Hondúras hefur síðustu árin verið í stjórnmálasambandi við Taívan sem er mikill þyrnir í augum Kínverja sem líta á Taívansem hluta af Kína. Nú hefur sumsé orðið breyting á og fækkar því enn í hópi þeirra ríkja sem styðja Taívan opinberlega.
Í umfjöllum Guardian segir að nú séu aðeins þrettán lönd eftir í heiminum sem styðji opinberlega stjórnvöld á Taívan. Kínverjar leggja blátt bann við því að eiga í samskiptum við ríki sem viðurkenna Taívan. Og Hondúras hefur nú ákveðið að skipta um lið.
Castro forseti hafði talað um þetta í kosningabaráttunni en það þykir ekki skipta minna máli að nú standa yfir samningaviðræður við Kínverja um að þeir reisi gríðarstóra vatnsaflsvirkjun í landinu.