Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2023 10:44 Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu, er í kjörstöðu eftir kosningarnar. AP/Darko Bandic Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. Samkvæmt Reuters er búið að telja 98 prósent atkvæða, þegar þetta er skrifað og fékk Smer-flokkurinn 23,37 prósent. Hinn frjálslyndi flokkur PS, sem hefur leitt núverandi ríkisstjórn landsins, fékk 16,86 prósent og HLAS fékk 15,03 prósent. Eina kjördæmið þar sem tölur liggja ekki fyrir er úr þéttbýli og þykir líklegt að PS-flokkurinn muni fá flest atkvæði en ekki nóg til að brú bilið milli flokka. HLAS-flokkurinn er í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndunarviðræður í Slóvakíu en flokkurinn er leiddur af Peter Pellegrini, sem starfaði á árum áður með Fico og myndaði Hlas-flokkinn eftir að hann gekk úr Smer-flokknum. Hlas-flokkurinn er þó jákvæður í garð Evrópusambandsins, sem Fico og Smer-flokkurinn eru ekki. Michal Simecka, sem leiðir SP-flokkinn, segist ekki búinn að gefa það að mynda ríkisstjórn upp á bátinn.AP/Petr David Josek BBC hefur eftir Pellegrini að ómögulegt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Hlas en segir að hann haldi öllum dyrum opnum varðandi það með hverjum hann geti unnið með. Atkvæði dreifðust mjög milli stjórnmálaflokka og er útlit fyrir að allt að tíu þeirra nái mönnum inn á þing. Það gæti gert stjórnarmyndunarviðræður flóknar. Útgönguspár frá því í gærkvöldi höfðu gefið til kynna að PS-flokkurinn myndi fá flest atkvæði en staðan breyttist verulega í nótt. Michal Simecka, leiðtogi PS-flokksins hefur ekki gefið upp á bátinn að koma að næstu ríkisstjórn Slóvakíu. Slík ríkisstjórn myndi þó þurfa að innihalda hægri sinnaða flokka, sem myndi fela í sér málamiðlanir hjá Simecka. Þykir vinveittur Rússlandi Fico sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2017, eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Hann hefur lýst yfir aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem þykir hafa grafið undan lýðræðinu þar. Hann þykir einnig hliðhollur Rússlandi og hefur gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum. Fico hefur einnig barist gegn réttindum hinsegin fólks. Slóvakía hefur hingað til staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og útvegað þeim ýmis vopnakerfi. Slóvakar gáfu Úkraínumönnum til að mynda allar MiG-29 orrustuþotur ríkisins. Fico segist ætla að binda enda á það. Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Samkvæmt Reuters er búið að telja 98 prósent atkvæða, þegar þetta er skrifað og fékk Smer-flokkurinn 23,37 prósent. Hinn frjálslyndi flokkur PS, sem hefur leitt núverandi ríkisstjórn landsins, fékk 16,86 prósent og HLAS fékk 15,03 prósent. Eina kjördæmið þar sem tölur liggja ekki fyrir er úr þéttbýli og þykir líklegt að PS-flokkurinn muni fá flest atkvæði en ekki nóg til að brú bilið milli flokka. HLAS-flokkurinn er í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndunarviðræður í Slóvakíu en flokkurinn er leiddur af Peter Pellegrini, sem starfaði á árum áður með Fico og myndaði Hlas-flokkinn eftir að hann gekk úr Smer-flokknum. Hlas-flokkurinn er þó jákvæður í garð Evrópusambandsins, sem Fico og Smer-flokkurinn eru ekki. Michal Simecka, sem leiðir SP-flokkinn, segist ekki búinn að gefa það að mynda ríkisstjórn upp á bátinn.AP/Petr David Josek BBC hefur eftir Pellegrini að ómögulegt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Hlas en segir að hann haldi öllum dyrum opnum varðandi það með hverjum hann geti unnið með. Atkvæði dreifðust mjög milli stjórnmálaflokka og er útlit fyrir að allt að tíu þeirra nái mönnum inn á þing. Það gæti gert stjórnarmyndunarviðræður flóknar. Útgönguspár frá því í gærkvöldi höfðu gefið til kynna að PS-flokkurinn myndi fá flest atkvæði en staðan breyttist verulega í nótt. Michal Simecka, leiðtogi PS-flokksins hefur ekki gefið upp á bátinn að koma að næstu ríkisstjórn Slóvakíu. Slík ríkisstjórn myndi þó þurfa að innihalda hægri sinnaða flokka, sem myndi fela í sér málamiðlanir hjá Simecka. Þykir vinveittur Rússlandi Fico sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2017, eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Hann hefur lýst yfir aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem þykir hafa grafið undan lýðræðinu þar. Hann þykir einnig hliðhollur Rússlandi og hefur gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum. Fico hefur einnig barist gegn réttindum hinsegin fólks. Slóvakía hefur hingað til staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og útvegað þeim ýmis vopnakerfi. Slóvakar gáfu Úkraínumönnum til að mynda allar MiG-29 orrustuþotur ríkisins. Fico segist ætla að binda enda á það.
Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira