Fótbolti KA efst allra í seinni umferð og hart barist fyrir skiptingu Það er forvitnilegt að sjá hve ólík stigasöfnun liðanna í Bestu deild karla hefur verið fyrri og seinni hluta hinnar hefðbundnu deildakeppni. KA-menn hafa rakað inn flestum stigum allra liða í seinni umferðinni, og botnlið Fylkis gert betur en KR, Vestri og HK. Íslenski boltinn 27.8.2024 11:31 Hertha Berlín staðfestir komu Jóns Dags Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er genginn í raðir þýska félagsins Herthu Berlínar frá OH Leuven í Belgíu. Þetta staðfestir Hertha á heimasíðu félagsins. Fótbolti 27.8.2024 10:47 Stúkan: Blikar öflugir án Jasonar Daða Breiðablik missti einn sinn besta leikmann á miðju sumri en Blikar hafa þrátt fyrir það gefið í og eru nú komnir upp í toppsætið í Bestu deildinni. Stúkan ræddi Blikaliðið í nýjasta þætti sínum. Íslenski boltinn 27.8.2024 10:33 Gera allt til að vernda Guðrúnu og félaga eftir hótanirnar Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og aðrir leikmenn Rosengård munu nú æfa á bakvið luktar dyr, í kjölfar hótana í garð eins af leikmönnum félagsins. Fótbolti 27.8.2024 10:02 Barcelona nýtir sér meiðsli leikmanns til að skrá Olmo Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo fær væntanlega að spila með Barcelona í kvöld eftir að félaginu tókst loksins að finna leið til að skrá hann inn hjá spænsku deildinni. Fótbolti 27.8.2024 09:33 Sofið minna en skorað meira: „Ekki eitthvað sem ég mæli með“ Björn Daníel Sverrisson raðar inn mörkum fyrir FH og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deild karla. Björn kveðst óviss um hvað orsaki markaflóðið en segist þó hafa sofið minna í ár en þau á undan. Íslenski boltinn 27.8.2024 09:02 Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain. Enski boltinn 27.8.2024 08:38 Var kominn niður á rassinn í teignum en skoraði samt: Sjáðu mörkin Stjarnan komst upp í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á HK í Garðabænum í gærkvöldi. Nú má sjá mörkin úr leiknum inn á Vísi. Íslenski boltinn 27.8.2024 08:30 Beckham fór og kvaddi Sven: Við hlógum og grétum saman David Beckham, fyrrum fyrirliði enska fótboltalandsliðsins, er meðal þeirra fjölmarga sem hafa minnst Svíans Sven-Görans Eriksson sem lést í gær 76 ára gamall. Enski boltinn 27.8.2024 08:22 Elskuðu Fergie tímann en nú er Ten Hag tíminn að gera alla brjálaða Manchester United tapaði enn á ný í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir að hafa fengið á sig sigurmark undir lok leiks. Enski boltinn 27.8.2024 07:32 Söfnuðu nærri tveimur milljónum til minningar um Pétur Ben Knattspyrnulið Augnabliks safnaði nýverið nærri tveimur milljónum króna sem runnu óspart til Píeta Samtakanna en þau sinna forvarnastarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða ásamt því að styðja við aðstandendur. Íslenski boltinn 27.8.2024 07:00 Chiesa á blaði hjá Liverpool Hinn 26 ára gamli Federico Chiesa er á blaði hjá Liverpool en það er ljóst að Arne Slot, nýr þjálfari liðsins, vill styrkja hópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar. Enski boltinn 26.8.2024 23:31 Liðsfélagarnir stríða táningnum með því að kalla hann Bobby Undrabarnið Endrick skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madríd um helgina. Hann birti í kjölfarið færslu á Instagram-síðu sinni þar sem liðsfélagar hans stríddu honum með því að kalla leikmanninn því sem virðist vera nýja gælunafn hans hjá félaginu. Fótbolti 26.8.2024 23:02 „Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. Íslenski boltinn 26.8.2024 22:16 Uppgjörið: Stjarnan - HK 2-0 | Heimamenn upp í efri hlutann Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti. Íslenski boltinn 26.8.2024 22:15 Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. Fótbolti 26.8.2024 21:45 Juventus vann aftur öruggan sigur Thiago Motta gæti vart hafa byrjað betur sem þjálfari Juventus. Eftir tvo leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er liðið með tvo sigra og markatöluna 6-0. Fótbolti 26.8.2024 20:53 Telur Orra Stein ekki á leið til Man City að svo stöddu Á sunnudaginn var Orri Steinn Óskarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu og FC Kaupmannahafnar, orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Blaðamaður sem sérhæfir sig í liði Man City telur Orra Stein ekki vera á leið til liðsins að svo stöddu. Enski boltinn 26.8.2024 20:02 Alfreð hættur með landsliðinu: „Ótrúlega erfitt að kveðja“ Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Þetta tilkynnti framherjinn á samfélagsmiðlum sínum í dag, mánudag. Fótbolti 26.8.2024 19:26 Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Fótbolti 26.8.2024 19:17 Hjörtur færir sig um set á Ítalíu Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson hefur skipt um lið á Ítalíu. Hann hefur samið við Carrarese sem spilar í B-deildinni þar á landi. Fótbolti 26.8.2024 18:01 Liðsfélagi Haalands þreyttur á þrennunum Norðmaðurinn Erling Haaland skoraði enn eina þrennuna fyrir Manchester City er liðið vann 4-1 sigur á Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liðsfélagarnir eru hættir að nenna að hrósa honum fyrir. Enski boltinn 26.8.2024 17:15 Bjarki Steinn ekki með landsliðinu Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia á Ítalíu, verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Bjarki er á leið í aðgerð vegna kviðslita. Fótbolti 26.8.2024 15:47 Jóhann fær dýraníðing og Tello sem liðsfélaga Nýja félagið hans Jóhanns Bergs Guðmundssonar, landsliðsfyrirliða í fótbolta, heldur áfram að fá til sín leikmenn fyrir átökin í efstu deild Sádi-Arabíu á leiktíðinni sem var að hefjast. Fótbolti 26.8.2024 14:33 Telur að Yoro slái í gegn hjá United: „Pirrandi að mæta honum“ Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur mikla trú á franska varnarmanninum Leny Yoro sem var liðsfélagi Hákons hjá Lille þar til hann skipti til Manchester United í sumar. Hákon kveðst strax hafa séð hversu mikið hæfileikabúnt franski miðvörðurinn er. Fótbolti 26.8.2024 13:32 Segir Arnór búa yfir snilligáfu Arnór Sigurðsson þurfti ekki langan tíma til að skora sitt fyrsta mark í ensku B-deildinni í fótbolta um helgina. Þjálfari hans hrósar íslenska landsliðsmanninum í hástert. Enski boltinn 26.8.2024 11:32 Sven-Göran Eriksson látinn Sænski fótboltaþjálfarinn Sven-Göran Eriksson er látinn, 76 ára að aldri, eftir baráttu við ólæknandi krabbamein. Fótbolti 26.8.2024 11:27 Afleysingaþjálfari Dana missir af leikjum vegna veikinda Morten Wieghorst, tímabundinn landsliðsþjálfari Dana í fótbolta, stýrir ekki liðinu í tveimur landsleikjum í næsta mánuði. Fótbolti 26.8.2024 10:30 Draumamarkið hans var ekki dæmt gilt Patric Åslund tryggði Djurgården sigur á Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær en þetta var ekki eina mark hans í leiknum þótt að úrslitin hafi bara verið 1-0. Fótbolti 26.8.2024 10:01 Liverpool með Guardiola tölfræði í gær Arne Slot, nýr knattspyrnustjóri Liverpool, er strax byrjaður að láta knattspyrnufræðinga fletta upp í sögubókunum. Enski boltinn 26.8.2024 09:33 « ‹ 60 61 62 63 64 65 66 67 68 … 334 ›
