Enski boltinn

Vand­ræði Man City án Rodri halda á­fram

Englandsmeisturum Manchester City tókst ekki að hrista af sér þá staðreynd að liðinu gengur gríðarlega illa án miðjumannsins Rodri en liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United í Norður-Englandi í fyrsta leik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Enski boltinn

Telur sig geta fyllt skarð Rodri

Ekki vantar sjálfstraustið í Matheus Nunes, leikmann Manchester City. Hann telur að hann geti fyllt skarð Rodris sem verður frá keppni næstu mánuðina vegna alvarlegra meiðsla.

Enski boltinn

Bragð­dauft á Old Traf­ford

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Twente frá Hollandi í 1. umferð Evrópudeildar karla í fótbolta. Leikur kvöldsins var gríðarlega bragðdaufur og heimamenn með bakið upp við vegg eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Enski boltinn

Skytturnar skoruðu fimm

Arsenal átti ekki í teljandi vandræðum með C-deildarlið Bolton Wanderers í enska deildarbikar karla í knattspyrnu. Lokatölur á Emirates-leikvanginum 5-1.

Enski boltinn

Naumur sigur dugði City

Englandsmeistarar Manchester City komust í fjórðu umferð enska deildabikarsins í kvöld með naumum 2-1 sigri á B-deildarliði Watford á Etihad-vellinum í Manchester.

Enski boltinn

Fyrrum lög­maður Trump vill í enska boltann

Joe Tacopina, fyrrum lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana, hyggst kaupa enskt knattspyrnulið og líkja eftir árangri Wrexham. Kaup hans hafa ekki enn verið heimiluð vegna brota hans í ítalska fótboltanum.

Enski boltinn

Tíma­bilið búið hjá Rodri?

Rodri, miðjumaður Manchester City og spænska landsliðsins, er sagður alvarlega meiddur eftir að hafa vikið af velli í 2-2 jafntefli liðsins við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Um mikla blóðtöku er að ræða fyrir Englandsmeistarana.

Enski boltinn

Haaland ekki refsað

Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Enski boltinn

Kea­ne segir Arteta að taka lyfin sín

Roy Keane, sparkspekingur og fyrrum leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United er allt annað en sáttur með Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, og ummæli hans um Michael Oliver og dómarateymið í stórleik Arsenal gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.  

Enski boltinn