Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. apríl 2025 21:45 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Einar Tæknifyrirtækið Meta hyggst nota opinbert efni notenda sinna á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram til að þjálfa gervigreind. Forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til að hafa varann á hvað það birti á samfélagsmiðlum. Hún ætlar sjálf að afþakka að efnið hennar verði notað en fólk þurfa taka sjálfstæða ákvörðun. Fyrir nokkrum dögum var greint frá að í lok maí 2025 mun Meta nýta færslur, myndir og athugasemdir notenda Facebook og Instagram í Evrópu til að þjálfa gervigreind. Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024 en þeirri ákvörðun var frestað eftir athugasemdir írsku persónuverndarstofnunarinnar við lagagrundvöll og skort á gagnsæi. „Við vissum alltaf að samfélagsmiðlar væru að nota gögnin okkar að einhverju leiti. Nú er það orðið svart á hvítu að þetta er það sem þeir ætla að gera, að nota gögn sem að fólk hefur sent frá sér áður og það sem mun koma,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í Reykjavík síðdegis. „Sem að við höfum bent á að persónuverndarlöggjöfin er bjargvættur í þessu öllu saman að því leitinu til að núna fáum við að segja af eða á hvort okkur sé alveg sama um þessi not.“ Að sögn Helgu er vandamálið hins vegar skortur á upplýsingum um hvað verði nýtt í þjálfun gervigreindar og hvað ekki. Um sé að ræða valdamestu fyrirtæki heims sem eiga tól sem milljónir manna nota án endurgjalds og því þurfi að hafa varann á. Almenningur sem nýtir sér ókeypis miðla sé í sjálfu sér að taka áhættu og ættu ekki að ræða þar viðkvæm mál, jafnvel í lokuðum spjallhópum. „Hvar stoppar fyrirtækið sem hefur í rauninni tækifærið til að nýta helling þarna inni? Við vitum það ekki og þess vegna höfum við sagt við fólk, farið þið varlega.“ Viti ekki hver áhrifin verða Helga segir einnig að fólk viti ekki alveg í dag hver áhrif þess að mata gervigreind af samfélagsmiðlum almennings verði. „Fyrirtæki hafa stundum nýtt þessar upplýsingar í að stoppa okkur af í einhverju sem við viljum fá. Upplýsingar hafa verið nýttar gegn fólki, til að fá atvinnu, að fá að komast í háskóla og allt sem við höfum talið upp í gegnum árin,“ segir hún. Helga segist hafa heyrt um atvik þar sem leitað er að einstaklingum á netinu sem sækja um starf eða háskólanám til að meta hvers konar persóna viðkomandi er. „Þess vegna er fínt að hafa valið. Viltu að stórfyrirtæki sé að nota allar myndirnar, jafnvel af nýja barnabarninu eða fermingunni eða þessu og hinu, til að þjálfa rosalega flott gervigreindartól? Það er kannski falleg hugsun að leyfa það og hinir sem eru varkárir hafa val um að segja nei takk,“ segir Helga. Hún segist sjálf muna afþakka að efnið á hennar eigin samfélagsmiðlum verði nýtt í þjálfun gervigreindar en jafnframt að hver og einn einstaklingur ætti að taka sjálfur ákvörðun um hvort þeir afþakki notkunina eða ekki. Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var greint frá að í lok maí 2025 mun Meta nýta færslur, myndir og athugasemdir notenda Facebook og Instagram í Evrópu til að þjálfa gervigreind. Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024 en þeirri ákvörðun var frestað eftir athugasemdir írsku persónuverndarstofnunarinnar við lagagrundvöll og skort á gagnsæi. „Við vissum alltaf að samfélagsmiðlar væru að nota gögnin okkar að einhverju leiti. Nú er það orðið svart á hvítu að þetta er það sem þeir ætla að gera, að nota gögn sem að fólk hefur sent frá sér áður og það sem mun koma,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í Reykjavík síðdegis. „Sem að við höfum bent á að persónuverndarlöggjöfin er bjargvættur í þessu öllu saman að því leitinu til að núna fáum við að segja af eða á hvort okkur sé alveg sama um þessi not.“ Að sögn Helgu er vandamálið hins vegar skortur á upplýsingum um hvað verði nýtt í þjálfun gervigreindar og hvað ekki. Um sé að ræða valdamestu fyrirtæki heims sem eiga tól sem milljónir manna nota án endurgjalds og því þurfi að hafa varann á. Almenningur sem nýtir sér ókeypis miðla sé í sjálfu sér að taka áhættu og ættu ekki að ræða þar viðkvæm mál, jafnvel í lokuðum spjallhópum. „Hvar stoppar fyrirtækið sem hefur í rauninni tækifærið til að nýta helling þarna inni? Við vitum það ekki og þess vegna höfum við sagt við fólk, farið þið varlega.“ Viti ekki hver áhrifin verða Helga segir einnig að fólk viti ekki alveg í dag hver áhrif þess að mata gervigreind af samfélagsmiðlum almennings verði. „Fyrirtæki hafa stundum nýtt þessar upplýsingar í að stoppa okkur af í einhverju sem við viljum fá. Upplýsingar hafa verið nýttar gegn fólki, til að fá atvinnu, að fá að komast í háskóla og allt sem við höfum talið upp í gegnum árin,“ segir hún. Helga segist hafa heyrt um atvik þar sem leitað er að einstaklingum á netinu sem sækja um starf eða háskólanám til að meta hvers konar persóna viðkomandi er. „Þess vegna er fínt að hafa valið. Viltu að stórfyrirtæki sé að nota allar myndirnar, jafnvel af nýja barnabarninu eða fermingunni eða þessu og hinu, til að þjálfa rosalega flott gervigreindartól? Það er kannski falleg hugsun að leyfa það og hinir sem eru varkárir hafa val um að segja nei takk,“ segir Helga. Hún segist sjálf muna afþakka að efnið á hennar eigin samfélagsmiðlum verði nýtt í þjálfun gervigreindar en jafnframt að hver og einn einstaklingur ætti að taka sjálfur ákvörðun um hvort þeir afþakki notkunina eða ekki.
Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira