„Spurningin er ekki hvort heldur hvenær hann muni taka þessa deild yfir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 11:02 Fólk býst við miklu af Aroni og FH á næstu leiktíð. Sanjin Strukic/Pixsell/Getty Images Heimkoma Arons Pálmarssonar, eins besta handbolta- og íþróttamanns Íslands, undnafarinn áratug hefur eðlilega vakið mikla athygli. Hvaða áhrif mun heimkoman hafa á Olís deild karla í handbolta og FH? Vísir fór á stúfana og spurði nokkra aðila sem eru betur að sér í handbolta en flestir. Alls var rætt við fimm sérfræðinga. Þeir eru: Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrrverandi landsliðskona Aron gengur í raðir FH næsta sumar og mun styrkja lið - sem er nú þegar í 2. sæti Olís deildar - til muna. FH-ingar ráða sér vart fyrir kæti enda hefur Aron verið gríðarlega sigursæll á sínum ferli. „Ætti að lyfta öllu upp“ „Þetta gerir gríðarlega mikið fyrir deildina. Að fá svona afgerandi stjörnu heim ætti að lyfta öllu upp, mest hjá FH en líka hjá öðrum. Það verður væntanlega gríðarlegur áhugi á öllu sem tengist FH hvar sem þeir koma og spila,“ sagði Einar Örn. „Það er kannski of snemmt að spá um það. Hann lyftir gæðum liðsins mikið og gerir aðra betri en það þarf fleiri til. Það eru ungir og efnilegir strákar í liðinu en þar vantar kannski reynslu. Á móti kemur að það eru pottþétt leikmenn á markaðnum sem vilja spila með kappanum.“ „Risastórt fyrir deildina“ „Þetta er náttúrulega risastórt fyrir deildina, Hann hefur verið einn af bestu leikmönnum heims síðustu 8 ár. Ég tel að hann muni hafa svipuð áhrif og þegar [Roberto Julián] Duranuna kom í deildina en þá mætti fólk á völlinn bara til að horfa á hann. Man að ég mætti á Grótta-KA bara til að sjá hann spila,“ sagði Jóhann Gunnar. „Aron er ekki að koma í FH til að vera með og hafa gaman. Með þetta unga lið sem FH er með í höndunum er Aron fullkomið púsl. Það eru foréttindi fyrir þessa ungu stráka að æfa með Aroni og læra af honum, hann mun lyfta öllu á hærra plan. FH mun alltaf vera með í samtalinu þegar rætt er um íslandsmeistaratitilinn þegar Aron er í FH. Ég held að „taka úr umferð“ muni koma sterkt inn hjá öðrum liðum á næstu leiktíð.“ „Stærsta nafnið sem kemur í efstu deild í sögunni“ „Endurkoma Arons fyrir Olís deildina er risastórt strax þó hann komi ekki í deildina fyrr en eftir núverandi tímabil. Stærsta nafnið sem kemur í efstu deild í sögunni, sigursælasti handboltamaður okkar Íslendinga frá upphafi. Hann er með 30 stóra titla á bakinu með einhverjum stærstu og bestu liðum í heimi. Hann er á góðum aldri, hann er 33 ára á næsta ári og á alveg að geta spilað í nokkur ár í deildinn. Það sem er kannski líka stórt að hin liðin þurfa núna að bregðast við og styrkja sig,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „FH getur orðið Íslandsmeistari á þessu tímabili svo þeir geta svo sannarlega orðið Íslandsmeistarar á næsta tímabili. Miðað við hvernig liðið er skipað núna; mjög ungt og spennandi lið með reynslubolta inn á milli. Ef þú setur Aron Pálmarsson inn í það þá segi ég að FH ætti að vera sigurstranglegasta liðið á næsta tímabili.“ „Spurningin er ekki hvort heldur hvenær hann muni taka þessa deild yfir“ „Aron hefur verið einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn svo bara það eitt að fá slíkt nafn í deildina okkar hefur gríðarlega mikla þýðingu. Persónulega finnst mér að allir íslenskir handbolta áhugamenn eigi að fagna komu hans í deildina okkar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir. „Eins og staðan er núna getur maður ekki ímyndað sér annað en að hann taki deildina yfir og verði óstöðvandi. Við höfum samt séð atvinnumenn koma heim og vera smá tíma að finna sig svo það verður auðvitað fróðlegt að sjá hvernig hann kemur inn, en það ótvírætt að spurningin er ekki hvort heldur hvenær hann muni taka þessa deild yfir og skila FH öllum þeim titlum sem í boði eru. Aron þekkir ekkert annað en að vinna titla. Hans handbolta greind er engri lík og hann mun gera alla betri í kringum sig hjá FH.“ „Stórkostleg tíðindi“ „Þetta eru stórkostleg tíðindi fyrir deildina og mun pottþétt auka áhugann á henni og auðvitað styrkja deildina,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. „Er nokkuð viss um að nú verði auðveldara að fá fleiri inn með honum og þeir munu klárlega vera í baráttunni um titilinn. Við verðum allavega að vona að Aron sé ekki alveg saddur eftir alla titlana sem hann hefur unnið.“ Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af Aroni hjá FH: „Mun bara halda sér í toppstandi eins og alltaf“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ekki áhyggjur af því að ákvörðun Arons Pálmarssonar um að snúa aftur til FH úr atvinnumennsku muni hafa áhrif á gæðin sem leikmaðurinn hefur upp á að bjóða. 23. desember 2022 22:32 Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52 Aron formlega kynntur til leiks hjá FH Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu. 22. desember 2022 20:15 „Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. 22. desember 2022 21:08 Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld. 22. desember 2022 21:37 „Ekki annað hægt heldur en að leggjast á allar árar og klára dæmið“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deild karla, segist upphaflega ekki hafa haft mikla trú á því að Aron Pálmarsson væri á leið til liðsins. Hann hafi þó farið að trúa því þegar líða fór á og vonast til þess að þessi frábæri leikmaður geti hjálpað FH að taka næsta skref. 23. desember 2022 07:10 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Vísir fór á stúfana og spurði nokkra aðila sem eru betur að sér í handbolta en flestir. Alls var rætt við fimm sérfræðinga. Þeir eru: Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrrverandi landsliðskona Aron gengur í raðir FH næsta sumar og mun styrkja lið - sem er nú þegar í 2. sæti Olís deildar - til muna. FH-ingar ráða sér vart fyrir kæti enda hefur Aron verið gríðarlega sigursæll á sínum ferli. „Ætti að lyfta öllu upp“ „Þetta gerir gríðarlega mikið fyrir deildina. Að fá svona afgerandi stjörnu heim ætti að lyfta öllu upp, mest hjá FH en líka hjá öðrum. Það verður væntanlega gríðarlegur áhugi á öllu sem tengist FH hvar sem þeir koma og spila,“ sagði Einar Örn. „Það er kannski of snemmt að spá um það. Hann lyftir gæðum liðsins mikið og gerir aðra betri en það þarf fleiri til. Það eru ungir og efnilegir strákar í liðinu en þar vantar kannski reynslu. Á móti kemur að það eru pottþétt leikmenn á markaðnum sem vilja spila með kappanum.“ „Risastórt fyrir deildina“ „Þetta er náttúrulega risastórt fyrir deildina, Hann hefur verið einn af bestu leikmönnum heims síðustu 8 ár. Ég tel að hann muni hafa svipuð áhrif og þegar [Roberto Julián] Duranuna kom í deildina en þá mætti fólk á völlinn bara til að horfa á hann. Man að ég mætti á Grótta-KA bara til að sjá hann spila,“ sagði Jóhann Gunnar. „Aron er ekki að koma í FH til að vera með og hafa gaman. Með þetta unga lið sem FH er með í höndunum er Aron fullkomið púsl. Það eru foréttindi fyrir þessa ungu stráka að æfa með Aroni og læra af honum, hann mun lyfta öllu á hærra plan. FH mun alltaf vera með í samtalinu þegar rætt er um íslandsmeistaratitilinn þegar Aron er í FH. Ég held að „taka úr umferð“ muni koma sterkt inn hjá öðrum liðum á næstu leiktíð.“ „Stærsta nafnið sem kemur í efstu deild í sögunni“ „Endurkoma Arons fyrir Olís deildina er risastórt strax þó hann komi ekki í deildina fyrr en eftir núverandi tímabil. Stærsta nafnið sem kemur í efstu deild í sögunni, sigursælasti handboltamaður okkar Íslendinga frá upphafi. Hann er með 30 stóra titla á bakinu með einhverjum stærstu og bestu liðum í heimi. Hann er á góðum aldri, hann er 33 ára á næsta ári og á alveg að geta spilað í nokkur ár í deildinn. Það sem er kannski líka stórt að hin liðin þurfa núna að bregðast við og styrkja sig,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „FH getur orðið Íslandsmeistari á þessu tímabili svo þeir geta svo sannarlega orðið Íslandsmeistarar á næsta tímabili. Miðað við hvernig liðið er skipað núna; mjög ungt og spennandi lið með reynslubolta inn á milli. Ef þú setur Aron Pálmarsson inn í það þá segi ég að FH ætti að vera sigurstranglegasta liðið á næsta tímabili.