Erlent Vinna að þriggja vikna vopnahléi á milli Ísrael og Hezbollah Frakkar og Bandaríkjamenn vinna nú að því í sameiningu að semja um 21 daga vopnahlé á milli Hezbollah samtakanna og Ísrael. 72 létust í árásum Ísraela á Líbanon í dag og hundruð særðust. Alls eru um 600 látin í árásunum. Fyrr í dag var greint frá því að mögulega ætlaði Ísrael í landhernað í Líbanon. Erlent 25.9.2024 23:05 Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. Erlent 25.9.2024 19:54 Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, segir að umfangsmiklum loftárásum Ísraela í Líbanon undanfarna daga sé bæði ætlað að grafa undan mætti Hezbollah og að leggja grunninn að mögulegri innrás í sunnanvert landið. Halevi samþykkti á dögunum aðgerðaáætlun fyrir árásir á Líbanon en ráðherra og herforingjar hafa kallað eftir innrás. Erlent 25.9.2024 15:59 „Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. Erlent 25.9.2024 15:05 Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. Erlent 25.9.2024 14:01 Manngerð hlýnun gerði flóðin í Evrópu tvöfalt líklegri en ella Hnattræn hlýnun af völdum manna tvöfaldaði líkurnar á úrhellinu sem olli mannskæðum flóðum í Mið-Evrópu í síðustu viku. Að minnsta kosti 24 fórust í flóðunum sem eru sögð þau verstu í að minnsta kosti tuttugu ár. Erlent 25.9.2024 12:03 Unnu spellvirki á finnska þinghúsinu til að mótmæla móvinnslu Á annan tug umhverfisverndarsinna var handtekinn eftir að spellvirki voru unnin á finnska þinghúsinu í Helsinki í morgun. Fólki skvetti rauðleitum vökva á tröppur og súlur hússins til þess að mótmæla móvinnslu finnsks fyrirtækis í Svíþjóð. Erlent 25.9.2024 11:23 Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. Erlent 25.9.2024 10:15 Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. Erlent 25.9.2024 08:32 Infowars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur Vefsíðan Infowars og tengdar eignir verða seldar á uppboði um miðjan nóvember, upp í skuld samsæriskenningasmiðsins Alex Jones við fjölskyldur barna sem létust í skotárásinni í Sandy Hook. Erlent 25.9.2024 07:46 Starfsmenn Boeing sagðir hafna tilboði um 30 prósent launahækkun Forsvarsmenn International Association of Machinists and Aerospace Workers (IAM), sem talar máli þúsunda starfsmanna Boeing, segja félagsmenn sína ekki hafa áhuga á því að ganga að nýjasta tilboði flugvélaframleiðandas. Erlent 25.9.2024 06:57 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. Erlent 25.9.2024 06:40 Sonur tilræðismannsins handtekinn vegna barnaníðsefnis Oran Routh, sonur Ryan Routh, sem grunaður er um að hafa ætlað að bana Donald Trump á dögunum, var handtekinn í dag. Hann er grunaður um vörslu barnaníðsefni og var handtekinn í kjölfar leitar sem gerð var á heimili hans í Norður-Karólínu. Erlent 24.9.2024 16:41 Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Öll þrjú flugmóðurskip Kína voru á dögunum saman á sjó og er það í fyrsta sinn sem Kínverjar ná þessum áfanga. Stutt er í tólf ára afmæli þess að Kínverjar tóku fyrsta flugmóðurskipið í notkun og er fyrsta skipið sem þróað er og byggt í Kína í sjóprófunum. Erlent 24.9.2024 15:24 Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. Erlent 24.9.2024 13:27 Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. Erlent 24.9.2024 12:07 Skutu viðvörunarskotum að norsku skipi í norskri lögsögu Norskir sjómenn segja að áhöfn rússneska tundurspillisins Levtsjenkó aðmíráll, hafi skotið viðvörunarskoti að línubát þeirra fyrr í þessum mánuði. Þeir segja enn fremur að það hafi verið gert í norskri lögsögu í Barentshafi. Erlent 24.9.2024 10:46 Demókratar uggandi yfir niðurstöðum skoðanakannana Demókratar eru sagðir uggandi yfir skoðanakönnunum vestanhafs og óttast að stuðningur við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins, sé vanmetinn. Erlent 24.9.2024 07:43 „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. Erlent 24.9.2024 06:57 Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. Erlent 24.9.2024 06:30 Sviku út tugi milljóna með því að þykjast vera Brad Pitt Fimm hafa verið handteknir á Spáni fyrir að svíkja út úr tveimur konum 325 þúsund evrur með því að þykjast vera leikarinn Brad Pitt. Það samsvarar tæpum 50 milljónum íslenskra króna. Konurnar héldu báðar að þær ættu í ástarsambandi við Brad Pitt. Erlent 23.9.2024 21:55 Risavaxin mörgæs slær í gegn Risavaxinn mörgæsarungi sem gengur undir nafninu Pestó er nýjasta stjarna dýragarðsins í Melbourne í Ástralíu. Erlent 23.9.2024 21:30 Um 500 látin í árásum Ísraela á Líbanon Alls eru 492 nú látin í loftárásum Ísraela á Beirút í Líbanon. Þar af eru 35 börn og 58 konur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í Líbanon. Þá hafa 1654 særst í árásunum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 1.300 skotmörk síðasta sólarhringinn sem tengjast Hezbollah samtökunum. Erlent 23.9.2024 21:01 Ætlaði sér að ráða Trump af dögum Karlmaður sem var handtekinn við golfvöll Donalds Trump fyrr í þessum mánuði skrifaði skilaboð til vinar síns um að hann ætlaði sér að myrða fyrrverandi forsetann. Þá hélt hann lista yfir viðburði þar sem Trump yrði viðstaddur. Erlent 23.9.2024 14:18 Fólk flýr Beirút undan mannskæðum árásum Ísraela Hundrað eru sagðir fallnir og hundruð særðir í hörðum árásum Ísraelshers á Líbanon. Ísraelsher hefur sagt íbúum í Suður-Líbanon að forða sér búi þeir nærri athafnasvæðum Hezbollah-samtakanna. Fólksflótti er skollinn á frá höfuðborginni Beirút. Erlent 23.9.2024 11:42 Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Erlent 23.9.2024 10:47 Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. Erlent 23.9.2024 09:01 Fimmtán á sjúkrahús eftir lestarslys í Svíþjóð Fimmtán manns hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að lest rakst á kerru sem dráttarbíll var með í eftirdragi skammt frá bænum Köping í Svíþjóð í morgun. Um 170 manns voru um borð í lestinni. Erlent 23.9.2024 08:48 Starfsmenn flýja framboð Robinson eftir „svartur nasisti“-hneykslið Flestir háttsettir starfsmenn framboðs Mark Robinson til ríkisstjóra Norður-Karólínu eru sagðir hafa sagt upp störfum í gær, eftir að CNN greindi frá því að aðstoðarríkisstjórinn hefði haft uppi óviðurkvæmileg uppmæli á klámsíðu. Erlent 23.9.2024 08:23 Fjórir myrtir og fjöldi særður eftir skotárás í Alabama Fjórir eru látnir og átján særðir eftir skotárás sem gerð var í borginni Birmingham í Alabamaríki í Bandaríkjunum um helgina. Erlent 23.9.2024 08:09 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 334 ›
Vinna að þriggja vikna vopnahléi á milli Ísrael og Hezbollah Frakkar og Bandaríkjamenn vinna nú að því í sameiningu að semja um 21 daga vopnahlé á milli Hezbollah samtakanna og Ísrael. 72 létust í árásum Ísraela á Líbanon í dag og hundruð særðust. Alls eru um 600 látin í árásunum. Fyrr í dag var greint frá því að mögulega ætlaði Ísrael í landhernað í Líbanon. Erlent 25.9.2024 23:05
Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. Erlent 25.9.2024 19:54
Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, segir að umfangsmiklum loftárásum Ísraela í Líbanon undanfarna daga sé bæði ætlað að grafa undan mætti Hezbollah og að leggja grunninn að mögulegri innrás í sunnanvert landið. Halevi samþykkti á dögunum aðgerðaáætlun fyrir árásir á Líbanon en ráðherra og herforingjar hafa kallað eftir innrás. Erlent 25.9.2024 15:59
„Virkið“ Vuhledar að falli komið Hersveitir Rússa eru komnar langleiðina með að ná tökum á bænum Vuhledar í Dónetsk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa lagt mikið púður í sóknina að bænum á undanförnum dögum og hafa verjendur hans þurft að hörfa undan þessum áhlaupum. Erlent 25.9.2024 15:05
Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. Erlent 25.9.2024 14:01
Manngerð hlýnun gerði flóðin í Evrópu tvöfalt líklegri en ella Hnattræn hlýnun af völdum manna tvöfaldaði líkurnar á úrhellinu sem olli mannskæðum flóðum í Mið-Evrópu í síðustu viku. Að minnsta kosti 24 fórust í flóðunum sem eru sögð þau verstu í að minnsta kosti tuttugu ár. Erlent 25.9.2024 12:03
Unnu spellvirki á finnska þinghúsinu til að mótmæla móvinnslu Á annan tug umhverfisverndarsinna var handtekinn eftir að spellvirki voru unnin á finnska þinghúsinu í Helsinki í morgun. Fólki skvetti rauðleitum vökva á tröppur og súlur hússins til þess að mótmæla móvinnslu finnsks fyrirtækis í Svíþjóð. Erlent 25.9.2024 11:23
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. Erlent 25.9.2024 10:15
Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. Erlent 25.9.2024 08:32
Infowars á uppboð í nóvember upp í skuld við syrgjandi fjölskyldur Vefsíðan Infowars og tengdar eignir verða seldar á uppboði um miðjan nóvember, upp í skuld samsæriskenningasmiðsins Alex Jones við fjölskyldur barna sem létust í skotárásinni í Sandy Hook. Erlent 25.9.2024 07:46
Starfsmenn Boeing sagðir hafna tilboði um 30 prósent launahækkun Forsvarsmenn International Association of Machinists and Aerospace Workers (IAM), sem talar máli þúsunda starfsmanna Boeing, segja félagsmenn sína ekki hafa áhuga á því að ganga að nýjasta tilboði flugvélaframleiðandas. Erlent 25.9.2024 06:57
Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. Erlent 25.9.2024 06:40
Sonur tilræðismannsins handtekinn vegna barnaníðsefnis Oran Routh, sonur Ryan Routh, sem grunaður er um að hafa ætlað að bana Donald Trump á dögunum, var handtekinn í dag. Hann er grunaður um vörslu barnaníðsefni og var handtekinn í kjölfar leitar sem gerð var á heimili hans í Norður-Karólínu. Erlent 24.9.2024 16:41
Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Öll þrjú flugmóðurskip Kína voru á dögunum saman á sjó og er það í fyrsta sinn sem Kínverjar ná þessum áfanga. Stutt er í tólf ára afmæli þess að Kínverjar tóku fyrsta flugmóðurskipið í notkun og er fyrsta skipið sem þróað er og byggt í Kína í sjóprófunum. Erlent 24.9.2024 15:24
Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. Erlent 24.9.2024 13:27
Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. Erlent 24.9.2024 12:07
Skutu viðvörunarskotum að norsku skipi í norskri lögsögu Norskir sjómenn segja að áhöfn rússneska tundurspillisins Levtsjenkó aðmíráll, hafi skotið viðvörunarskoti að línubát þeirra fyrr í þessum mánuði. Þeir segja enn fremur að það hafi verið gert í norskri lögsögu í Barentshafi. Erlent 24.9.2024 10:46
Demókratar uggandi yfir niðurstöðum skoðanakannana Demókratar eru sagðir uggandi yfir skoðanakönnunum vestanhafs og óttast að stuðningur við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins, sé vanmetinn. Erlent 24.9.2024 07:43
„Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. Erlent 24.9.2024 06:57
Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. Erlent 24.9.2024 06:30
Sviku út tugi milljóna með því að þykjast vera Brad Pitt Fimm hafa verið handteknir á Spáni fyrir að svíkja út úr tveimur konum 325 þúsund evrur með því að þykjast vera leikarinn Brad Pitt. Það samsvarar tæpum 50 milljónum íslenskra króna. Konurnar héldu báðar að þær ættu í ástarsambandi við Brad Pitt. Erlent 23.9.2024 21:55
Risavaxin mörgæs slær í gegn Risavaxinn mörgæsarungi sem gengur undir nafninu Pestó er nýjasta stjarna dýragarðsins í Melbourne í Ástralíu. Erlent 23.9.2024 21:30
Um 500 látin í árásum Ísraela á Líbanon Alls eru 492 nú látin í loftárásum Ísraela á Beirút í Líbanon. Þar af eru 35 börn og 58 konur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í Líbanon. Þá hafa 1654 særst í árásunum. Ísraelski herinn segist hafa skotið á 1.300 skotmörk síðasta sólarhringinn sem tengjast Hezbollah samtökunum. Erlent 23.9.2024 21:01
Ætlaði sér að ráða Trump af dögum Karlmaður sem var handtekinn við golfvöll Donalds Trump fyrr í þessum mánuði skrifaði skilaboð til vinar síns um að hann ætlaði sér að myrða fyrrverandi forsetann. Þá hélt hann lista yfir viðburði þar sem Trump yrði viðstaddur. Erlent 23.9.2024 14:18
Fólk flýr Beirút undan mannskæðum árásum Ísraela Hundrað eru sagðir fallnir og hundruð særðir í hörðum árásum Ísraelshers á Líbanon. Ísraelsher hefur sagt íbúum í Suður-Líbanon að forða sér búi þeir nærri athafnasvæðum Hezbollah-samtakanna. Fólksflótti er skollinn á frá höfuðborginni Beirút. Erlent 23.9.2024 11:42
Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Erlent 23.9.2024 10:47
Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. Erlent 23.9.2024 09:01
Fimmtán á sjúkrahús eftir lestarslys í Svíþjóð Fimmtán manns hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að lest rakst á kerru sem dráttarbíll var með í eftirdragi skammt frá bænum Köping í Svíþjóð í morgun. Um 170 manns voru um borð í lestinni. Erlent 23.9.2024 08:48
Starfsmenn flýja framboð Robinson eftir „svartur nasisti“-hneykslið Flestir háttsettir starfsmenn framboðs Mark Robinson til ríkisstjóra Norður-Karólínu eru sagðir hafa sagt upp störfum í gær, eftir að CNN greindi frá því að aðstoðarríkisstjórinn hefði haft uppi óviðurkvæmileg uppmæli á klámsíðu. Erlent 23.9.2024 08:23
Fjórir myrtir og fjöldi særður eftir skotárás í Alabama Fjórir eru látnir og átján særðir eftir skotárás sem gerð var í borginni Birmingham í Alabamaríki í Bandaríkjunum um helgina. Erlent 23.9.2024 08:09