Íslenski boltinn

Fækkar um tvo í herbúðum KR
Leikmannahópur KR hefur minnkað talsvert en þeir Lúkas Magni Magnason og Moutaz Neffati spila ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. KR greinir frá á samfélagsmiðlum sínum.

Árni Marinó bestur á meðan atvinnumaðurinn fyrir vestan skrapar botninn
Hefðbundin deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta er nú hálfnuð. Línur eru farnar að skýrast, hinir ýmsu leikmenn farnir að gera sig gildandi og aðrir við það að vera stimplaðir sem vonbrigði ársins.

Sjáðu draumainnkomu Daníels og öll hin mörkin úr Bestu deildinni
Ellefu mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Bestu deild karla í fótbolta. KA og FH unnu langþráða sigra en Breiðabliki mistókst að komast á topp deildarinnar.

„Hann var bara góður í þessum leik, öruggur og með allt á hreinu“
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var eðlilega hæstánægður með 3-1 sigur sinna mann gegn Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

„Þetta er það leiðinlegasta sem maður gerir“
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segir að lokatölur í 3-1 tapi gegn FH í kvöld hafi ekki gefið rétta mynd af leik kvöldsins.

„Þetta kveikti allavega í mér“
Arnór Borg Guðjohnsen kom inn af varamannabekknum og skoraði annað mark FH er liðið vann 3-1 sigur gegn Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

„Erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019“
ÍA gerði 1-1 jafntefli gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, fagnaði þrítugsafmæli sínu í dag en var svekktur að hafa ekki nýtt dauðafæri í uppabótartíma til að vinna leikinn.

Uppgjör, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 1-1 | Jafnt í Kópavoginum
Breiðablik og ÍA gerðu 1-1 jafntefli. Marko Vardic var örlagavaldur í kvöld þar sem hann skoraði mark ÍA og fékk á sig vítaspyrnuna sem Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði úr. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

„Finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu“
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður eftir að lið hans bar sigur úr býtum gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Sigurmark KA kom í uppbótartíma þegar Daníel Hafsteinsson stangaði boltann í netið.

„Loksins dettur eitthvað með okkur“
KA vann lífsnauðsynlegan 3-2 sigur á Fram í kvöld og lyfti sér það með upp af botni Bestu deildarinnar um stund í það minnsta. Daníel Hafsteinsson var hetja KA en hann skoraði bæði jöfnunarmark liðsins og svo sigurmarkið í uppbótartíma.

Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum
FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Emma heldur áfram að raða inn mörkum og FHL fór á toppinn
FHL komst aftur á toppinn í Lengjudeild kvenna í fótbolta eftir sex marka stórsigur á Grindavík í Safamýrinni.

Uppgjör: KA - Fram 3-2 | Sigurmark í uppbótartíma
KA vann mikilvægan endurkomusigur gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Gestirnir leiddu 2-1 í hálfleik en Daníel Hafsteinsson var hetja KA manna, kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk.

Skagamenn stigalausir á móti Blikum í meira en fimm ár
Breiðablik kemst í toppsæti Bestu deildar karla í fótbolta með sigri á Skagamönnum í kvöld. Blikar hafa gengið að þeim stigum visum síðustu ár.

„Þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið“
Víkingskonur urðu þær fyrstu til að vinna topplið Breiðabliks í Bestu deild kvenna í sumar í síðustu umferð og Bestu mörkin ræddu þennan óvænta en frábæra sigur Vikingsliðsins.

Sjáðu af hverju Davíð Smári var svona reiður út í atvinnumann í liði sínu
Vestramenn fengu 5-1 skell á móti Val á heimavelli sínum í gær og nú má sjá öll mörkin hér inn á Vísi.

Sjáðu HK skora sigurmark frá miðju
HK vann dramatískan sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í gær en flestir héldu þó að Kópavogsliðið hefði kastað frá sér sigrinum.

Uppgjör: Víkingur - KR 1-1 | KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum
Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni.

Uppgjör: Vestri - Valur 1-5 | Valsmenn eyðilögðu opnunarpartý nýja gervigrassins á Ísafirði
Vestri og Valur áttust við á glænýjum Kerecisvellinum á Ísafirði í dag í 11. umferð Bestu deildar karla.

Bestu mörkin: ÞórKA er alvöru lið byggt upp af heimastelpum
Þór/KA stelpur unnu sinn sjöunda sigur í níu leikjum í Bestu deild kvenna í sumar í síðustu umferð og starfið fyrir norðan fékk mikið hrós í Bestu mörkunum í gær.

Fólk varð að passa sig á Laugaveginum þegar Víkingar auglýstu leik kvöldsins
Íslands- og bikarmeistarar Víkings fá KR-inga í heimsókn í kvöld í Bestu deild karla í fótbolta í sannkölluðum Reykjavíkurslag og það er búist við miklum áhuga á leiknum.

Skoraði mögulega mark sumarsins en fagnaði ekki neitt: Öll mörkin í gær
Það vantaði ekki mörkin í Bestu deild kvenna í gær þegar níunda umferðin kláraðist. Valur, Tindastóll, Þór/KA og þróttur fögnuðu sigri í sínum leikjum.

„Þær eru með einstaklingsgæði og nýttu sér klaufagang hjá okkur“
„Svekkjandi að tapa, við komum hingað til þess að sækja þessi þrjú stig sem voru í boði. Þannig var hugarfarið hjá leikmönnunum, en því miður skoruðum við bara eitt mark.“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld.

Uppgjör: Valur - FH 3-1 | Meistararnir jafna toppliðið að stigum
Síðasti leikur 9. umferðar Bestu deildar kvenna fór fram í kvöld að Hlíðarenda. Þar mættu FH-ingar heimakonum í Val. Valskonur unnu leikinn nokkuð þægilega 3-1 þrátt fyrir að FH hafi átt fínar rispur í leiknum.

„Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli“
„Maður er náttúrulega rosalega ánægður með stigin þrjú og þrjú góð mörk,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 sigur gegn Fylki á VÍS vellinum í dag.

„Nánast hálft liðið mitt er þriðji flokkur“
Jonathan Glenn var eðlilega ekki brattur eftir 2-0 tap fyrir Tindastól á heimavelli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hann hrósaði gestunum í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport eftir leik.

Tindastóll vann góðan sigur í Keflavík
Tindastóll vann 2-0 útisigur á Keflavík í 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum.

Uppgjör: Þór/KA-Fylkir 3-1 | Akureyringar blanda sér í toppbaráttuna
Þór/KA lagði Fylki 3-1 í 9. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks á meðan Fylkir er komið í botnsætið.

Uppgjörið og viðtöl: Þróttur-Stjarnan 1-0 | Heimakonur upp úr fallsæti
Þróttur vann sinn annan sigur í Bestu deild kvenna í kvöld er liðið hafði betur gegn Stjörnunni og er því komið upp úr fallsæti.

Sjáðu mörkin þegar Víkingsstelpur unnu fyrstar topplið Blika
Breiðablik tapaði sínum fyrstu stigum og sínum fyrsta leik þegar liðið heimsótti Víkinga í Fossvoginn í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær.