Erlent

Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu.

Erlent

Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum.

Erlent

Höfðum stolið úr grafhýsum í kirkjugarði í Melbourne

Lögregluyfirvöld í Melbourne í Ástralíu rannsaka nú þjófnað á höfðum sem var stolið í Footscrey-kirkjugarðinum. Þjófnaðirnir áttu sér stað í tveimur aðskildum atvikum í janúar en lögregla segir ómögulegt að segja hvað hinum óprúttnu aðilum gengur til.

Erlent

24 látin eftir aur­skriður og flóð í Ekvador

Að minnstu 24 eru látin og tugir eru slasaðir eftir að aurskriður hafa fallið víðs vegar í ekvadorsku höfuðborginni Quito. Úrhellisrigning hefur verið í landinu síðustu daga sem hefur svo framkallað aurskriðurnar og aurflóð.

Erlent

Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar.

Erlent

Dómari hafnaði samkomulaginu við feðgana

Dómari í Bandaríkjunum hafnaði í gærkvöldi því að gert yrði samkomulag við feðgana Greg og Travis McMichael. Samkomulagið hefði falið í sér að þeir hefðu komist hjá réttarhöldum um það hvort það hafi verið hatursglæpur þegar þeir myrtu Ahmaud Arbery.

Erlent

Goldberg vekur reiði með ummælum um Helförina

Leikkonan og sjónvarpsþáttastjórnandinn Whoopi Goldberg hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum með því að staðhæfa í spjallþættinum The View á ABC að Helförin hefði ekki snúist um ólíka kynþætti.

Erlent

Veita full­vissu um að skýrslan verði birt í heild sinni

Talsmenn Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hafa nú fullvissað þingmenn Íhaldsflokksins um að skýrsla Sue Gray, sem rannsakaði partýstand á ríkisstjórninni og starfsmönnum Downingstrætis 10 á tímum kórónuveirunnar, verði birt í heild sinni að lokinni lögreglurannsókn.

Erlent