Handbolti

Teitur markahæstur í tapi

Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður Flensburg með fimm mörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið mætti Telekom Veszprem í fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag. Mörk Teits dugðu þó skammt því liðið tapaði 28-23.

Handbolti

Öxlin enn að angra Janus Daða

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er frá keppni þessa dagana vegna axlarmeiðsla. Hann missir því af leik Göppingen gegn Leipzig í Þýskalandi í dag.

Handbolti

Fullur óvissu vegna brotthvarfs Arons

Franska handboltastjarnan Dika Mem segir framtíð sína hjá Barcelona í óvissu vegna stöðu félagsins sem er skuldum hlaðið. Það veki hjá sér óöryggi að félagið hafi leyft Aroni Pálmarssyni að fara í sumar.

Handbolti

Teitur fjórði íslenski reddarinn hjá Flensburg

Teitur Örn Einarsson gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg í fyrradag. Hann á að hjálpa liðinu í þeim miklu meiðslum sem herja á leikmannahóp þess. Teitur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem Flensburg fær í eins konar reddingar ef svo má að orði komast.

Handbolti

„Við erum bara eins og litlir smástrákar“

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var virkilega ósáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld er liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deild karla, 25-20. Hann segist vera í hálfgerðu sjokki eftir leikinn.

Handbolti

„Þetta er risa tækifæri fyrir mig“

Teitur Örn Einarsson segir að tækifærið að ganga í raðir Flensburg hafi verið of spennandi til að sleppa því. Sama hversu löng dvölin hjá þýska stórliðinu verður segir skyttan frá Selfossi að hún muni hjálpa sér.

Handbolti

Teitur á leið til Þýskalands

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er á leið frá sænska liðinu Kristianstad, en heimildir herma að hann sé á leið í þýsku úrvalsdeildina.

Handbolti

KA/Þór áfram í Evrópubikarkeppninni

Íslandsmeistarar KA/Þór og Kósovómeistarar KHF Istogu áttust við í annað sinn á tveim dögum í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór vann fyrri leikinn með fjórum mörkum, og eftir þriggja marka sigur í dag, 37-34, er liðið komið áfram.

Handbolti

Haukar í frábærum málum fyrir seinni leikinn

Haukar heimsóttu kýpverska liðið Parnassos Strovolou í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. Þetta var fyrri leikur liðanna, en Haukar fara með 11 marka forskot í seinni leikinn eftir stórsigur, 25-14.

Handbolti