Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þetta er ein­stakur strákur“

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir sjónarsvipti vera af Danijeli Djuric sem yfirgaf félagið í vikunni. Þar með fækkar um einn í leikmannahópi Víkinga fyrir stórleik kvöldsins við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Sölvi endurheimtir hins vegar tvo aðra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sam­skiptin furðu­leg og fólk tengt Gylfa við stýrið

„Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skaga­menn horfa á­fram til yngri leik­manna

ÍA hefur verið duglegt að sanka að sér ungum og efnilegum leikmönnum frá því að tímabilinu í Bestu deild karla lauk í haust. Nú hafa Skagamenn sótt Jón Viktor Hauksson frá Haukum. Sá er fæddur 2009 og hefur verið viðloðandi yngstu landslið Íslands.

Íslenski boltinn