
Enski boltinn

Solskjær leitar til íþróttasálfræðings vegna vandræða gegn smærri liðunum
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er sagður vilja fá íþróttasálfræðing til starfa hjá félaginu.

Martinelli í fótspor Nicolas Anelka hjá Arsenal
Átján ára Brasilíumaður er að eiga mjög athyglisvert fyrsta tímabil með enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.

Spilaði sinn fyrsta leik síðan í ágúst og Guardiola sagði hann besta miðvörð í heimi
Aymeric Laporte snéri aftur í lið Manchester City í gær er liðið hafði betur gegn nýliðum Sheffield United með marki frá Sergio Aguero.

Njósnarar Man. United i Frakklandi er níu dagar eru eftir af glugganum
Rauðu djöflarnir vilja þétta raðirnar áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Solskjær svaraði Ian Wright fullum hálsi
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ekki hrifinn af því tali að hann hafi valdið meiðslum Marcus Rashford.

Ástæðan fyrir því að Klopp er aldrei í jakkafötum á hliðarlínunni
Sky Sports settist niður með Jürgen Klopp á dögunum og fékk að spyrja hann persónulegra og öðruvísi spurninga um knattspyrnustjóraferilinn.

Ancelotti rifjaði upp tapið á móti Liverpool í Istanbul eftir hörmungar Everton í uppbótartíma í gær
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var óvenju sáttur við sitt lið þrátt fyrir klúðrið í blálokin á móti Newcastle í gærkvöldi.

Man. Utd tilbúið með 30 milljónir punda fyrir 16 ára miðjumann Birmingham
Manchester United er reiðubúið að borga 30 milljónir punda fyrir miðjumann Birmingham, Jude Bellingham, en Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu.

Kevin De Bruyne í sérflokki
Belginn Kevin De Bruyne er engum líkur. Stoðsending hans í sigurmarki Sergio Agüero var hans 15. á leiktíðinni. Er þaðí þriðja skipti sem hann leggur upp 15 mörk eða fleiri á einni og sömu leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur gert slíkt hið sama.

Hector Bellerin tryggði 10 leikmönnum Arsenal stig á Brúnni
Arsenal náði jafntefli gegn Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera manni færri í 65 mínútur eftir að David Luiz fékk rautt spjald. Hector Bellerin, fyrirliði Arsenal, bjargaði stigi fyrir gestina með frábæru skoti undir lok leiks. Lokatölur 2-2.

Agüero kom City til bjargar | Ótrúleg endurkoma Newcastle á Goodison Park
Fimm af sex leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er nú lokið. Sergio Agüero tryggði Manchester City -1-0 sigur á Sheffield United. Moise Kean braut loks ísinn fyrir Everton sem komst í 2-0 gegn Newcastle United á heimavelli en gestirnir komu til baka og skoruðu tvívegis í uppbótartíma, lokatölur því 2-2 á Goodison Park. Þá unnu AFC Bournemouth og Aston Villa loks leik. Öll úrslit kvöldsins má finna í fréttinni.

Liverpool vill ekki missa Shaqiri fyrr en næsta sumar
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, vill ekki missa svissneska landsliðsmanninn Xerdan Shaqiri úr sínum röðum þó svo að hann sé ekki að spila mikið þessa dagana. Liðið hefur fengið fyrirspurnir frá Sevilla á Spáni og Roma á Ítalíu en bæði lið vilja fá hinn smáa en knáa Shaqiri á láni.

Forysta Liverpool helmingi meiri en hjá PSG í Frakklandi og Bítlaborgarliðið á leik til góða
Liverpool er í ansi góðri stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er þeir hafa leikið 22 leiki.

Lampard elskar að hlusta á Roy Keane en ætlar að sanna fyrir honum að hann hafi rangt fyrir sér
Roy Keane sagði um helgina að farið væri silkihönskum um Frank Lampard vegna þess að hann væri enskur.

Liverpool efst í kosningu Sky Sports á besta liðinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Það er aldrei auðvelt verkefni að bera saman lið frá mismunandi tímum en það kemur ekki í veg fyrir að menn láti vaða. Nýjasta dæmi er netkönnun Sky Sports.

Solskjær um tapið fyrir Liverpool: „Sýnir að við erum á réttri leið“
Norðmaðurinn er þess fullviss að Manchester United sé á réttri leið.

Kylian Mbappe er hrifinn af Liverpool liðinu
Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið.

Manchester United kært fyrir hegðun leikmanna í Liverpool leiknum
Enska knattspyrnusambandið hefur kært framkomu leikmanna Manchester United í leik liðsins á móti Liverpool á Anfield um helgina.

Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford
Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær.

„Ef þeir vinna úrvalsdeildina er þetta líklega besta lið Liverpool í sögunni“
John Aldridge, Liverpool goðsögn sem lék með liðinu frá 1987 til 1989, segir að ef Liverpool-liðið í ár vinni enska titilinn er erfitt að horfa framhjá því sem besta lið félagsins í sögunni.

Gylfi áfram á meiðslalistanum
Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Everton í kvöld er liðið mætir Newcastle á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni.

Evra talaði eins og margir stuðningsmenn Man. United hugsa eflaust í dag
Það er ekki gott að vera stuðningsmaður Manchester United í dag eftir að liðið lenti 30 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool með því að tapa á Anfield í gær.

Toppliðin halda áfram að hiksta
WBA er á toppi ensku B-deildarinnar og gátu aukið forskotið í kvöld er Stoke kom í heimsókn.

Gamli Grindvíkingurinn gerði gærdaginn enn betri fyrir Liverpool
Karlalið Liverpool var ekki eina lið félagsins sem fagnaði góðum sigri í ensku úrvalsdeildinni í gær því kvennalið félagsins vann líka mikilvægan sigur.

Alisson jafnaði við Gylfa í gær
Alisson Becker, markvörður Liverpool, lagði upp seinna mark Liverpool liðsins og er þar með búinn að jafna við margar stórstjörnur á stoðsendingalistanum á þessu tímabili.

Roy Keane ósáttur með að De Gea hafi fengið aukaspyrnu: Fótboltinn er orðinn brjálaður
Manchester United-maðurinn, Roy Keane, botnaði ekkert í því að mark Roberto Firmino í gær hafi verið dæmt af í stórleik Liverpool og Man. United í gær.

Klopp og lærisveinar nálgast met Liverpool-liðsins frá 1972
Liverpool hefur unnið nítján heimaleiki í röð og er einungis tveimur sigurleikjum á heimavelli frá því að jafna met sem Liverpool á.

Sjáðu hversu reiður Gary Neville var þegar Martial klúðraði dauðafærinu í gær
Gary Neville er eins harður stuðningsmaður Manchester United og þeir gerast. Hann er líka "hlutlaus“ knattspyrnusérfræðingur Sky Sports á leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Klopp: Stuðningsmennirnir geta sungið það sem þeir vilja en ekkert hefur breyst
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kippir sér ekki mikið upp við söngva stuðningsmanna Liverpool sem heyrðust í sigrinum gegn Man. United í gær.

Mikill hiti er Carragher og Roy Keane ræddu um framtíð Solskjær | Myndband
Það var hiti í spekingum Sky Sports er þeir ræddu leik Liverpool og Manchester United enda nokkrir fyrrum leikmenn liðanna í settinu.