Erlent

Neyðarástand á Jamaíka vegna ofbeldisglæpa
Forsætisráðherra Jamaíka hefur lýst yfir neyðarástandi í meirihluta landsins vegna hárrar tíðni ofbeldisglæpa. Lögreglan í landinu hefur nú heimild til að handtaka fólk og leita í byggingum án þar til gerðar heimildar.

Fyrrverandi forseti og varaforseti Gvatemala í sextán ára fangelsi
Dómstóll í Gvatemala hefur dæmt forsetann fyrrverandi, Otto Perez, og varaforsetann Roxana Baldetti, í sextán ára fangelsi fyrir fjárkúgun og tollsvik.

Faðir tók morðingja sonar síns af lífi í opinberri aftöku
Talsmaður Talíbana í Afganistan segir föður fórnarlambs morðingja, hafa tekið morðingjann af lífi í opinberri aftöku á íþróttaleikvangi. Fjöldi áhorfenda var viðstaddur, þeirra á meðal leiðtogar Talíbana.

Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna
Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi.

Bandaríkjamenn fordæma „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn
Bandaríkjamenn hafa fordæmt Rússa fyrir óábyrgt tal um mögulega notkun kjarnorkuvopna eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gaf það í skyn í gær að áhættan á notkun vopnanna væri að aukast en að Rússar yrðu ekki fyrstir til að grípa til þeirra.

Hörmungar, djörfung og dáð
Hinn 24. febrúar síðastliðinn réðust Rússar inn í Úkraínu og umbreyttu stöðu öryggis- og varnarmála í Evrópu.

Fyrrverandi forseti Theranos dæmdur til fangelsisvistar
Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar.

Heche var ekki undir áhrifum fíkniefna
Réttarmeinafræðingur Los Angeles hefur staðfest að leikkonan Anna Heche var ekki undir áhrifum fíkniefna þegar hún lenti í bílslysi í sumar. Hún slasaðist alvarlega í slysinu og dó skömmu síðar, eftir að hafa verið í dái. Hún var 53 ára gömul.

Selenskí og „andi Úkraínu“ valin manneskja ársins hjá Time
Volodýmýr Selenskí, forseti Úkraínu, og „andi Úkraínu“ hefur verið valinn manneskja ársins hjá bandaríska tímaritinu Time.

Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika
Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins.

Vildu koma prins til valda í Þýskalandi
Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands.

Flugvélahamur heyrir brátt sögunni til í Evrópu
Hinn svokallaði flugvélahamur (e. Airplane mode) mun brátt heyra sögunni til, í það minnsta í Evrópu, og munu flugfarþegar geta vafrað um á netinu og hringt í háloftunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélög geti veitt farþegum aðgang að 5G nettengingu í flugi.

Segjast hvorki hafa hvatt né stutt Úkraínu til árása í Rússlandi
„Við höfum hvorki hvatt Úkraínumenn né stutt þá til að gera árásir í Rússlandi,“ sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í samtali við blaðamenn í gær. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki lýst árásunum á hendur sér.

Varaforseti Argentínu dæmdur í sex ára fangelsi fyrir spillingu
Dómstóll í Argentínu hefur dæmt varaforseta landsins, Cristina Fernandez de Kirchner, í sex ára fangelsi eftir að hún var fundin sek um spillingu.

25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns
Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns.

Meirihluti Demókrata geirnegldur
Demókratar geirnegldu meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt þegar í ljós kom að þeir fóru með sigur af hólmi í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu.

Ákært fyrir hatursglæpi vegna árásarinnar á Club Q
Saksóknarar í Colorado hafa ákært árásarmanninn sem skaut fimm til bana og særði sautján á Club Q, skemmtistað fyrir hinsegin fólk, í Colorado Springs í síðasta mánuði í 305 ákærum og þar á meðal fyrir hatursglæpi og morð.

Morðinginn bjó á móti árásarstaðnum
Maðurinn sem myrti fjórtán ára stúlku og særði aðra þrettán ára í bænum Illerkirchberg í Þýskalandi í gær er hælisleitandi frá Erítreu. Morðið framdi hann beint fyrir utan heimilið sem hann bjó á á meðan verið var að afgreiða hælisumsókn hans.

Bandaríski herinn skiptir út frægum þyrlum
Forsvarsmenn bandaríska hersins gerðu í gær samkomulag við eigendur fyrirtækisins Bell um að skipta út öllum UH-60 Black Hawk þyrlum hersins. Bell mun samkvæmt samningnum framleiða frumgerð af farartækinu V-280, sem er nokkurs konar blendingur þyrlu og flugvélar, fyrir árið 2028.

Boðar stríð á hendur „reiðmönnum endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“
Inger Andersen, framkvæmdastjóri umhverfismálastofunar Sameinuðu þjóðanna, segir mannkynið í stríði við náttúruna og að það verði að semja um frið.

Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum
Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna.

Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur
Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos.

Dæmdur fyrir morðið í Visby og skipulagningu hryðjuverkaárásar
Dómstóll í Svíþjóð dæmdi í morgun hinn 33 ára Theodor Engström fyrir morð á konu á sjötugsaldri á götu úti í Visby á Gotlandi í sumar og skipulagningu hryðjuverkaárásar.

Úkraínumenn sagðir gera drónaárásir langt inni í Rússlandi
Drónaárás olli tjóni á olíubirgðastöð við flugvöll í Rússlandi nærri landamærunum að Úkraínu í nótt. Hún kemur beint í kjölfar úkraínskra árása á flugvelli langt inni í Rússlandi í gær.

Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook
Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar.

Ellemann-Jensen opnar á stjórnarsamstarf með Jafnaðarmönnum
Jakob Ellemann-Jensen, formaður danska hægriflokksins Venstre, opnaði í gær á að mynduð verði ríkisstjórn með Jafnaðarmannaflokki Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Kannski,“ sagði Ellemann-Jensen í samtali við TV2 í gær.

Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu
Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi.

Taka rafmagn af stórum svæðum
Stjórnvöld í Úkraínu þurfa að grípa til þess að taka rafmagnið af stórum svæðum tímabundið til þess að raforkukerfið sem eftir stendur í landinu fari ekki á hliðina.

Greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni frá Daewoo
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni eins og hann átti að gera þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og eftir að hann bar sigur úr býtum í kosningunum.

Berjast um síðasta sætið í öldungadeildinni mánuði síðar
Íbúar í Georgíu-ríki Bandaríkjanna ganga til kosninga í annað sinn á rúmum mánuði í dag til að ákveða hver hreppir sæti í öldungadeild þingsins. Prestur og fyrrverandi fótboltamaður keppast um sætið en með sigri gætu Repúblikanar jafnað þingmannafjölda Demókrata, þó ólíklegt þyki.