Innlent

Segja mennta­kerfið í skuld og vanta meiri mið­stýringu

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið.

Innlent

Sveitar­stjórn vísar erindi um sam­einingu til þorrablótsnefndar

Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heitir því að þrýsta áfram á öryggisráðið um að kalla eftir vopnahléi á Gasa. Nánast ómögulegt er að koma hjálpargögnum inn á ströndina og talið er að aðeins einn af hverjum tíu íbúum fái að borða daglega. Boðað hefur verið til samstöðufundar við utanríkisráðuneytið í dag.

Innlent

Hvetur til sniðgöngu því enginn hafi axlað á­byrgð

Einar Örn Jónsson, foreldri stúlku sem beitt var kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, segir það sárt að allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar renni í ár til sumarbúðanna. Hann, og aðrir aðstandendur stúlkunnar, hvetja til sniðgöngu kúlunnar.

Innlent

Of­beldi og ölvun í dag­bók lög­reglu

Tíu gistu í fangaklefum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan 17 í gær þar til klukkan fimm í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem farið er yfir helstu mál næturinnar.

Innlent

Mikil á­nægja með mæla­borð Byggða­stofnunar

Í nýju mælaborði Byggðastofnunar verður hægt að skoða tekjur einstaklinga eftir sveitarfélögum og hvernig heildartekjur íbúa skiptast niður í launagreiðslur, lífeyrisgreiðslur og fjármagnstekjur. Þá kemur fram í íbúakönnun stofnunarinnar að íbúar í Vestmannaeyjum eru hamingjusamastir Íslendinga og íbúar á Snæfellsnesi fylgja þar strax á eftir.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Palestínu og rýnt í ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi sínu við afgreiðslu tillögu um vopnahlé á Gasa fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna mun fara yfir málið.

Innlent

Eldur í bíl­skúr í Grinda­vík

Eldur kviknaði í bílskúr á Vesturbraut í Grindavík rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. Slökkvilið var fljótt á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins. Engum varð meint af og ekki er vitað um upptök eldsins.

Innlent

Dauð­þreytt á kol­niða­myrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“

Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur.

Innlent

Ekki ná­lægt því að upp­fylla bókaþörf barnanna

Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 

Innlent

Þurfti að ræða mót­mælin við dóttur sína

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Erindreki Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir líf milljóna samlanda sinna hanga á bláþræði.

Innlent

Enn reynt að ná utan um lausa þræði

Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni.

Innlent

Einn fluttur á sjúkra­hús til að­hlynningar

Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist.

Innlent

„Það er brjál­semi að halda þessu fram“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð.

Innlent