Lífið

„Það er enginn að fara að lifa þessu lífi fyrir þig“
Helga Hvanndal Björnsdóttir er heimspekimenntaður landvörður sem býr yfir ólæknandi ferðaþrá og hefur ferðast víðs vegar um heiminn. Á undanförnum árum hefur Helga Hvanndal verið búsett á ýmsum stöðum, erlendis og í afskekktri íslenskri náttúru, og segir morgunkaffið eina örugga fasta liðinn í hennar lífi. Hún starfaði sem sushi kokkur í dágóðan tíma áður en ævintýraþráin heltist yfir hana og segir bæði sushi og pizzu vera hennar uppáhalds mat. Helga Hvanndal er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

„Alltaf síðan ég fæddist“
Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir hefur aldrei misst af Þjóðhátíð á allri sinni lífstíð. Jafnvel þegar hátíðin féll niður tvö ár í röð vegna Covid var helgin haldin hátíðlega á Lóðahátíð sem fangaði andann.

Lil Curly í Eyjum: „Það verður örugglega leiðinlegt í kvöld“
Lil Curly er mættur á Þjóðhátíð í sitt þriðja skipti en óttast þó að ná ekki að skemmta sér að sökum þess að uppáhalds tónlistarmaðurinn hans er ekki að koma fram.

„Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði“
Þó að stór hluti þjóðarinnar þeysist nú landshlutanna á milli eru alltaf einhverjir sem ákveða að vera heima og taka því rólega yfir verslunarmannahelgina. Sá hópur er þó langt frá því að vera dæmdur til að sitja auðum höndum og láta sér leiðast.

Spennt fyrir íslensku tónlistinni
Eva Doyle kom til Íslands í maí frá Írlandi þess að sinna sjálfboðastörfum en endaði á Þjóðhátíð þar sem hún er spennt að kynnast íslenskri tónlist betur.

John Travolta með krakkana á Íslandi
John Travolta virðist einn þeirra sem ferðaðist um okkar fallegu eyju í sumar ef marka má Instagram-færslu sem hann birti í gær. Svo virðist sem hann hafi komið hingað með alla fjölskylduna og vinafólk fyrr í sumar á einni einkaþotunni sinni.

Will Smith biðst aftur afsökunar á kinnhestinum
Will Smith birti myndband á Instagram-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann biður Chris Rock afsökunar fyrir að hafa gefði honum kinnhest á síðustu Óskarsverðlaunahátíð.

Brekkusöngur í miðbænum í kvöld
Það er margt um að vera yfir verslunarmannahelgina en það verður ekki bara stuð og stemming úti á landi. Í miðborginni verður sungið í brekkunni í Ingólfsstræti þegar spænsk þjóðlagasveit syngur fyrir gesti barsins Spánska klukkan átta í kvöld.

Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár
Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti.

Vardy tapaði knattspyrnueiginkonumálinu
Knattspyrnueiginkonan Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu á hendur knattspyrnueiginkonunni Coleen Rooney. Konurnar tvær eru hafa tekist á í þrjú ár eftir að Rooney komst að njósnum Rebekuh um einkalíf Rooneyhjónanna.

Ísadóra Bjarkardóttir í herferð hjá Miu Miu
Ísadóra Bjarkardóttir Barney, einnig kölluð Doa, nítján ára dóttir tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur er í nýrri auglýsingaherferð fyrir skartgripalínu frá merkinu Miu Miu.

Lætur ekkert stoppa sig
Elsa Rún Stefánsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Central Reykjavík. Elsa er dugleg að ögra sjálfri sér og takast á við áskoranir og segir keppnina hafa aukið sjálfstraust hennar til muna. Hún hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika á lífsleiðinni, fengið heilablæðingu tvisvar sem dæmi, en lætur ekkert stoppa sig og vill veita öðrum innblástur til að fylgja sínu.

Verslunarmanna Helgi
Helgi Björnsson ætlar að rifja upp streymistaktana á laugardagskvöldið kemur og verður með landsmönnum í beinni frá Tjörninni á tónleikunum: „Verslunarmanna Helgi“.

LXS raunveruleikaþættir á leiðinni
Nýir íslenskir raunveruleikaþættir þar sem fylgst verður með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í LXS vinkonuhópnum eru væntanlegir á Stöð 2 í haust. Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu.

Bernard Cribbins látinn
Breski leikarinn Bernard Cribbins er látinn, 93 ára að aldri. Á umfangsmiklum leiklistarferli sem náði yfir sjö áratugi var hann meðal annars þekktur fyrir að fara með hlutverk Tom Campbell í kvikmynd um Doctor Who og Wilfred Mott í þáttaröðinni um doktorinn fræga.

Miss Universe Iceland: „Er svo mikill klaufi að það er erfitt að gera mig vandræðalega“
Sylwia Sienkiewicz tekur þátt í Miss Universe Iceland 2022 og ber titilinn Miss Diamond Beach. Sylwia elskar rækjupasta og hefði ekkert á móti því að flytja til Spánar í framtíðinni. Hún tók einnig þátt árið 2021 og segir að þar sem hún lærði heilmikið af fyrra skiptinu hafi hún ákveðið að skella sér aftur í keppnina.

Kourtney birtir áður óséðar myndir frá hjónavígslunni í Santa Barbara
Í tilefni af 88 ára afmæli ömmu sinnar MJ deildi Kourtney Kardashian Barker áður óséðum myndum frá hjónavígslu sinni og trommarans Travis Barker frá því í maí síðastliðnum.

Will Smith skeit á skó Chris Rock
Leikarinn Kevin Hart gaf uppistandaranum Chris Rock geitina Will Smith að gjöf þegar þeir héldu uppistand saman nýverið. Á sviðinu tók geitin upp á því að gera nýjum eiganda sínum grikk og skíta á hvíta skó hans.

Góðgerðarbingó til styrktar Gleym Mér Ei
Stúlkurnar sem keppa um titilinn í Miss Universe Iceland í ár standa fyrir góðgerðarbingói til styrktar Gleym Mér Ei annað kvöld á Dillon.

„Ég hef fundið að ég díla við sorgina með hlaupum“
Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir hefur unnið úr sorginni sem fylgdi föðurmissinum sem hún upplifði fyrir rúmu ári síðan með hlaupum. Í ár hleypur hún fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnar áheitum sem renna til samtakanna.

Beyoncé efst á lagalista Barack Obama
Fyrrum Bandaríkjaforsetinn Barack Obama hefur deilt sumarlagalista frá sér með fylgjendum sínum. Það er engin önnur er Beyoncé sem er efst á listanum en á honum má einnig finna listamenn á borð við Harry Styles, Prince, Rosalíu, Bruce Springsteen, Fatboy Slim og Rihönnu.

Krot og teikningar á pollagallann: „Ákveðin gestabók og auðvitað skjól“
66°Norður verður með sérstakan fagnað í verslun fyrirtækisins í Kringlunni í dag frá hálf fimm til hálf sjö þar sem fyrirtækið býður viðskiptavinum að fá mismunandi teikningar á sjófatnaðinn sinn fyrir komandi verslunarmannahelgi.

Efstu tíu safnað rúmum fjórum milljónum
Þeir tíu hlauparar sem hafa safnað mest fyrir góðgerðarsamtök með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa samtals safnað rúmum fjórum milljónum króna. Hlaupararnir hlaupa fyrir átta mismunandi góðgerðarfélög.

Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Okkar raunverulega líf og síðan lífið á samfélagsmiðlum“
Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum.

Dagskráin um helgina: Fyrsta verslunarmannahelgin án takmarkana frá árinu 2019
Verslunarmannahelgin verður haldin hátíðleg víða um land um helgina. Í fyrsta skipti í tvö ár munu hátíðarhöld geta farið fram án allra samkomutakmarkana og því má vænta að landinn skemmti sér vel.

Berdreymi vann til verðlauna í Sarajevó
Kvikmyndin Berdreymi vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku. Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni.

Miss Universe Iceland: Eltir drauma sína sama hvað öðrum finnst
Hrafnhildur Haraldsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss East Reykjavík. Hrafnhildur elskar sushi og pizzu, lítur mikið upp til afa sinna og stefnir á læknisfræði í framtíðinni. Hún segir keppnina meðal annars hafa aukið sjálfstraustið og er stolt af því að elta drauma sína óháð áliti annarra.

Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay er kominn til landsins
Samkvæmt heimildum fréttastofu er heimsfrægi kokkurinn Gordon Ramsay á landinu um þessar mundir en fyrr í kvöld sást til hans á veitingastaðnum Sushi Social.

Kylie og Kim gagnrýna nýja stefnu Instagram
Instagram þarf að eiga við kraftmikla gagnrýni frá þekktum notendum sínum þessa dagana en Kylie Jenner og Kim Kardashian gagnrýna myndbandamiðaða stefnu miðilsins. Þær hvetja stjórnendur til þess að endurhugsa áherslur miðilsins.

Love Island stjarna skrifar undir hjá SWIPE
Love Island stjarnan Georgia Harrison sem tók þátt í þriðju seríu af raunveruleikaþáttunum sívinsælu hefur skrifað undir hjá umboðsskrifstofunni SWIPE Media.