
Lífið

Svala Björgvins komin á fast
Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir er komin með nýjan kærasta, Alexander Egholm Alexandersson, og segist vera mjög hamingjusöm. Parið hefur verið að stinga saman nefjum í nokkrar vikur og eru nú komin á fast.

„Ég leyfi mér að dreyma“
Leikkonan og lífskúnstnerinn Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur vakið athygli fyrir sköpunargleði sína í íslensku samfélagi, meðal annars með þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins og í hlutverki sínu í sjónvarpsseríunni Vitjanir. Katla leyfir sér að dreyma, reynir alltaf að hafa eitthvað að gera og reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi. Katla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

„Þær voru bara lokaðar inni í kjallaraherbergi í marga daga og neglt fyrir gluggana“
Fréttakonan Alma Ómarsdóttir gerði heimildamynd Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum þar sem hún skoðaði sérstaklega upptökuheimilið Kleppjárnsreyki sem var komið á laggirnar til þess að vista ungar stúlkur sem höfðu átt í samskiptum við hermenn á „ástandsárunum“ svokölluðu hér á Íslandi.

Flipp festival: „Eitthvað sem sjaldan eða aldrei hefur sést á Íslandi“
Eyrún Ævarsdóttir fór sjálf í háskólanám í sirkuslistum og er listrænn stjórnandi Flipp festival sem er fyrsta íslenska sirkuslistahátíðinni. Hún fer fram um helgina í Elliðaárstöð í Elliðaárdal og í Hafnarþorpinu í Kolaportinu.

„Ég er stærsti aðdáandi hennar“
Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar.

Brekkusöngurinn: „Það er sannur heiður að fá þetta verkefni“
Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins mun leiða brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár. Hann er góðkunnur hátíðinni en hefur komið þar fram síðan 2016 og stýrði brekkusöngnum í fyrra fyrir tóma brekkuna.

„Íslandi eða Mars?“: Bachelor stjarnan Michelle Young er á Íslandi eftir sambandsslitin
Bachelor stjarnan Michelle Young, sem nýlega sleit trúlofun sinni við Nayte Olukoya eftir að hafa sagt já í raunveruleikaþáttunum, er komin til landsins. Michelle hefur birt myndir frá ferðinni á Instagram miðli sínum og virðist óviss hvort um Ísland eða Mars sé að ræða.

Opnar sig um sjálfsvígstilraun: „Þetta er villa í hugarkerfinu!“
Það má segja að spákonan Sigga Kling hafi gert Gústa B kjaftstopp þegar hún svaraði spurninum í viðtalsliðnum Hitasætið í þættinum Veislan á FM957.

„Krabbamein fer ekki í sumarfrí“
Þær Svanheiður Lóa Rafnsdóttir brjóstaskurðlæknir og yfirmaður brjóstamiðstöðvar Landspítalans og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, brjóstakrabbameinslæknir, vilja hvetja allar konur til þess að þekkja líkamann sinn vel, þreifa brjóstin reglulega og mæta í skoðun þegar kallið kemur.

„Við erum komin til þess að hafa mök“
Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann.

Kendall Jenner og NBA stjarnan Devin Booker eru hætt saman
Fyrirsætan Kendall Jenner og körfuboltamaðurinn Devin Booker eru hætt saman eftir tveggja ára samband samkvæmt Entertainment Tonight, allavegana í bili þar sem talið er að þau gætu náð aftur saman.

Ástarsaga Meryl Streep er betri en í bíómyndunum
Hin ofurglæsilega leikkona Meryl Streep fagnaði 73 ára afmæli sínu í gær, þann 22. júní. Oft hefur verið talað um Meryl sem bestu leikkonu sinnar kynslóðar en hún hefur ekki síður vakið mikla aðdáun fólks fyrir sterkan og einkar sjarmerandi persónuleika.

„Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“
Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson.

Rebel Wilson er á Íslandi
Leikkonan Rebel Wilson er stödd á Íslandi ásamt kærustu sinni Ramonu Agruma. Hún birti mynd af sér þar sem hún var í miðnætursundi og af parinu í þyrluferð. Miðað við textann sem fylgir myndunum þykir þeim heldur kalt á landinu.

„Ef að ég geri þetta halda þau þá að ég sé að ljúga?“
Hafdís Sæland var beitt kynferðislegu ofbeldi í mörg ár af nánum fjölskylduvini og lagði fram kæru fimmtán ára gömul. Reynslan af kæruferlinu varð kveikjan að sýndarveruleika dómsal sem hún hannaði ásamt Helgu Margréti Ólafsdóttur og Editi Ómarsdóttur.

Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn
Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

Hailey Bieber lögsótt vegna húðvörumerkisins Rhode
Hailey Bieber hefur verið kærð af tískufyrirtæki fyrir notkun á skrásettu vörumerki þess, Rhode en nýtt húðvörumerki Bieber ber einnig það nafn. Tískufyrirtækið er töluvert eldra en það var stofnað árið 2013.

Rupert Murdoch og Jerry Hall skilja
Rupert Murdoch og eiginkona hans Jerry Hall, skilja eftir sex ára hjónaband. Murdoch er þekktur jöfur í miðlun en Hall er þekkt fyrir störf sín sem fyrirsæta og leikkona. Þetta er fjórða hjónaband Murdoch.

Gengu til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð
Snjódrífurnar leiddu Lífskraftsgöngur á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Þátttakendur voru margar þjóðþekktar konur sem allar skörtuðu bleikum Lífskraftshúfum.

Álag í unglingavinnunni leiddi til símtals í Neyðarlínuna
„Ég varð strax áhyggjufull, þetta var eitthvað svo óhugnanlegt,“ segir Elfa Arnardóttir í samtali við Vísi. Elfu og móður hennar Sesselju brá heldur betur í brún síðasta mánudag þegar þær voru í göngu skammt frá heimili Sesselju á Selfossi.

„Verður gaman að taka loksins í spaðann á okkar manni“
SWIPE Media gerði á dögunum umboðssamning við sinn stærsta kúnna til þessa, áhrifavaldinn Dami sem nýtir samfélagsmiðla sína í að taka upp jákvæð og falleg skilaboð sem aðrir geta sent sín á milli ásamt því að vera með sitt eigið vörumerki.

„Búið að búa okkur systkinin undir það ef allt færi á versta veg“
„Fólk sér hvernig þetta er í dag og heldur kannski að þetta hafi alltaf verið svona,“ segir athafnakonan Birgitta Líf í hlaðvarpsþættinum Jákastið.

Birgitta Haukdal, Herra Hnetusmjör og Guðrún Árný mæta í dalinn
Dagskráin fyrir Þjóðhátíð stækkar enn og er ljóst að brekkan mun loga af stemningu en Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal og Guðrún Árný hafa bæst við landslið listafólks sem mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal á þjóðhátíð.

Kossasjálfa og bannað að tala um börnin í fríinu
Athafna- og fjölmiðlakonan Guðbjörg Gissurardóttir keypti sér eldgamlan, rauðan húsbíl á Bland sem hún nefndi Runólf og ferðast um landið og ræktar sambandið með eiginmanni sínum Jóni Árnasyni en þau fóru meðal annars í brúðkaupsferðina sína á bílnum.

Lenti í rannsókn lögreglu fyrir klúran brandara
Breski uppistandarinn Joe Lycett lenti í því á dögunum að áhorfandi á sýningu hjá honum hringdi á lögregluna eftir að Lycett sagði óviðurkvæmilegan brandara.

Helvítis kokkurinn: Pasta með cajun kjúlla
Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Bríet er þriðji Idol-dómarinn
Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

„Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“
„Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása.

Linda Ben og Ragnar ætla að gifta sig á Ítalíu í haust
Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Ben og unnusti hennar Ragnar Einarsson ætla að gifta sig í haust úti á Ítalíu eftir þrettán ára ástarsamband og sex ára trúlofun. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum.

Fjölgun í fjölskyldunni og flutningar á Nesið
Það eru spennandi tímar framundan hjá athafnahjónunum þeim Magnúsi Scheving og Hrefnu Sverrisdóttur sem eiga nú von á sínu fyrsta barni saman og búa sig undir flutninga.