Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sigurður Bjartur Hallsson og Björn Daníel Sverrisson skoruðu mörk FH í 2-0 sigri gegn Breiðablik.
Sigurður Bjartur Hallsson og Björn Daníel Sverrisson skoruðu mörk FH í 2-0 sigri gegn Breiðablik. vísir / diego

FH vann 2-0 sigur í Kaplakrika í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Kjartan Kári Halldórsson átti stoðsendinguna í báðum mörkunum, sem „Halli og Laddi“, eða Björn Daníel Sverrisson og Sigurður Bjartur Hallsson, skoruðu.

Mörkin tvö má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: FH - Breiðablik 2-0

Fyrra markið kom á lokamínútu fyrri hálfleiks, markmaðurinn Mathias Rosenorn sendi langan bolta fram úr aukaspyrna á Kjartan Kára, sem gaf fyrir á markaskorarann Björn Daníel sem stangaði í netið sitt þriðja mark á tímabilinu.

Seinna markið skoraði Sigurður Bjartur Hallsson á 67. mínútu með laglegri afgreiðslu, einnig eftir fyrirgjöf Kjartans Kára á vinstri vængnum.

„Halli og Laddi með mörkin“

FH fagnaði sigrinum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum og gerði grín að ummælum sem Kristall Máni Ingason, leikmaður Sönderjyske í Danmörku, lét falla á dögunum.

Kristall hefur farið mikinn á samfélagsmiðlinum X undanfarið og átt í orðaskiptum við ýmsa aðila. Hann furðaði sig á því þegar FH lánaði Arnór Borg Guðjohnsen frá félaginu til Vestra og sagði:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×