Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

FH bíður með að til­kynna nýjan þjálfara

FH hefur ákveðið að bíða með að tilkynna nýjan þjálfara en stefnt var að því að kynna arftaka Heimis Guðjónssonar nú áður en nóvember hefst. Frestunin gerir það að verkum að komið verður vetrarfrí í danska boltanum þegar tilkynningin loks berst.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hættir með Fram

Óskar Smári Haraldsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram. Undir hans stjórn hélt liðið sæti sínu í Bestu deild kvenna á nýliðnu sumri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Túfa rekinn frá Val

Srdjan Tufedgzic, Túfa, þjálfara karlaliðs Vals, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Aðstoðarmenn hans hafa einnig lokið störfum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Held að ég geti ekki gert mikið meira“

Birta Georgsdóttir, hrósar þjálfara sínum Nik Chamberlain í hástert eftir að hafa verið valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar og vonar að Breiðablik ráði almennilegan þjálfara aftur þegar hann hættir í næsta mánuði. Hún tók því ekki jafn illa og hann að vera ekki valin í landsliðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: ÍA - Aftur­elding 1-0 | Aftur­elding staldraði stutt við í efstu deild

Afturelding er fallið úr Bestu-deild karla í fótbolta en liðið laut í lægra haldi fyrir ÍA í lokaumferð deildarinnar í leik liðanna í Akraneshöllinni í dag. Afturelding þurfti sigur í þessum leik og treysta á að Vestri og KR myndu gera jafntefli. Það gekk ekki upp og Aturelding sem lék í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins mun leik í næstefstu deild á næstu leiktíð. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta verður bara veisla fyrir vestan“

KR og Vestri berjast fyrir lífi sínu í Bestu deild karla í fótbolta. Þau leika hreinan úrslitaleik í lokaumferð deildarinnar á Ísafirði í dag. KR hefur aðeins fallið einu sinni í 126 ára sögu félagsins og mikið undir hjá Vesturbæjarstórveldinu.

Íslenski boltinn