“ „Spurningin er ekki hvort heldur hvenær hann muni taka þessa deild yfir“ „Aron hefur verið einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn svo bara það eitt að fá slíkt nafn í deildina okkar hefur gríðarlega mikla þýðingu. Persónulega finnst mér að allir íslenskir handbolta áhugamenn eigi að fagna komu hans í deildina okkar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir. „Eins og staðan er núna getur maður ekki ímyndað sér annað en að hann taki deildina yfir og verði óstöðvandi. Við höfum samt séð atvinnumenn koma heim og vera smá tíma að finna sig svo það verður auðvitað fróðlegt að sjá hvernig hann kemur inn, en það ótvírætt að spurningin er ekki hvort heldur hvenær hann muni taka þessa deild yfir og skila FH öllum þeim titlum sem í boði eru. Aron þekkir ekkert annað en að vinna titla. Hans handbolta greind er engri lík og hann mun gera alla betri í kringum sig hjá FH.“ „Stórkostleg tíðindi“ „Þetta eru stórkostleg tíðindi fyrir deildina og mun pottþétt auka áhugann á henni og auðvitað styrkja deildina,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. „Er nokkuð viss um að nú verði auðveldara að fá fleiri inn með honum og þeir munu klárlega vera í baráttunni um titilinn. Við verðum allavega að vona að Aron sé ekki alveg saddur eftir alla titlana sem hann hefur unnið.“
Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af Aroni hjá FH: „Mun bara halda sér í toppstandi eins og alltaf“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ekki áhyggjur af því að ákvörðun Arons Pálmarssonar um að snúa aftur til FH úr atvinnumennsku muni hafa áhrif á gæðin sem leikmaðurinn hefur upp á að bjóða. 23. desember 2022 22:32 Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52 Aron formlega kynntur til leiks hjá FH Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu. 22. desember 2022 20:15 „Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. 22. desember 2022 21:08 Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld. 22. desember 2022 21:37 „Ekki annað hægt heldur en að leggjast á allar árar og klára dæmið“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deild karla, segist upphaflega ekki hafa haft mikla trú á því að Aron Pálmarsson væri á leið til liðsins. Hann hafi þó farið að trúa því þegar líða fór á og vonast til þess að þessi frábæri leikmaður geti hjálpað FH að taka næsta skref. 23. desember 2022 07:10 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af Aroni hjá FH: „Mun bara halda sér í toppstandi eins og alltaf“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ekki áhyggjur af því að ákvörðun Arons Pálmarssonar um að snúa aftur til FH úr atvinnumennsku muni hafa áhrif á gæðin sem leikmaðurinn hefur upp á að bjóða. 23. desember 2022 22:32
Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. 22. desember 2022 10:52
Aron formlega kynntur til leiks hjá FH Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu. 22. desember 2022 20:15
„Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla. 22. desember 2022 21:08
Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld. 22. desember 2022 21:37
„Ekki annað hægt heldur en að leggjast á allar árar og klára dæmið“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í Olís-deild karla, segist upphaflega ekki hafa haft mikla trú á því að Aron Pálmarsson væri á leið til liðsins. Hann hafi þó farið að trúa því þegar líða fór á og vonast til þess að þessi frábæri leikmaður geti hjálpað FH að taka næsta skref. 23. desember 2022 07:10