KA efst allra í seinni umferð og hart barist fyrir skiptingu Það er forvitnilegt að sjá hve ólík stigasöfnun liðanna í Bestu deild karla hefur verið fyrri og seinni hluta hinnar hefðbundnu deildakeppni. KA-menn hafa rakað inn flestum stigum allra liða í seinni umferðinni, og botnlið Fylkis gert betur en KR, Vestri og HK. Íslenski boltinn 27.8.2024 11:31
Hertha Berlín staðfestir komu Jóns Dags Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er genginn í raðir þýska félagsins Herthu Berlínar frá OH Leuven í Belgíu. Þetta staðfestir Hertha á heimasíðu félagsins. Fótbolti 27.8.2024 10:47
Stúkan: Blikar öflugir án Jasonar Daða Breiðablik missti einn sinn besta leikmann á miðju sumri en Blikar hafa þrátt fyrir það gefið í og eru nú komnir upp í toppsætið í Bestu deildinni. Stúkan ræddi Blikaliðið í nýjasta þætti sínum. Íslenski boltinn 27.8.2024 10:33
Gera allt til að vernda Guðrúnu og félaga eftir hótanirnar Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og aðrir leikmenn Rosengård munu nú æfa á bakvið luktar dyr, í kjölfar hótana í garð eins af leikmönnum félagsins. Fótbolti 27.8.2024 10:02
Barcelona nýtir sér meiðsli leikmanns til að skrá Olmo Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo fær væntanlega að spila með Barcelona í kvöld eftir að félaginu tókst loksins að finna leið til að skrá hann inn hjá spænsku deildinni. Fótbolti 27.8.2024 09:33
Sofið minna en skorað meira: „Ekki eitthvað sem ég mæli með“ Björn Daníel Sverrisson raðar inn mörkum fyrir FH og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deild karla. Björn kveðst óviss um hvað orsaki markaflóðið en segist þó hafa sofið minna í ár en þau á undan. Íslenski boltinn 27.8.2024 09:02
Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain. Enski boltinn 27.8.2024 08:38
Var kominn niður á rassinn í teignum en skoraði samt: Sjáðu mörkin Stjarnan komst upp í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á HK í Garðabænum í gærkvöldi. Nú má sjá mörkin úr leiknum inn á Vísi. Íslenski boltinn 27.8.2024 08:30
Beckham fór og kvaddi Sven: Við hlógum og grétum saman David Beckham, fyrrum fyrirliði enska fótboltalandsliðsins, er meðal þeirra fjölmarga sem hafa minnst Svíans Sven-Görans Eriksson sem lést í gær 76 ára gamall. Enski boltinn 27.8.2024 08:22
Elskuðu Fergie tímann en nú er Ten Hag tíminn að gera alla brjálaða Manchester United tapaði enn á ný í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir að hafa fengið á sig sigurmark undir lok leiks. Enski boltinn 27.8.2024 07:32
Söfnuðu nærri tveimur milljónum til minningar um Pétur Ben Knattspyrnulið Augnabliks safnaði nýverið nærri tveimur milljónum króna sem runnu óspart til Píeta Samtakanna en þau sinna forvarnastarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða ásamt því að styðja við aðstandendur. Íslenski boltinn 27.8.2024 07:00
Chiesa á blaði hjá Liverpool Hinn 26 ára gamli Federico Chiesa er á blaði hjá Liverpool en það er ljóst að Arne Slot, nýr þjálfari liðsins, vill styrkja hópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar. Enski boltinn 26.8.2024 23:31
Liðsfélagarnir stríða táningnum með því að kalla hann Bobby Undrabarnið Endrick skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madríd um helgina. Hann birti í kjölfarið færslu á Instagram-síðu sinni þar sem liðsfélagar hans stríddu honum með því að kalla leikmanninn því sem virðist vera nýja gælunafn hans hjá félaginu. Fótbolti 26.8.2024 23:02
„Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. Íslenski boltinn 26.8.2024 22:16
Uppgjörið: Stjarnan - HK 2-0 | Heimamenn upp í efri hlutann Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti. Íslenski boltinn 26.8.2024 22:15
Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. Fótbolti 26.8.2024 21:45
Juventus vann aftur öruggan sigur Thiago Motta gæti vart hafa byrjað betur sem þjálfari Juventus. Eftir tvo leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er liðið með tvo sigra og markatöluna 6-0. Fótbolti 26.8.2024 20:53
Telur Orra Stein ekki á leið til Man City að svo stöddu Á sunnudaginn var Orri Steinn Óskarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu og FC Kaupmannahafnar, orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Blaðamaður sem sérhæfir sig í liði Man City telur Orra Stein ekki vera á leið til liðsins að svo stöddu. Enski boltinn 26.8.2024 20:02
Alfreð hættur með landsliðinu: „Ótrúlega erfitt að kveðja“ Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Þetta tilkynnti framherjinn á samfélagsmiðlum sínum í dag, mánudag. Fótbolti 26.8.2024 19:26
Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Fótbolti 26.8.2024 19:17
Hjörtur færir sig um set á Ítalíu Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson hefur skipt um lið á Ítalíu. Hann hefur samið við Carrarese sem spilar í B-deildinni þar á landi. Fótbolti 26.8.2024 18:01
Liðsfélagi Haalands þreyttur á þrennunum Norðmaðurinn Erling Haaland skoraði enn eina þrennuna fyrir Manchester City er liðið vann 4-1 sigur á Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liðsfélagarnir eru hættir að nenna að hrósa honum fyrir. Enski boltinn 26.8.2024 17:15
Bjarki Steinn ekki með landsliðinu Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia á Ítalíu, verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Bjarki er á leið í aðgerð vegna kviðslita. Fótbolti 26.8.2024 15:47
Jóhann fær dýraníðing og Tello sem liðsfélaga Nýja félagið hans Jóhanns Bergs Guðmundssonar, landsliðsfyrirliða í fótbolta, heldur áfram að fá til sín leikmenn fyrir átökin í efstu deild Sádi-Arabíu á leiktíðinni sem var að hefjast. Fótbolti 26.8.2024 14:33
Telur að Yoro slái í gegn hjá United: „Pirrandi að mæta honum“ Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur mikla trú á franska varnarmanninum Leny Yoro sem var liðsfélagi Hákons hjá Lille þar til hann skipti til Manchester United í sumar. Hákon kveðst strax hafa séð hversu mikið hæfileikabúnt franski miðvörðurinn er. Fótbolti 26.8.2024 13:32
Segir Arnór búa yfir snilligáfu Arnór Sigurðsson þurfti ekki langan tíma til að skora sitt fyrsta mark í ensku B-deildinni í fótbolta um helgina. Þjálfari hans hrósar íslenska landsliðsmanninum í hástert. Enski boltinn 26.8.2024 11:32
Sven-Göran Eriksson látinn Sænski fótboltaþjálfarinn Sven-Göran Eriksson er látinn, 76 ára að aldri, eftir baráttu við ólæknandi krabbamein. Fótbolti 26.8.2024 11:27
Afleysingaþjálfari Dana missir af leikjum vegna veikinda Morten Wieghorst, tímabundinn landsliðsþjálfari Dana í fótbolta, stýrir ekki liðinu í tveimur landsleikjum í næsta mánuði. Fótbolti 26.8.2024 10:30
Draumamarkið hans var ekki dæmt gilt Patric Åslund tryggði Djurgården sigur á Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær en þetta var ekki eina mark hans í leiknum þótt að úrslitin hafi bara verið 1-0. Fótbolti 26.8.2024 10:01
Liverpool með Guardiola tölfræði í gær Arne Slot, nýr knattspyrnustjóri Liverpool, er strax byrjaður að láta knattspyrnufræðinga fletta upp í sögubókunum. Enski boltinn 26.8.2024 09:33