Fyrstu merkin um að Venus sé enn eldvirk Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2023 09:03 Tölvugerð þrívíddarmynd af Maat Mons-eldfjallinu á Venus sem byggir á radarmyndum Magellan-geimfarsins. Tveir vísindamenn telja sig hafa séð merki um nýlega eldvirkni á myndum geimfarsins. NASA/JPL-Caltech Reikistjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti fundið beinar jarðfræðilegar vísbendingar um að eldvirkni sé enn til staðar á yfirborði nágrannareikistjörnunnar Venusar. Uppgötvunin getur hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig Venus og jörðin þróuðust hvor í sína áttina. Ummerki um nýlegt eldgos fundust þegar stjörnufræðingur lagðist yfir rúmlega þrjátíu ára gamlar radarmyndir bandaríska geimfarsins Magellan af yfiborði Venusar. Gosop sást þá stækka verulega og breyta um lögun á innan við ári. Grein um rannsókn vísindamannanna birtist í tímaritinu Science í gær. „Á jörðinni hefur gosop aldrei breyst svona mikið án þess að því fylgi hraungos. Líkur eru á því að þetta þýði að Venus gjósi líklega á nokkurra mánaða fresti eða svo,“ segir Robert Herrick við Jarðfræðistofnun Alaskaháskóla, og höfundur greinar um rannsóknina, við Washington Post. Venus var lengi talin jarðfræðilega dauð reikistjarna en þar eru engar flekahreyfingar sem knýja eldvirkni á jörðinni. Vísindamenn hafa smám saman endurskoðað þá tilgátu á undanförnum árum. Tvöfalt stærri átta mánuðum síðar Herrick fann gosopið þegar hann varði um tvö hundruð klukkustundum í að grandskoða myndir Magellan af Alta Regio, víðfeðmu hálendissvæði við miðbaug Venusar þar sem tvö af stærstu eldfjöllum plánetunnar er að finna. Aldrei höfðu fundist bein ummerki um nýlega eldvirkni þar. Á myndunum sá Herrick hins vegar að opið í Maat Mons-eldfjallinu breyttist umtalsvert á milli febrúar og október árið 1991. Gígurinn var nærri hringlaga og innan við 2,2 ferkílómetrar að flatarmáli í febrúar. Átta mánuðum síðar var hann orðinn tvöfalt stærri og óreglulegur í lögun. Þá virtist hann hafa orðið barmafullt af hrauni, að því er kemur fram í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þetta gæti bent til þess að gos hafi átt sér stað eða kvika runnið undir gosopinu. Til vinstri er hæðarmynd af eldfjöllunum Maat Mons og Ozza Mons á Venusi. Til hægri eru myndirnar sem virðast benda til nýlegrar eldvirkni. Mynd A var tekin í febrúar 1991 en mynd B í október sama ár.Robert Herrick/UAF Kunna ekki aðrar skýringar á breytingunum Myndirnar voru þó ekki teknar frá sama sjónarhorni og því erfitt að bera þær beint saman. Herrick fékk því aðstoð við að smíða tölvulíkan af gígnum til þess að prófa mismunandi tilgátur um hvað hefði getað orsakað breytingarnar. Niðurstaða þeirra var að aðeins gos gæti hafa valdið þeim. „Þó að þetta sé aðeins einn gagnapunktur fyrir heila reikistjörnu þá staðfestir hann að það er jarðvirkni í samtímanum,“ segir Scott Hensley, sérfræðingur í radargögnum við JPL-stofnunina sem aðstoðaði við greiningu Magellan-gagnanna. Ekki eru allir sannfærðir um að Herrick og Hensley hafi tekist að sýna fram á að Venus sé enn jarðfræðilega virk með óyggjandi hætti. Magellan-myndirnar eru í afar lágri upplausn. Heill fótboltavöllur er aðeins einn díll á myndunum, að því er segir í umfjöllun vísindaritsins Nature. Höfundarnir viðurkenna þá annmarka en benda á að þeir viti ekki um neina jarðvirkni á jörðinni sem gæti skýrt breytingarnar sem þeir sáu á landslaginu á Venusi. Þeir geti þó ekki útilokað alfarið að þær eigi sér aðrar skýringar. Tölvugert kort af yfirborði Venusar sem byggir á myndum Magellan annars vegar og Pioneer Venus Orbiter. Maat Mons-eldfjallið er innan svarta rammans við miðbauginn.NASA/JPL-Caltech Svipaðar reikistjörnur sem héldu hvor í sína áttina Talið er að aðstæður á jörðinni og Venusi hafi verið svipaðar fyrr í sögu sólkerfisins. Reikistjörnunar eru bergreikistjörnur af áþekkri stærð og vísindamenn telja jafnvel að vatn hafi verið að finna á Venusi fyrir milljörðum ára. Vísindamönnum hefur lengi leikið forvitni á að vita hvernig Venus breyttist í bókstaflegt helvíti þar sem er heitara en í bakaraofni og þrýstingurinn við yfirborðið er á við 900 metra dýpi í höfum jarðar á sama tíma og jörðin varð að edengarði lífs og blóma. Ein tilgátan er að eldvirkni hafi átt þátt í að höf Venusar gufuðu upp og koltvísýringur safnaðist upp í lofthjúpi reikistjörnunnar. Uppgötvunin á eldvirkninni gæti hjálpað vísindamönnum að skilja betur hvernig Venus þróaðist á svo ólíkan hátt miðað við jörðina. „Þetta er virkilega mikilvæg rannsókn. Gæti jörðin hafa verið svona fyrst í sögu hennar? Eða verður jörðin svona í framtíðinni?“ segir James W. Head, sérfræðingur í Venusi við Brown-háskóla, við Washington Post. Venus er hulin þykkum lofthjúpi sem er meira en 96 prósent koltvísýringur. Óðagróðurhúsaáhrif hans, ekki meiri nálægð Venusar við sólina, er ástæðan fyrir því að hitinn við yfirborðið er meira en 450°C.ESA/MPS/DLR/IDA Herrick sjálfur vonast til þess að uppgötvun hans leiði til þess að aukinn þungi verði settur í rannsóknir á Venusi. „Venus er raunverulega systkini jarðarinnar,“ segir hann. VERITAS-leiðangur NASA til Venusar átti að hefjast árið 2028 en honum hefur verið frestað vegna fjárskorts. Útlit er fyrir að brautarfarinu verði ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi árið 2031. Evrópska geimstofnunin hefur einnig áform um að senda brautarfar til Venusar. Nær eingöngu er hægt að rannsaka Venus frá sporbraut þar sem hitinn og þrýstingurinn við yfirborðið grandaði lendingarförum á svipstundu. Sovétmenn náðu að lenda nokkrum Venera-geimförum á Venusi á milli 7. og 9. áratugs síðustu aldar. Það langlífasta þeirra entist í um tvær klukkustundir áður en það var kramið eins og gosdós undan þrýstingnum. Venus Geimurinn Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Ummerki um nýlegt eldgos fundust þegar stjörnufræðingur lagðist yfir rúmlega þrjátíu ára gamlar radarmyndir bandaríska geimfarsins Magellan af yfiborði Venusar. Gosop sást þá stækka verulega og breyta um lögun á innan við ári. Grein um rannsókn vísindamannanna birtist í tímaritinu Science í gær. „Á jörðinni hefur gosop aldrei breyst svona mikið án þess að því fylgi hraungos. Líkur eru á því að þetta þýði að Venus gjósi líklega á nokkurra mánaða fresti eða svo,“ segir Robert Herrick við Jarðfræðistofnun Alaskaháskóla, og höfundur greinar um rannsóknina, við Washington Post. Venus var lengi talin jarðfræðilega dauð reikistjarna en þar eru engar flekahreyfingar sem knýja eldvirkni á jörðinni. Vísindamenn hafa smám saman endurskoðað þá tilgátu á undanförnum árum. Tvöfalt stærri átta mánuðum síðar Herrick fann gosopið þegar hann varði um tvö hundruð klukkustundum í að grandskoða myndir Magellan af Alta Regio, víðfeðmu hálendissvæði við miðbaug Venusar þar sem tvö af stærstu eldfjöllum plánetunnar er að finna. Aldrei höfðu fundist bein ummerki um nýlega eldvirkni þar. Á myndunum sá Herrick hins vegar að opið í Maat Mons-eldfjallinu breyttist umtalsvert á milli febrúar og október árið 1991. Gígurinn var nærri hringlaga og innan við 2,2 ferkílómetrar að flatarmáli í febrúar. Átta mánuðum síðar var hann orðinn tvöfalt stærri og óreglulegur í lögun. Þá virtist hann hafa orðið barmafullt af hrauni, að því er kemur fram í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þetta gæti bent til þess að gos hafi átt sér stað eða kvika runnið undir gosopinu. Til vinstri er hæðarmynd af eldfjöllunum Maat Mons og Ozza Mons á Venusi. Til hægri eru myndirnar sem virðast benda til nýlegrar eldvirkni. Mynd A var tekin í febrúar 1991 en mynd B í október sama ár.Robert Herrick/UAF Kunna ekki aðrar skýringar á breytingunum Myndirnar voru þó ekki teknar frá sama sjónarhorni og því erfitt að bera þær beint saman. Herrick fékk því aðstoð við að smíða tölvulíkan af gígnum til þess að prófa mismunandi tilgátur um hvað hefði getað orsakað breytingarnar. Niðurstaða þeirra var að aðeins gos gæti hafa valdið þeim. „Þó að þetta sé aðeins einn gagnapunktur fyrir heila reikistjörnu þá staðfestir hann að það er jarðvirkni í samtímanum,“ segir Scott Hensley, sérfræðingur í radargögnum við JPL-stofnunina sem aðstoðaði við greiningu Magellan-gagnanna. Ekki eru allir sannfærðir um að Herrick og Hensley hafi tekist að sýna fram á að Venus sé enn jarðfræðilega virk með óyggjandi hætti. Magellan-myndirnar eru í afar lágri upplausn. Heill fótboltavöllur er aðeins einn díll á myndunum, að því er segir í umfjöllun vísindaritsins Nature. Höfundarnir viðurkenna þá annmarka en benda á að þeir viti ekki um neina jarðvirkni á jörðinni sem gæti skýrt breytingarnar sem þeir sáu á landslaginu á Venusi. Þeir geti þó ekki útilokað alfarið að þær eigi sér aðrar skýringar. Tölvugert kort af yfirborði Venusar sem byggir á myndum Magellan annars vegar og Pioneer Venus Orbiter. Maat Mons-eldfjallið er innan svarta rammans við miðbauginn.NASA/JPL-Caltech Svipaðar reikistjörnur sem héldu hvor í sína áttina Talið er að aðstæður á jörðinni og Venusi hafi verið svipaðar fyrr í sögu sólkerfisins. Reikistjörnunar eru bergreikistjörnur af áþekkri stærð og vísindamenn telja jafnvel að vatn hafi verið að finna á Venusi fyrir milljörðum ára. Vísindamönnum hefur lengi leikið forvitni á að vita hvernig Venus breyttist í bókstaflegt helvíti þar sem er heitara en í bakaraofni og þrýstingurinn við yfirborðið er á við 900 metra dýpi í höfum jarðar á sama tíma og jörðin varð að edengarði lífs og blóma. Ein tilgátan er að eldvirkni hafi átt þátt í að höf Venusar gufuðu upp og koltvísýringur safnaðist upp í lofthjúpi reikistjörnunnar. Uppgötvunin á eldvirkninni gæti hjálpað vísindamönnum að skilja betur hvernig Venus þróaðist á svo ólíkan hátt miðað við jörðina. „Þetta er virkilega mikilvæg rannsókn. Gæti jörðin hafa verið svona fyrst í sögu hennar? Eða verður jörðin svona í framtíðinni?“ segir James W. Head, sérfræðingur í Venusi við Brown-háskóla, við Washington Post. Venus er hulin þykkum lofthjúpi sem er meira en 96 prósent koltvísýringur. Óðagróðurhúsaáhrif hans, ekki meiri nálægð Venusar við sólina, er ástæðan fyrir því að hitinn við yfirborðið er meira en 450°C.ESA/MPS/DLR/IDA Herrick sjálfur vonast til þess að uppgötvun hans leiði til þess að aukinn þungi verði settur í rannsóknir á Venusi. „Venus er raunverulega systkini jarðarinnar,“ segir hann. VERITAS-leiðangur NASA til Venusar átti að hefjast árið 2028 en honum hefur verið frestað vegna fjárskorts. Útlit er fyrir að brautarfarinu verði ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi árið 2031. Evrópska geimstofnunin hefur einnig áform um að senda brautarfar til Venusar. Nær eingöngu er hægt að rannsaka Venus frá sporbraut þar sem hitinn og þrýstingurinn við yfirborðið grandaði lendingarförum á svipstundu. Sovétmenn náðu að lenda nokkrum Venera-geimförum á Venusi á milli 7. og 9. áratugs síðustu aldar. Það langlífasta þeirra entist í um tvær klukkustundir áður en það var kramið eins og gosdós undan þrýstingnum.
Venus Geimurinn Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira