„Niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 18:46 Þessir þrír eru betri en flestir og raunar allir ef marka má Handkastið. Vísir/Getty Images Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir HM í handbolta sem fram fer í janúar. Hvort menn hafi prjónað yfir sig í nýjasta þætti hlaðvarpsins verður að koma í ljós en þar var fullyrt að útilína Íslands, skytturnar tvær ásamt miðjumanni, væru besta útilína heims um þessar mundir. Eins og staðan er í dag mun Aron Pálmarsson leika í stöðu vinstri skyttu og þó Aron sé á leið í Olís deildina hér á landi næsta haust þá er ekki hægt að deila um það að hann er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu og hefur verið um árabil. Hvað varðar hinar stöðurnar þá þekkjast þeir leikmenn betur en flestir. Íslenska tvíeykið, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið hreint út sagt stórkostlegir það sem af er tímabili og því eðlilega mikil spenna að sjá þá saman í landsliðstreyjunni í janúar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, velti þeirri spurningu einfaldlega upp hvort þessi útilína væri ekki sú besta á HM og þar af leiðandi sú besta í heimi. Ásamt honum voru þeir Theodór Ingi Pálmason og Ingvi Þór Sæmundsson að þessu sinni. „Þú getur alveg fært rök fyrir því, alveg klárlega. Íslandi er spáð 4. til 5. sæti af veðbönkum fyrir mót. Eigum við ekki að segja að útilínan sé ástæðan fyrir því. Við erum komnir með mikla breidd og sterka leikmenn í nánast öllum stöðum. Verum bara með í þessu, Ísland er með bestu útilínu í heimi,“ sagði Theodór Ingi á meðan Ingvi Þór var rödd skynseminnar í þessari umræður en svaraði þó hikandi „jájá.“ Þremenningarnir tóku útilínu Danmerkur sem er af mörgum talin ein sú besta í heimi. Stöðu fyrir stöðu telja þeir Ísland hafa betur. Aron Pálmarsson gegn Mikkel Hansen, Gísli Þorgeir gegn Rasmus Lauge og Ómar Ingi gegn Mathias Gidsel. „Segjum að Mikkel hafi betur í samanburðinu en svo er Gísli Þorgeir betri en Lauge og mér finnst Ómar Ingi miklu betri en Gidsel,“ sagði Stefán Árni. „Það gæti svo sem alveg verið að Gidsel og Ómar Ingi séu bestu handboltamenn í heimi í dag,“ bætti Ingvi Þór við. Danska liðið er þó með betri breidd en það íslenska. „Þegar þú ert kominn í leikmenn, fjögur til sjö í útlínunni þá hafa þeir okkur. Ef við horfum bara á þessa þrjá og berum þá saman þá er þetta ansi jafnt.“ „Þetta er niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum. Ég er alveg á því og það er mín skoðun,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti Handkastið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Eins og staðan er í dag mun Aron Pálmarsson leika í stöðu vinstri skyttu og þó Aron sé á leið í Olís deildina hér á landi næsta haust þá er ekki hægt að deila um það að hann er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu og hefur verið um árabil. Hvað varðar hinar stöðurnar þá þekkjast þeir leikmenn betur en flestir. Íslenska tvíeykið, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, hafa verið hreint út sagt stórkostlegir það sem af er tímabili og því eðlilega mikil spenna að sjá þá saman í landsliðstreyjunni í janúar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, velti þeirri spurningu einfaldlega upp hvort þessi útilína væri ekki sú besta á HM og þar af leiðandi sú besta í heimi. Ásamt honum voru þeir Theodór Ingi Pálmason og Ingvi Þór Sæmundsson að þessu sinni. „Þú getur alveg fært rök fyrir því, alveg klárlega. Íslandi er spáð 4. til 5. sæti af veðbönkum fyrir mót. Eigum við ekki að segja að útilínan sé ástæðan fyrir því. Við erum komnir með mikla breidd og sterka leikmenn í nánast öllum stöðum. Verum bara með í þessu, Ísland er með bestu útilínu í heimi,“ sagði Theodór Ingi á meðan Ingvi Þór var rödd skynseminnar í þessari umræður en svaraði þó hikandi „jájá.“ Þremenningarnir tóku útilínu Danmerkur sem er af mörgum talin ein sú besta í heimi. Stöðu fyrir stöðu telja þeir Ísland hafa betur. Aron Pálmarsson gegn Mikkel Hansen, Gísli Þorgeir gegn Rasmus Lauge og Ómar Ingi gegn Mathias Gidsel. „Segjum að Mikkel hafi betur í samanburðinu en svo er Gísli Þorgeir betri en Lauge og mér finnst Ómar Ingi miklu betri en Gidsel,“ sagði Stefán Árni. „Það gæti svo sem alveg verið að Gidsel og Ómar Ingi séu bestu handboltamenn í heimi í dag,“ bætti Ingvi Þór við. Danska liðið er þó með betri breidd en það íslenska. „Þegar þú ert kominn í leikmenn, fjögur til sjö í útlínunni þá hafa þeir okkur. Ef við horfum bara á þessa þrjá og berum þá saman þá er þetta ansi jafnt.“ „Þetta er niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum. Ég er alveg á því og það er mín skoðun,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti Handkastið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira