Tölvuþrjótar krefja Man Utd um lausnargjald Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 22:11 Manchester United vann öruggan sigur í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag en í kvöld bárust fréttir þess efnis að félagið hefði orðið fyrir árás tölvuþrjóta. Matthew Peters/Getty Images Tölvuþrjótar hafa brotist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þaðan mikilvægum upplýsingum. Krefja þeir nú félagið um milljónir punda ellegar muni þeir birta upplýsingarnar. Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Nú hefur komið í ljós að liðið er einnig í ákveðnu basli utan vallar. Tölvuþrjótar vilja nefnilega fá fleiri milljónir punda frá félaginu ellegar munu þeir dreifa viðkvæmum upplýsingum félagsins á veraldarvefnum. Þetta segir í frétt enska götublaðsins Daily Mail sem birtist fyrr í kvöld. Tölvuþrjótar – eða hakkarar – eiga að hafa komist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þar ýmsum viðkvæmum upplýsingum og gögnum er varðar stuðningsmenn félagsins til að mynda. Man United hefur ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við árásinni en það gæti reynst of seint. Ef félagið borgar ekki fleiri milljónir punda þá munu tölvuþrjótarnir leka gögnunum. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail um hversu margar milljónir er að ræða. Exclusive: Man United being held to ransom by hackers demanding millions to halt cyber attack https://t.co/wg8Y8YkUfe via @MailSport #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) November 26, 2020 Á síðasta ári lenti félag utan ensku úrvalsdeildarinnar í svipuðu atviki og var krafist allt að fimm milljóna punda í lausnargjald þar. Hæsta gjald sem íþróttafélag hefur greitt til að koma í veg fyrir að viðkvæmum upplýsingum sé lekið er sem stendur fjórar milljónir punda. Árásin hófst fyrir viku síðan og hefur Man Utd eins og áður sagði ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við henni og koma í veg fyrir að þrjótarnir komist yfir fleiri gögn en þeir hafa nú þegar. Netöryggisstofnun Bretlands (National Cyber Security Centre) staðfesti í kvöld að hún væri að aðstoða við að leysa krísuna. „NCSC veit af atviki sem snýr að knattspyrnufélaginu Manchester United og vinnur nú ásamt félaginu og samstarfsaðilum þeirra í því að komast að hversu mikil áhrif þetta gæti haft,“ segir í tilkynningu öryggismiðstöðvarinnar. Man Utd hefur gefið frá sér yfirlýsingu og segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á komandi leikdaga liðsins og allar upplýsingar stuðningsmanna séu öruggar. Ef viðkvæmum upplýsingum sem félagið hefur um stuðningsmenn sína er lekið gæti félagið átt yfir höfði sér sekt upp á allt að 18 milljónir punda. Þá neitaði félagið að spekúlera í því hver gæti verið á bakvið árásina eða ástæður hennar. Árásir sem þessar eru hins vegar orðnar mun algengari en áður fyrr og virðist sem flest af stærri íþróttaliðum heims þurfi að setja meiri pening í netöryggi til að koma í veg fyrir að þetta gerist reglulega. Fótbolti Enski boltinn Tölvuárásir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira
Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Nú hefur komið í ljós að liðið er einnig í ákveðnu basli utan vallar. Tölvuþrjótar vilja nefnilega fá fleiri milljónir punda frá félaginu ellegar munu þeir dreifa viðkvæmum upplýsingum félagsins á veraldarvefnum. Þetta segir í frétt enska götublaðsins Daily Mail sem birtist fyrr í kvöld. Tölvuþrjótar – eða hakkarar – eiga að hafa komist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þar ýmsum viðkvæmum upplýsingum og gögnum er varðar stuðningsmenn félagsins til að mynda. Man United hefur ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við árásinni en það gæti reynst of seint. Ef félagið borgar ekki fleiri milljónir punda þá munu tölvuþrjótarnir leka gögnunum. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail um hversu margar milljónir er að ræða. Exclusive: Man United being held to ransom by hackers demanding millions to halt cyber attack https://t.co/wg8Y8YkUfe via @MailSport #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) November 26, 2020 Á síðasta ári lenti félag utan ensku úrvalsdeildarinnar í svipuðu atviki og var krafist allt að fimm milljóna punda í lausnargjald þar. Hæsta gjald sem íþróttafélag hefur greitt til að koma í veg fyrir að viðkvæmum upplýsingum sé lekið er sem stendur fjórar milljónir punda. Árásin hófst fyrir viku síðan og hefur Man Utd eins og áður sagði ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við henni og koma í veg fyrir að þrjótarnir komist yfir fleiri gögn en þeir hafa nú þegar. Netöryggisstofnun Bretlands (National Cyber Security Centre) staðfesti í kvöld að hún væri að aðstoða við að leysa krísuna. „NCSC veit af atviki sem snýr að knattspyrnufélaginu Manchester United og vinnur nú ásamt félaginu og samstarfsaðilum þeirra í því að komast að hversu mikil áhrif þetta gæti haft,“ segir í tilkynningu öryggismiðstöðvarinnar. Man Utd hefur gefið frá sér yfirlýsingu og segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á komandi leikdaga liðsins og allar upplýsingar stuðningsmanna séu öruggar. Ef viðkvæmum upplýsingum sem félagið hefur um stuðningsmenn sína er lekið gæti félagið átt yfir höfði sér sekt upp á allt að 18 milljónir punda. Þá neitaði félagið að spekúlera í því hver gæti verið á bakvið árásina eða ástæður hennar. Árásir sem þessar eru hins vegar orðnar mun algengari en áður fyrr og virðist sem flest af stærri íþróttaliðum heims þurfi að setja meiri pening í netöryggi til að koma í veg fyrir að þetta gerist reglulega.
Fótbolti Enski boltinn Tölvuárásir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira