sjá andardráttinn rísa upp að toppi sem gufa og frjósa efst og falla niður eins og snjór. Við vöknuðum snemma um nóttina og ákváðum að fara snemma heim vegna appelsínugulrar viðvörunnar sem væri yfirvofandi.“ Þrátt fyrir kuldann þá sáu þeir ekki eftir því að hafa prófað þessa upplifun í íslensku náttúrunni á kaldri vetrarnóttu. Leyfðu þeir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu öllu á samfélagsmiðlum. „Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja alvöru ævintýri og eru ekki hræddir við kuldann. Við vorum á einum bíl sem er örlítið áhættusamt en mælt er með að vera á tveimur bílum ef einn skyldi festast og vera ávallt með talstöð og samband við tengilið niðri á jörðu. Jökullinn og yfirborðið er ótrúlega fallegt en að sama skapi stórhættulegt og það er held ég það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessu ævintýri. Myndirnar eru frá Davíð, Alex og Tucker. Davíð Goði mælir með því að fólk hafi varann á og fari ekki á einum bíl í svona ævintýri.Aðsent Lognið á undan storminum. Aðsent Alex í tjaldinu.Aðsent Davíð Goði á jöklinum. Aðsent Aðsent
Fjallamennska Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist