Bakþankar

Jólajóla
Verslunarmanneskja í vinsælli búð á Laugaveginum hafði á orði við mig á mánudaginn að jólin núna væru þau afslöppuðustu sem hún hefði upplifað. Hún meinti ekki að það væri lítið að gera í búðinni. Það var nóg að gera, jafnvel meira en áður. En fólkið var afslappaðra, sagði hún. Minni æsingur.

Umbreytingin mikla
Það gerðist í gær, lesandi góður, meira að segja áður en ég byrjaði að skrifa þennan pistil svo í þínum sporum myndi ég bara fara að lesa jólakort eða eitthvað.

Þorláksmessa
Þorkláksmessa er loksins runnin upp. Hjá sumum kannski allt of snemma því hið vel þekkta jólastress rís gjarnan hæst í dag. Verslanir eru opnar þar til klukkan fer að ganga miðnætti í kvöld og margir eyða allri þorláksmessunni í síðustu innkaupin fyrir jólin. Fótafúnir hlaupa menn milli búða og leita uppi eitthvað, bara eitthvað sem gæti hentað í jólapakkann.

Í aldingarðinum
Árið sem senn er á enda á ekki eftir að líða þeim, sem komin eru til vits og ára, úr minni. Draumar margra um trygga atvinnu hafa brostið og vetraráform um sumarferðalag til útlanda virðast hálfsyndsamleg. Á dauða okkar áttum við von en ekki því að íslenska hagkerfið hryndi til grunna. Fólk sem alltaf virtist rekið áfram af háleitum hugsjónum hefur reynst úlfar í sauðagæru, stjórnmálamenn jafnt sem fjölmiðlamenn. Nú lofa þeir bót og betrun en „Að venju þykir vafi leika um sum / þau aldin sem nýjust glóa á greinum trjánna" eins og segir í ljóðinu Í aldingarðinum eftir Þorstein frá Hamri.

Jólakötturinn
Af öllu hyskinu hennar Grýlu hefur mér alltaf þótt jólakötturinn verstur. Strákapör jólasveinanna þrettán má fyrirgefa en gæludýrið á heimilinu er svo óforskammað að maður getur ekki annað en fyllst hryllingi við tilhugsunina. Grýla étur bara óþæg börn sem eiga það skilið en kötturinn hennar leggst svo lágt að ráðast á fátæklinga sem enga nýja flík fá fyrir jólin.

Humm
Tveir mánuðir eru liðnir síðan skelfdur Haarde bað Guð að blessa þjóðina. Þá þyrmdi yfir hressustu stuðbolta og ég var með í maganum dögum saman á meðan daglegir blaðamannafundir skullu á þjóðinni. Í nokkrar vikur var allt á fullu í hausnum á mér, og í hverjum einasta haus á skerinu, að því er virtist.

Misjöfn eru morgunverkin
Dagur rís á ný og ég bý mig undir verkefni dagsins. Þar sem ég er í ríkisstjórn er annasamur dagur framundan. Það er fundur á eftir og við þurfum að fara betur yfir fjárlagafrumvarpið. Hvar eigum við að skera niður í þessari ólgutíð? Þó við höfum sagst ætla að efla menntun í kreppunni er nú ansi mikið sem fer í þann málaflokk og allsstaðar verður að skera niður. Og hvað með Vatnsveginn upp á 110 milljónir. Nei hann verður að vera. Úff, ýmist er maður skammaður fyrir að skera niður á Landspítalanum, sagður vega að rekstri hjúkrunarheimila háskólans. Jæja Þjóðkirkjan er í það minnsta sæmilega sátt. Best að fara að koma sér. Mikið vona ég að ekki verði mikið af fólki við Tjarnargötuna með þessi ótætis hróp. Það er þó alltaf hægt að nota bakdyrnar.

Ljómi sjálfsblekkingarinnar
Vilji maður trúa á hæfni einhvers þarf ekki nema ein meðmæli til að fullvissa mann um gæði viðkomandi.

Fórnarlamb fullkominna jóla
Auk þess að vera næstum eina ljósið í myrkri þjóðlífsins þessa dagana, þá eru jólin spyrt við venjur, siði og taumlausar tiktúrur. Á örfáum dögum er hvers kyns hefðum í kotinu kirfilega gefinn laus taumurinn og allt lagt undir. Krafan um bletta- og hrukkulausa hamingju nær gjarnan hámarki sínu einmitt í desember og skal henni náð með öllum tiltækum ráðum.

Hver bjó naflann til?
Sjálfur Guð er efstur á baugi á heimilinu þessa dagana, þar sem tvær ungar systur eru að kynnast sögunni af fæðingu Jesúbarnsins. Systurnar finna heil ósköp til með litla barninu sem þurfti að fæðast í fjárhúsi af því að engan gististað var að finna.

Ímyndin
Í vikunni lýsti erlendur blaðamaður því sem miklum sannleika um ástandið á Íslandi, að hér væri fólk meira og minna að kaupa hrossakjöt, þurran fisk og gamlar DVD útgáfur af Söngvaseið. Þetta var haft til vitnis um að þjóðin væri við fátæktarmörk.

Hví að kjósa?
Gott kvöld góðir gestir og verið velkomin í Útsvar. Þátturinn í kvöld verður með dálítið breyttu sniði. Einu sinni sprakk ríkisstjórn í beinni útsendingu, en nú verður ríkisstjórn mynduð í beinni útsendingu. Næstu þrjá föstudaga munu fjórir stjórnmálaflokkar keppa um hverjir komast í næstu stjórn. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórn er valin með þessum hætti og kemur ýmislegt þar til, til dæmis sú staðreynd að það er víst ekki hægt að boða til aukakosninga um vetur og ekki síður sú staðreynd að RÚV bráðvantar ódýrt sjónvarpsefni eftir sársaukarfullan niðurskurð – ekki satt Þorgerður Katrín? Haha! Neinei, þetta er nú bara létt grín.“

Forvarnir
Aumingja homo sapiens að vera svona ófullkominn. Hér velkjumst við á þrautagöngunni á milli lífs og dauða, hallærislega mannleg og asnaleg eithvað.

Áttu nóg, áttu afgang?
Landsins fjölsóttasti bloggari viðurkenndi það á mánudag: honum var þorrinn allur þróttur – svartsýnin sótti hann heim og settist upp í hans sálarranni.

Steinn í skó
Ég stóð mig að því að slökkva á sjónvarpinu um daginn þegar einhver ráðalaus ráðamaðurinn sat fyrir svörum. Ég var orðin hundleið á kreppunni.

Góðu stelpurnar
Það voru þrjár stelpur í hverfinu mínu sem aldrei virtust fara út úr húsi svo þær væru ekki að hjálpa mæðrum sínum. Þær fóru út með ruslið fyrir þær, skruppu út í búð eða sátu yfir systkinum sínum á rólóvöllunum.

Lygamöntrur
Tungumálið er sennilega hættulegasta vopnið sem maðurinn hefur fundið upp. Með því virðist nefnilega vera hægt að svipta venjulegt fólk heilbrigðri skynsemi og telja því trú um nánast hvaða himinhrópandi vitleysu sem er.

Af fleytingum
Jón Páll Jakobsson hóf útgerðar-sögu sína á Bíldudal aðeins fimm ára gamall. Ég væri ekki að minnast á þetta nema vegna þess að þá hófst mín útgerðarsaga líka. Þannig var mál með vexti að karl faðir hans hafði hent litlu bretti sem verið hafði við útidyrnar. Fengum við þá korkbúta hjá Runna rafvirkja og negldum undir en síðan var ýtt úr vör.

Komdu fagnandi
Hrollvekjan Dýragrafreiturinn – Pet Cemetery – eftir Stephen King fjallar um grafreit sem er þeirri ónáttúru gæddur að þeir sem þar eru huslaðir, dýr og menn, ganga aftur og ekki eins og þeir áttu að sér að vera; einhver meinsemd hefur tekið sér bólfestu í þeim – einhver illska. Það er auðvitað ljótt að segja en sá grunur læðist að manni að eitthvað álíka hljóti að hafa hent Davíð Oddsson. Þegar pólitískur ferill Davíðs var borinn í grafhýsið við Kalkofnsveg undir fallegum minningarorðum héldum við að þar með væri þetta búið, einum kafla væri lokið og annar að hefjast. Aldeilis ekki. Davíð er snúinn aftur og skæðari en nokkru sinni áður. Er Seðlabankinn nokkuð reistur á fornu kumli?

Skotsilfur Egils
Umræðan um starfsmanna- og launamál RÚV tók áhugaverða litla beygju í vikunni. Egill Helgason ákvað að opinbera eigin launakjör á vefsíðu sinni til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þau eru um 800 þúsund á mánuði, auk jakkafata, síma og frírra áskrifta að helstu fjölmiðlum.

Í ilmvatnsskýi
Við lifum á merkilegum tímum. Landsmenn flykkjast út á götur og mótmæla og það þykir lítið ef aðeins nokkur hundruð manns mæta á mótmæli. Gamlir mótmælahundar vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið; hvort þeir eiga að fagna auknum liðsauka við mótmæli eða finnast sem verið sé að kássast upp á þeirra júffertu.

Góðærisbörn og kreppubörn
Ég eignaðist son minn um svipað leyti og Björgólfur eignaðist Landsbankann. Þeir eiga það sameiginlegt, guttinn og bankinn, að hafa ekki tamið sér mikla hógværð. Fyrsta sunnudag í aðventu bökuðum við mæðginin til dæmis smákökur. Hann söng hástöfum við baksturinn, sagðist vera besti bakari í heimi og hlakkaði ægilega til að segja öðrum frá meistaratöktum sínum.

Gott að muna í kreppu
Rétt fyrir og eftir jól bregst ekki að á hverju ári eiga börnin mín afmæli. Án þess að hafa fræðilega rannsókn til stuðnings tel ég einsýnt að margt fólk eigi sinn persónulega fengitíma eins og hver annar búfénaður og hafi þannig sterka tilhneigingu til að eignast börnin sín á einni og sömu árstíðinni. Vegna þess að mér er ýmislegt betur gefið en hagsýni eiga allar dæturnar afmæli um þessar mundir. Einmitt á mesta útgjaldatíma ársins. Kreppa eða ekki kreppa.

Mamma Mia
Ég man eftir því að hafa velt því fyrir mér þegar ég var lítil hvor væri meiri pæja, Agnetha Fältskog eða Anni-Frid Lyngstad. Þá bjó ég í Svíþjóð og söngkonur Abba þóttu afbragð annarra kvenna.

Gufubaðið
Á Laugarvatni - hvaðan ég er ættaður - var einu sinni æðislegt, náttúrulegt gufubað. Þetta var einn af uppáhaldsstöðunum mínum á Íslandi.

Björgvin Geisp Zzzigurðsson
Í vor sá ég merkilega fréttaskýringu í hinum virta bandaríska sjónvarpsþætti 60 mínútur. Innslagið fjallaði um svefnrannsóknir og nýjustu niðurstöður sprenglærðra háskólamanna þar í landi, sem hafa komist að því að svefn sé manninum miklu mikilvægari en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir.

Ofurhetjan Kreppumann
Inni í mér syngur Bonní Tyler smellinn sinn Holding out for a hero. Ég og Bonní þurfum sárlega hetju í líf okkar þessi misserin. Þar sem engin íslensk hetja er í sjónmáli hef ég brugðið á það ráð að hengja plakat af Barack Obama upp á vegg heima hjá mér. Það er skárra en ekkert.

Pant vera Geir
Rosalega er ég eitthvað úrræðalaus í dag. Svona hlýtur manni að líða sem er í einhverju ábyrgðarstarfinu. Mér líður eins og Geir. Þetta sést kannski eins mikið á mér og honum.

Vinalegir þjófar
Júnínótt eina árið 1994 sté ég úr hótelrekkju í Amsterdam og ákvað að bregða mér í reiðhjólatúr um borgina. Ég rataði vissulega ekkert en nóttin var að renna sitt skeið á enda og ég átti að taka lest til Parísar að morgni og ég vildi ekki hætta á það að sofna í morgunsárið og sofa fram á miðjan dag. Ætlaði ég heldur að þrauka án þess að sofa um nóttina, og í þeim tilgangi fór ég í hjólreiðatúrinn, en sofna svo í lestinni og vakna stálsleginn í Frans.

Vannýtt auðlind
Hin alltumlykjandi kreppa hefur nú eitrað tilveruna í margar vikur. Hvarvetna getur að líta sökudólga sem eiga það helst sameiginlegt að vera steinhissa á alls kyns ásökunum því tilgangur þeirra hafi svo sannarlega verið góður.