Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2025 13:41 Börnin bjuggu með foreldrum sínum í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. Foreldrarnir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm. Vísir/Getty Fimm mánaða gamalt barn í Arizona í Bandaríkjunum er látið og þrjú eldri systkini þess þjást af næringarskorti vegna þess að foreldrar þeirra settu þau á svokallað basískt mataræði. Foreldrarnir höfðu orðið fyrir áhrifum af upplýsingafalsi um heilsu, bóluefni og lyf. Aðstæður barnanna uppgötvuðust þegar móðir þeirra hringdi í neyðarlínu vegna þess að yngsta barn þeirra var meðvitundarlaust í júlí árið 2023. Lögreglumenn fundu barnið látið á heimili fjölskyldunnar í Phoenix. Eldri börnin þrjú, tveggja, fjögurra og fimm ára, voru færð á sjúkrahús en þau þjáðust af ýmis konar kvillum vegna viðvarandi næringarskorts, meðal annars beinkröm, beinrýrð og D-vítamínskorti. Þá voru þau með verulega þroskafrávik, að sögn USA Today. Saksóknarar ákærðu foreldrana, sem eru á þrítugsaldri, fyrir manndráp og barnamisnotkun. Þeir gætu sloppið með sextán ára dóm geri þeir sátt við ákæruvaldið. Þeir telja að foreldrarnir hafi valdið dauða yngsta barnsins og svelt þau eldri með því að hafa þau á öfgakenndri útgáfu af basísku fæði sem byggir á þeirri ranghugmynd að hægt sé að lækna sjúkdóma og afeitra líkamann með því að breyta sýrustigi hans í gegnum mataræði. Túlkuðu hratt þyngdartap sem árangur Börnin fengu nær eingöngu grænmeti, ávexti og plöntumjólk. Þannig hafi þau nánast engin prótín, fitu né betrumbætt matvæli fengið. Þegar börnin horuðust hratt sögðust foreldrarnir hafa túlkað það sem vísbending um að mataræðið skilaði tilætluðum árangri og fjarlægð eiturefni úr líkama þeirra. Foreldarnir forðuðust einnig að fara með börnin til lækna. „Við völdum þetta mataræði fyrir góða heilsu,“ sagði faðir barnanna þegar hann kom fyrir dóm í síðustu viku. Hluti af vellíðunariðnaðinum Basískt mataræði er á meðal ógrynni kúra og óhefðbundinna meðferða sem vellíðunariðnaðurinn heldur að fólki, ekki síst í gegnum samfélagsmiðla, og malar gull á. Hægt er að finna íslenskar jaðarvefsíður um mataræðið. Foreldarnir sögðu lögreglu að þeir hefðu stuðst við myndbönd sem þeir fundu á netinu og samfélagsmiðlafærslur þar sem varað var við bóluefnum, læknismeðferðum fyrir ungbörn og algengum lyfjum eins og verkjalyfinu Tylenol. Bandarískum heilbrigðisyfirvöldum er nú stýrt af Robert F. Kennedy yngri, einum þekktasta andstæðingi bóluefna í heiminum. Undir stjórn hans hefur alríkisstjórnin gefið til kynna opinberlega að tengsl kunni að vera á milli einhverfu og þess að mæður taki inn Tylenol á meðgöngu. Engar vísindalegar vísbendingar eru til um það. Bandaríkin Erlend sakamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Aðstæður barnanna uppgötvuðust þegar móðir þeirra hringdi í neyðarlínu vegna þess að yngsta barn þeirra var meðvitundarlaust í júlí árið 2023. Lögreglumenn fundu barnið látið á heimili fjölskyldunnar í Phoenix. Eldri börnin þrjú, tveggja, fjögurra og fimm ára, voru færð á sjúkrahús en þau þjáðust af ýmis konar kvillum vegna viðvarandi næringarskorts, meðal annars beinkröm, beinrýrð og D-vítamínskorti. Þá voru þau með verulega þroskafrávik, að sögn USA Today. Saksóknarar ákærðu foreldrana, sem eru á þrítugsaldri, fyrir manndráp og barnamisnotkun. Þeir gætu sloppið með sextán ára dóm geri þeir sátt við ákæruvaldið. Þeir telja að foreldrarnir hafi valdið dauða yngsta barnsins og svelt þau eldri með því að hafa þau á öfgakenndri útgáfu af basísku fæði sem byggir á þeirri ranghugmynd að hægt sé að lækna sjúkdóma og afeitra líkamann með því að breyta sýrustigi hans í gegnum mataræði. Túlkuðu hratt þyngdartap sem árangur Börnin fengu nær eingöngu grænmeti, ávexti og plöntumjólk. Þannig hafi þau nánast engin prótín, fitu né betrumbætt matvæli fengið. Þegar börnin horuðust hratt sögðust foreldrarnir hafa túlkað það sem vísbending um að mataræðið skilaði tilætluðum árangri og fjarlægð eiturefni úr líkama þeirra. Foreldarnir forðuðust einnig að fara með börnin til lækna. „Við völdum þetta mataræði fyrir góða heilsu,“ sagði faðir barnanna þegar hann kom fyrir dóm í síðustu viku. Hluti af vellíðunariðnaðinum Basískt mataræði er á meðal ógrynni kúra og óhefðbundinna meðferða sem vellíðunariðnaðurinn heldur að fólki, ekki síst í gegnum samfélagsmiðla, og malar gull á. Hægt er að finna íslenskar jaðarvefsíður um mataræðið. Foreldarnir sögðu lögreglu að þeir hefðu stuðst við myndbönd sem þeir fundu á netinu og samfélagsmiðlafærslur þar sem varað var við bóluefnum, læknismeðferðum fyrir ungbörn og algengum lyfjum eins og verkjalyfinu Tylenol. Bandarískum heilbrigðisyfirvöldum er nú stýrt af Robert F. Kennedy yngri, einum þekktasta andstæðingi bóluefna í heiminum. Undir stjórn hans hefur alríkisstjórnin gefið til kynna opinberlega að tengsl kunni að vera á milli einhverfu og þess að mæður taki inn Tylenol á meðgöngu. Engar vísindalegar vísbendingar eru til um það.
Bandaríkin Erlend sakamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent