Tekist á um dánarbú Leonards Cohen Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. mars 2023 14:01 Leonard Cohen lést árið 2016, 82 ára gamall. Hann var afkastamikið ljóðskáld þegar hann var ungur, en fór ekki að syngja og gefa út plötur fyrr en á fertugsaldri. Jim Dyson/Getty Images Einkaerfingjar kanadíska ljóðskáldsins og tónlistarmannsins Leonards Cohen saka umboðsmann söngvarans um að reyna að ræna dánarbúinu innan frá. Dánarbúið er metið á tæpar 50 milljónir dala og þessa dagana er tekist á um það fyrir dómstólum í Los Angeles. Segja umbann fara með dánarbúið sem eigin eign Leonard Cohen lést fyrir 7 árum, árið 2016. Hann fól umboðsmanni sínum, Robert Kory, að hafa umsjón með dánarbúinu. Börn Cohens, Adam og Lorca, saka Kory þennan um að ganga um dánarbúið sem væri það hans persónulega eign, skipuleggja sýningar á eigum Cohens, gefa út ókláraða skáldsögu og selja dánarbúið í skömmtum, því þannig græði hann sjálfur sem mest. Það sé vegna þess að Kory hafi, platað Cohen til að skrifa undir skjal, rétt fyrir dauða sinn, sem veiti honum 15% umboðslaun af öllu því sem selt verði úr dánarbúinu. Þar með sé kominn upp hagsmunaárekstur; dánarbússtjóri eigi að gera búið upp, en nú hafi hann meiri hagsmuni af því að selja búið en koma því til réttmætra erfingja. Útgáfurétturinn að verkum Cohen seldur fyrir 58 milljónir dala Þessi hagsmunaárekstur endurspeglast kannski best í því að í fyrra seldi Kory útgáfufyrirtækinu Hipgnosis útgáfuréttinn að öllum 278 lögum Cohens. Samningurinn er metinn á 58 milljónir dala, og því koma tæplega 9 milljónir dala í hlut Korys. Þetta er kaldhæðnislegt í ljós þess að Robert Kory var umboðsmaður Cohens síðasta áratuginn eftir að fyrrverandi umboðsmaður hans, Kelley Lynch, hafði rúið Cohen inn að skinni og haft af honum a.m.k. 5 milljónir dala. Segja græðgi ráða för Lögfræðingar Kory segja að græðgi ráði för systkinanna, þau vilji komast yfir dánarbúið, en að það hafi verið einlægur vilji Cohens að halda dánarbúinu fjarri börnum sínum. Á tímabili hafi hann jafnvel hugleitt að gera þau arflaus með öllu, en umboðsmaður hans, Kory, hafi fengið hann ofan af því. Adam og Lorca halda því hins vegar fram að Cohen hafi fyllst eftirsjá á dánarbeðinu yfir að hafa falið umboðsmanni sínum að sjá um dánarbúið. Fölsuð skjöl Lögmaður systkinanna, Adam Streisand, já hann er frændi Barböru, og hefur áður verið lögmaður erfingja Michael Jacksons og Muhammed Ali, segir í samtali við spænska blaðið El País að skjalið sem veiti Kory umboð til að ráðstafa dánarbúinu, sé falsað. Blaðsíðum hafi verið skipt út úr skjalinu eftir að Cohen lést, sem veiti Kory meira vald en Cohen ætlaði honum. Þetta hafi lögmenn Kory viðurkennt. Deila barna Cohens og umboðsmanns hans kemur fyrir dóm í Los Angeles síðar í þessum mánuði, 7 árum eftir að Cohen kvaddi þessa jarðvist, en dánarbú Cohens er metið á 48 milljónir bandaríkjadala. Bandaríkin Menning Tónlist Kanada Tengdar fréttir Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25 Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Segja umbann fara með dánarbúið sem eigin eign Leonard Cohen lést fyrir 7 árum, árið 2016. Hann fól umboðsmanni sínum, Robert Kory, að hafa umsjón með dánarbúinu. Börn Cohens, Adam og Lorca, saka Kory þennan um að ganga um dánarbúið sem væri það hans persónulega eign, skipuleggja sýningar á eigum Cohens, gefa út ókláraða skáldsögu og selja dánarbúið í skömmtum, því þannig græði hann sjálfur sem mest. Það sé vegna þess að Kory hafi, platað Cohen til að skrifa undir skjal, rétt fyrir dauða sinn, sem veiti honum 15% umboðslaun af öllu því sem selt verði úr dánarbúinu. Þar með sé kominn upp hagsmunaárekstur; dánarbússtjóri eigi að gera búið upp, en nú hafi hann meiri hagsmuni af því að selja búið en koma því til réttmætra erfingja. Útgáfurétturinn að verkum Cohen seldur fyrir 58 milljónir dala Þessi hagsmunaárekstur endurspeglast kannski best í því að í fyrra seldi Kory útgáfufyrirtækinu Hipgnosis útgáfuréttinn að öllum 278 lögum Cohens. Samningurinn er metinn á 58 milljónir dala, og því koma tæplega 9 milljónir dala í hlut Korys. Þetta er kaldhæðnislegt í ljós þess að Robert Kory var umboðsmaður Cohens síðasta áratuginn eftir að fyrrverandi umboðsmaður hans, Kelley Lynch, hafði rúið Cohen inn að skinni og haft af honum a.m.k. 5 milljónir dala. Segja græðgi ráða för Lögfræðingar Kory segja að græðgi ráði för systkinanna, þau vilji komast yfir dánarbúið, en að það hafi verið einlægur vilji Cohens að halda dánarbúinu fjarri börnum sínum. Á tímabili hafi hann jafnvel hugleitt að gera þau arflaus með öllu, en umboðsmaður hans, Kory, hafi fengið hann ofan af því. Adam og Lorca halda því hins vegar fram að Cohen hafi fyllst eftirsjá á dánarbeðinu yfir að hafa falið umboðsmanni sínum að sjá um dánarbúið. Fölsuð skjöl Lögmaður systkinanna, Adam Streisand, já hann er frændi Barböru, og hefur áður verið lögmaður erfingja Michael Jacksons og Muhammed Ali, segir í samtali við spænska blaðið El País að skjalið sem veiti Kory umboð til að ráðstafa dánarbúinu, sé falsað. Blaðsíðum hafi verið skipt út úr skjalinu eftir að Cohen lést, sem veiti Kory meira vald en Cohen ætlaði honum. Þetta hafi lögmenn Kory viðurkennt. Deila barna Cohens og umboðsmanns hans kemur fyrir dóm í Los Angeles síðar í þessum mánuði, 7 árum eftir að Cohen kvaddi þessa jarðvist, en dánarbú Cohens er metið á 48 milljónir bandaríkjadala.
Bandaríkin Menning Tónlist Kanada Tengdar fréttir Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25 Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25
Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05