Sesselía Ólafs bæjarlistamaður Akureyrar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2023 18:06 Sesselía Ólafs. JónTómasEinarsson Sesselía Ólafs er bæjarlistarmaður Akureyrar 2023. Valið var tilkynnt í rafrænni útsendingu Vorkomu Akureyrarbæjar síðdegis í dag. „Sesselía fæddist árið 1987 og ólst upp á Akureyri og í Hörgárdal. Hún hefur stundað tónlist, leiklist og ritlist síðan hún lauk námi í leikstjórn og leiklist í London árið 2012. Sesselía hefur leikið í ýmsum sviðsverkum og kvikmyndum, hérlendis og erlendis, en hún hefur einnig samið handrit fyrir og leikstýrt verðlaunastuttmyndunum Umskipti og Betur sjá augu. Hún er annar stofnenda gríndúettsins Vandræðaskálda og átti þátt í stofnun leikhópsins Umskiptinga, en undir þeirra formerkjum hefur hún samið handrit, lög og ljóð. Haustið 2021 gaf Sesselía út pastelverkið og ljóðabókina Leiðslu og undanfarið ár hefur hún unnið að handriti fræðilega tónlistaruppistandsverksins Móðir, kona, meyja. Bæjarlistamaður Akureyrar 2023 mun verja starfslaunatímabilinu í að semja og útsetja tónlist verksins, ásamt því að ljúka fyrsta uppkasti fantasíuskáldsögunnar Silfurberg. Þá mun hún vinna að verkefninu List getur List, en lokaafurð þess verkefnis verður sýnt á Akureyrarvöku í haust,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Við val á bæjarlistamanni var sérstaklega horft til þriggja meginþátta: Þess sem listamaðurinn hefur unnið að undanförnum árum, verkefna sem listamaðurinn hugðist sinna á tímabilinu og þess að listamaðurinn væri búsettur á Akureyri. Menningarsjóðir Akureyrar styrkti þar að auki ýmis verkefni og í ár voru veittir átján styrkir fyrir rúmar fjórar milljónir. Átta einstaklingar sóttu um listamannalaun hjá bænum í ár, fjórir karlmenn og fjórar konur. Í sérstökum faghóp sátu Margrét Jónsdóttir, Daníel Þorsteinsson og Hólmkell Hreinsson. Þá voru viðurkenningar vegna mannréttindamála veittar í þremur flokkum. Stofnunin sem hlaut viðurkenningu var Amtsbókasafnið á Akureyri, Femínistafélag Menntaskólans á Akureyri, FemMA, hlaut viðurkenningu í flokki félagasamtaka og sá einstaklingur sem hlýtur mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar 2023 er Fayrouz Nouh fyrir að miðla reynslu sinni sem flóttamaður, fræða, rannsaka og opna umræðu um menningarlegar hindranir flóttakvenna. Óskar Pétursson söngvari hlaut heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar í ár fyrir langan og farsælan feril auk mikilvægs framlags til menningarmála á Akureyri. Sumarstyrk ungra listamanna á aldrinum 18 til 25 hlaut Egill Andrason en styrkurinn er ætlaður til þess að ungur listamaður geti endurnýjað kynni við sköpunargyðjuna yfir sumartímann þegar hlé er gert á námi. Egill er fjöllistamaður og sviðshöfundur sem leggur áherslu á tónlist, framkomu og skrif. Akureyri Tónlist Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Sesselía fæddist árið 1987 og ólst upp á Akureyri og í Hörgárdal. Hún hefur stundað tónlist, leiklist og ritlist síðan hún lauk námi í leikstjórn og leiklist í London árið 2012. Sesselía hefur leikið í ýmsum sviðsverkum og kvikmyndum, hérlendis og erlendis, en hún hefur einnig samið handrit fyrir og leikstýrt verðlaunastuttmyndunum Umskipti og Betur sjá augu. Hún er annar stofnenda gríndúettsins Vandræðaskálda og átti þátt í stofnun leikhópsins Umskiptinga, en undir þeirra formerkjum hefur hún samið handrit, lög og ljóð. Haustið 2021 gaf Sesselía út pastelverkið og ljóðabókina Leiðslu og undanfarið ár hefur hún unnið að handriti fræðilega tónlistaruppistandsverksins Móðir, kona, meyja. Bæjarlistamaður Akureyrar 2023 mun verja starfslaunatímabilinu í að semja og útsetja tónlist verksins, ásamt því að ljúka fyrsta uppkasti fantasíuskáldsögunnar Silfurberg. Þá mun hún vinna að verkefninu List getur List, en lokaafurð þess verkefnis verður sýnt á Akureyrarvöku í haust,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Við val á bæjarlistamanni var sérstaklega horft til þriggja meginþátta: Þess sem listamaðurinn hefur unnið að undanförnum árum, verkefna sem listamaðurinn hugðist sinna á tímabilinu og þess að listamaðurinn væri búsettur á Akureyri. Menningarsjóðir Akureyrar styrkti þar að auki ýmis verkefni og í ár voru veittir átján styrkir fyrir rúmar fjórar milljónir. Átta einstaklingar sóttu um listamannalaun hjá bænum í ár, fjórir karlmenn og fjórar konur. Í sérstökum faghóp sátu Margrét Jónsdóttir, Daníel Þorsteinsson og Hólmkell Hreinsson. Þá voru viðurkenningar vegna mannréttindamála veittar í þremur flokkum. Stofnunin sem hlaut viðurkenningu var Amtsbókasafnið á Akureyri, Femínistafélag Menntaskólans á Akureyri, FemMA, hlaut viðurkenningu í flokki félagasamtaka og sá einstaklingur sem hlýtur mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar 2023 er Fayrouz Nouh fyrir að miðla reynslu sinni sem flóttamaður, fræða, rannsaka og opna umræðu um menningarlegar hindranir flóttakvenna. Óskar Pétursson söngvari hlaut heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar í ár fyrir langan og farsælan feril auk mikilvægs framlags til menningarmála á Akureyri. Sumarstyrk ungra listamanna á aldrinum 18 til 25 hlaut Egill Andrason en styrkurinn er ætlaður til þess að ungur listamaður geti endurnýjað kynni við sköpunargyðjuna yfir sumartímann þegar hlé er gert á námi. Egill er fjöllistamaður og sviðshöfundur sem leggur áherslu á tónlist, framkomu og skrif.
Akureyri Tónlist Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira