Bakþankar Framtíðarsýn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Mig dreymdi að væri komið árið 2012, þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf. Já veröldin var skrýtin, það var allt orðið breytt, því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt,“ söng Vilhjálmur Vilhjálmsson árið 1969 á plötunni Hún hring minn ber. Bakþankar 22.10.2009 06:00 Milliliðalaust Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ríkisstjórnin bað í gær þegna landsins um að beina reiði sinni ekki að persónum og heimilum. Rétt væri að skilja þar á milli og þrátt fyrir að réttur fólks til mótmæla væri vissulega viðurkenndur, sé mikilvægt að þau mótmæli séu skipulögð, friðsamleg og rúmist innan allsherjarreglu samfélagsins. Bakþankar 21.10.2009 06:00 Stieg vinur minn Fyrir nokkrum mánuðum rændi Svíi hjarta mínu. Já, þetta gerðist þrátt fyrir að ég sé vel að mér um Íslendingasögur og viti að Svíar eru undantekningarlaust vondir menn, göldróttir og jafnvel berserkir. Ég var stödd úti í bókabúð, ákveðin í að kaupa mér skemmtilegt léttmeti og komin með kilju í hönd. Í biðröðinni hitti ég fyrir annan viðskiptavin. Honum þótti augljóslega lítið til bókarinnar í höndum mér koma en ýtti að mér annarri bók. Bókin hét Karlar sem hata konur og hafði ég verið þess fullviss að þar væri á ferð femínískt fræðirit en ég var ekki á höttunum eftir slíku riti þennan eftirmiðdag. En af því að þessi maður í bókabúðinni var nú sjálfur Egill Helgason, sem margir telja nestor íslenskrar bókmenntaumræðu, og af því að röðin var komin að mér við kassann gerðist ég meðvirk mjög og skipti umhugsunarlaust um skruddu. Þegar út var komið sá ég samstundis eftir skiptunum og var skapi næst að bíða eftir því að Egill og önnur gáfumenni sem höfðu hreiðrað um sig inni í búðinni færu burt svo ég gæti skilað henni. Bakþankar 20.10.2009 06:00 Til öryggis Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Fyrir bara tveimur örstuttum árum vorum við á hátindi oflætisins og okkur allir vegir færir. Rjómi íslenska aðalsins spókaði sig í bönkum og kauphöllum heimsins og gerði feita díla á báðar hendur, svo rosalega snjalla. Við hin vorum reyndar ábekingar en höfðum ekki hugmynd um það. Skammsýni okkar og trúgirni borgum við nú dýru verði. Eins og undanfarið ár hafi ekki verið nógu harkalegur skellur á hrjáðri þjóð, þá byrjar vetur númer tvö af engu minna offorsi. Ofan á efnahagshörmungar bætast fleiri ógnir gegn heimilum og heilsufari. Öfugt við stemminguna fyrir tveimur árum þegar við vorum öll svakalega alþjóðleg og smartheitin komu viðstöðulaust frá útlöndum, þá kemur nú þaðan ekkert nema lífshætta. Bakþankar 19.10.2009 06:00 Dauðalisti tungumálsins Bakþankar 17.10.2009 00:01 Þegar allt breyttist ekki Dr. Gunni skrifar Mér fannst fall Berlínarmúrsins ekkert svo merkilegt. Að minnsta kosti man ég ekkert hvað ég var að gera þegar fréttin barst. Ég man hins vegar ljóslifandi eftir 11. september 2001. Maður var alveg í smá sjokki, fyrst og fremst vegna þess að ég og Lufsan áttum pantaða New York-ferð í desember. Við höfðum skoðað myndir af mollinu sem var í kjallara World Trade Center. Hún vildi hætta við ferðina en ég náði að lempa hana til að fara. Maður tók fyrst og fremst eftir því hvað ameríski fáninn var úti um allt. Blakti alls staðar á húsum og á bílum. Bakþankar 15.10.2009 06:00 Hlátur í huga Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Ég er að hugsa um að fara á hlátursnámskeið," sagði hann ákveðinn og svipti skyrtu út úr skápnum. Honum var greinilega enginn hlátur í hug. "Ókei," sagði ég. "Þarftu þess?" Hann sneri sér að mér grafalvarlegur á svip og sagði dimmum rómi: "Þetta er sko ekkert djók lengur." Það mátti alveg samsinna því. Maðurinn var enn blár eftir tuttugu kílómetra á belti, sturtan hafði ekkert náð honum niður, og nú var hann tekinn að klæða sig með snörpum handtökum. Bakþankar 13.10.2009 08:35 Aftur í sama farið? Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Það getur reynst erfitt að breyta út af vananum. Við erum gjörn á að hjakka í sama hjólfarinu og sitja sem fastast í þeim aðstæðum sem við þekkjum best, jafnvel þó þær aðstæður séu ekki endilega þær bestu og breytinga væri þörf. Það felst ákveðið öryggi í þessu venjulega. Þó að okkur takist stundum að hrista upp í hlutunum og breyta tímabundið til er tilhneigingin til að falla aftur í sama farið rík. Bakþankar 8.10.2009 06:00 Glatað tækifæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Það gustaði um vinstri menn hér á landi eftir kosningarnar í apríl. Þjóðin hafði veitt minnihlutastjórninni umboð sitt til að takast á við vandann og gert hana að meirihlutastjórn. Tveir vinstri flokkar höfðu fengið meirihlutafylgi; nokkuð sem aldrei hafði áður gerst í sögunni. Enga meðreiðarsveina þurfti með og hægt var að teikna upp vinstri stjórn eins og vinstri menn vildu hafa hana. Bakþankar 7.10.2009 06:00 Til sölu Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Einbýlishús til sölu, eiginkona fylgir í kaupbæti. Einhvern veginn svona hljómaði fyrirsögn á auglýsingu rúmlega fertugrar konu frá Flórída sem birtist í fyrra. Hún hét, og heitir sjálfsagt enn, Deven Trabosh og var orðin hundleið á að reyna að losna við húsið sitt sem var orðið verðlaust en hún þurfti þó að greiða af um hver mánaðamót. Þá höfðu andvökunætur hennar á næturklúbbum bæjarins einnig skilað lélegum árangri. Hús hennar og hjarta var falt fyrir rétt verð og réttan mann en enginn virtist áhugasamur þótt hvort tveggja væri svo sem nógu snoturt. Það var eitthvað hrífandi við hana Deven. Hún bar sig hvorki aumlega né vældi á skjaldborg heimilanna heldur snurfusaði sig og bauð það sem hún átti til sölu. Einhvern veginn var þetta uppátæki svo einlægt og bros hennar svo viðkvæmnislegt undir alltof miklum farða að ekki var hægt að hneykslast á henni. Hún var bara eitthvað svo elskuleg og fullviss um ágæti eigin uppátækis. Bakþankar 6.10.2009 09:31 Bómullarlífið búið að eilífu Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Mánuði eftir að ég horfði klökk á eftir litlu dótturinni byrja í skóla, taldist mér til að á tímabilinu væru horfnar þrjár húfur, eitt buff, fjölmargir vettlingar og ullarsokkar auk gullfallegu lopapeysunnar frá ömmu. Þrátt fyrir talsverða vandvirkni höfðum við steingleymt að kenna barninu að passa sjálfu upp á fötin sín. Bakþankar 5.10.2009 12:31 Fjárfestum í kennurum Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim í dag, mánudaginn 5. október, að forgöngu Education International eða Alþjóðasambands kennarafélaga. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á kennarastarfinu og mikilvægu hlutverki kennara í samfélaginu. Bakþankar 5.10.2009 00:01 Afburðamenn og örlagavaldar Í vikunni afhjúpuðu fornleifafræðingar salarkynni sem þeir telja að hafi tilheyrt Neró Rómarkeisara, sem ríkti frá árinu 54 til 68 eftir Krist. Veislusalur þessi þykir mikið verkfræðiundur því hann er búinn þeim kosti að geta snúist í hringi fyrir vatnsafli. Það verður ekki af Neró tekið að hann hugsaði stórt. Hverjum dettur í hug að reisa veislusal sem snýst í hringi? Bakþankar 2.10.2009 06:00 Yfirdrátturinn Dr. Gunni skrifar Hér kem ég með allt niður um mig og játa það möglunarlaust: Ég er óreiðumaður! Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Einu sinni var bankakerfið þannig að manni tókst ekki eins auðveldlega að verða óreiðumaður. Ég átti alltaf pening og skuldaði aldrei neitt í gamla daga, allavega í minningunni. Maður fór til útlanda með ferðatékka og seðlabúnt. Kreditkort voru ekki til. Maður skammtaði sér aur í þrjár vikur, en datt svo auðvitað inn í alltof góða plötubúð og eyddi um efni fram. Mér er minnisstæð síðasta vikan í Interrail-ferðinni 1983. Þá gisti ég á farfuglaheimili sem hafði þann ókost að manni var hent út á milli kl. 9 og 17. Bakþankar 1.10.2009 06:00 Það sem landneminn fann ekki Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Kristófer Kólumbus var víst afskaplega önugt og leiðinlegt gamalmenni. Hann var reyndar ekki svo gamall þegar hann hrökk upp af; einmana og ómeðvitaður um að hafa farið til Ameríku. Bakþankar 30.9.2009 06:00 Þar spretta laukar Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Í hrakveðursrigningu verður maður að manna sig upp og fara út og ganga frá laukabeðunum. Reyndar er ekki nema hálft beð eftir: snemma í ágúst var drifinn mannskapur í að hreinsa fallna stöngla ofan af og stinga laukana undir upp, grisja, henda skemmdum laukum, hreinsa þá sæmilega stóra af hismi og örverpum og smáhýðum sem voru að vaxa af rótinni. Þá líður manni eins og farandverkamanni á laukagarði í Niðurlöndum. Utan hendurnar eru ekki útataðar í sterafullum og áburðarsjúkum jarðvegi, heldur bara íslenskri moldardrullu. Bakþankar 29.9.2009 06:00 Samræður við þjóðina Gerður Kristný skrifar Allir virtust hafa skoðun á því hver ætti að verða næsti ritstjóri Morgunblaðsins en aðallega þó á því hver ætti alls ekki að verma ritstjórastólinn. Fátt þráir fólk meira en stöðugleika og það er einmitt það sem Morgunblaðið þótti sýna hér í eina tíð. Þar störfuðu sömu ritstjórarnir áratugum saman og allir vissu fyrir hvað þeir stóðu. Og þar sem Ólafur Stephensen hafði unnið undir þeim árum saman var ráðning hans ekkert sérstaklega óþægileg. Hann var hluti af gamla Mogganum en þorði samt að bjóða upp á nýjungar. Bakþankar 28.9.2009 06:00 Minna morfís, meira vit! Bakþankar 26.9.2009 00:01 Ex Brynhildur Björnsdóttir skrifar Valéry Giscard d’Estaing var lengi vel eini eftirlifandi fyrrverandi forseti Frakklands og því oft kallaður Exið í frönsku pressunni. Bakþankar 25.9.2009 06:00 Hvað hefur breyst? Bakþankar 24.9.2009 00:01 Okkar minnstu bræður Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Fátt segir meira um manneskjuna en snoturt hjartalag. Það hvernig fólk kemur fram við þá sem minnst mega sín segir allt um hvernig manneskjur það er. Þannig segja fréttir af fólki, sem bregst við því að heimilislausir tjalda í nágrenni þeirra með því að hafa áhyggjur af áhrifum á sitt daglega líf, okkur ýmislegt um það fólk. Það fólk er uppteknara af sjálfu sér en góðu hófi gegnir. Það fólk ætti að opna augu sín fyrir eymd annarra, þrátt fyrir að þeirra eigin sé töluverð. Bakþankar 23.9.2009 06:00 Tískan og Thatcher Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Ég heyri oft fólk á besta aldri, sem telur sig svolítið viturt og lífsreynt, segja söguna af því þegar það var ungt og vinstrisinnað. Yfirleitt hljómar þetta einhvern veginn svona: „Einu sinni var ég mikill vinstrisinni, já maður minn, svei mér ef maður daðraði ekki bara við kommúnisma!" og það hlær góðlátlega yfir kjánaskap fortíðarinnar, hristir hausinn og segir svo söguna af því að svo hafi það fullorðnast og kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan. Líkt og það sé eðlilegur hluti þroska þess. Um leið og þetta fólk trúir að allar stjórnmálaskoðanir sem það trúði einlæglega á séu eins vitlausar og hugsast getur, trúir það að tónlistin sem það hlustaði á á sama tíma sé sú besta sem samin hefur verið Bakþankar 22.9.2009 06:00 Horfið sakleysi Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Kvöld eitt hér um árið hringdi ég til systur minnar og bað hana að lána mér hrærivélina sína, því þá átti ég enga sjálf. Þetta var auðsótt mál, systir mín sagði að ég skyldi bara skreppa og sækja hana. Þau hjónin væru reyndar stödd í útlöndum en útidyrnar væru ólæstar auðvitað eins og venjulega, svo ég gæti bara haft mína hentisemi. Þessi notalega gestrisni sem kom af sjálfu sér á upphafsárum búskaparins í dreifbýli reyndist aldrei kosta þau hjónakorn eftirsjá. Bakþankar 21.9.2009 06:00 Sóðinn á númer þrjú Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Flestar íbúagötur eiga sinn „sóða". Sóðinn geymir þá annaðhvort vörubílinn sinn í garðinum því það má ekki leggja vinnuvélum í götunni eða klárar aldrei húsið sitt því allt er í rugli. Á meðan góðborgararnir, nágrannar hans, eru úti og útbúa litla gervihóla í garðinum og dytta að litlu runnunum sínum og litlu steinunum og stígunum, er sóðinn á númer þrjú að útbúa sér andapoll með svörtum plastpokum. Bakþankar 19.9.2009 06:00 Jóhrannar Sæl Jóhanna. Þakka þér fyrir að veita mér þetta viðtal. Ég veit að slíkt gerist ekki á hverjum degi, að minnsta kosti þegar erlendir blaðamenn eins og ég eiga í hlut. En ég verð að viðurkenna að þú lítur aðeins öðruvísi út en ég hélt.“ Bakþankar 18.9.2009 06:00 Fjandans sannleikurinn Dr. Gunni skrifar Margir taka mikið mark á innihaldi Biblíunnar, þótt það sé svo þversagnakennt að það megi leggja til grundvallar nánast hvaða skoðun sem er. Þannig má bæði nota bókina til að fara með eldi gegn óvinum sínum og rétta hinn vangann – allt eftir því hvernig maður sjálfur er þenkjandi. Bakþankar 17.9.2009 06:00 Fé og freistingar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Fréttir af viðskiptajöfrum sem virtust komast upp með alla skapaða hluti fengu mig stundum til að gæla við það viðhorf að eflaust væri gæfuríkast að vera frekur og óheiðarlegur. En það er liðin tíð, þökk sé nokkrum sauðum í spænska þorpinu Zújar. Bakþankar 15.9.2009 00:01 Mótmælendur Íslands Gerður Kristný skrifar Stjórnmálamenn voru fljótir að stökkva á þá hugmynd að útbúa minnisvarða um Helga Hóseasson. „Þeir eru mjög margir sem hafa áhuga á þessu. Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu baráttu,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn, inni á Vísi. Þá hafði RÚV þegar sagt frá því að margir hefðu skráð sig á síðu inni á Snjáldrinu til að lýsa yfir áhuga sínum á minnisvarða um Helga. Bakþankar 14.9.2009 06:00 Að geta sofið rólegur Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Fátt er betra eftir annasaman dag en að skríða upp í mjúkt rúmið sitt og draga sængina upp að höku. Finna augnlokin þyngjast, þreytuna líða úr líkamanum og geta sofið rólegur. „Ég svaf bara eins og ungbarn" segir fólk gjarnan þegar það hefur sofið sérstaklega vel og lengi. Endurnært rís það úr rekkju, teygir sig og dæsir ánægjulega og vindur sér svo í verk dagsins af fullum krafti. Batteríin fullhlaðin og skapið svona ljómandi gott. Bakþankar 10.9.2009 06:00 Minnisvarðinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Nú fer eins og eldur í sinu um óravíddir internetsins hvatningarboðskapur um að reisa eigi líkneskju, ellegar einhvers konar minnismerki, um Helga Hóseasson. Hugmyndin er góðra gjalda verð, enda meira um vert að minnast manns sem stóð á rétti sínum einn og óstuddur gegn kerfisbákninu, en góðskálda og broddborgara þessa lands. Bakþankar 9.9.2009 06:00 « ‹ 81 82 83 84 85 86 87 88 89 … 111 ›
Framtíðarsýn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Mig dreymdi að væri komið árið 2012, þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf. Já veröldin var skrýtin, það var allt orðið breytt, því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt,“ söng Vilhjálmur Vilhjálmsson árið 1969 á plötunni Hún hring minn ber. Bakþankar 22.10.2009 06:00
Milliliðalaust Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ríkisstjórnin bað í gær þegna landsins um að beina reiði sinni ekki að persónum og heimilum. Rétt væri að skilja þar á milli og þrátt fyrir að réttur fólks til mótmæla væri vissulega viðurkenndur, sé mikilvægt að þau mótmæli séu skipulögð, friðsamleg og rúmist innan allsherjarreglu samfélagsins. Bakþankar 21.10.2009 06:00
Stieg vinur minn Fyrir nokkrum mánuðum rændi Svíi hjarta mínu. Já, þetta gerðist þrátt fyrir að ég sé vel að mér um Íslendingasögur og viti að Svíar eru undantekningarlaust vondir menn, göldróttir og jafnvel berserkir. Ég var stödd úti í bókabúð, ákveðin í að kaupa mér skemmtilegt léttmeti og komin með kilju í hönd. Í biðröðinni hitti ég fyrir annan viðskiptavin. Honum þótti augljóslega lítið til bókarinnar í höndum mér koma en ýtti að mér annarri bók. Bókin hét Karlar sem hata konur og hafði ég verið þess fullviss að þar væri á ferð femínískt fræðirit en ég var ekki á höttunum eftir slíku riti þennan eftirmiðdag. En af því að þessi maður í bókabúðinni var nú sjálfur Egill Helgason, sem margir telja nestor íslenskrar bókmenntaumræðu, og af því að röðin var komin að mér við kassann gerðist ég meðvirk mjög og skipti umhugsunarlaust um skruddu. Þegar út var komið sá ég samstundis eftir skiptunum og var skapi næst að bíða eftir því að Egill og önnur gáfumenni sem höfðu hreiðrað um sig inni í búðinni færu burt svo ég gæti skilað henni. Bakþankar 20.10.2009 06:00
Til öryggis Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Fyrir bara tveimur örstuttum árum vorum við á hátindi oflætisins og okkur allir vegir færir. Rjómi íslenska aðalsins spókaði sig í bönkum og kauphöllum heimsins og gerði feita díla á báðar hendur, svo rosalega snjalla. Við hin vorum reyndar ábekingar en höfðum ekki hugmynd um það. Skammsýni okkar og trúgirni borgum við nú dýru verði. Eins og undanfarið ár hafi ekki verið nógu harkalegur skellur á hrjáðri þjóð, þá byrjar vetur númer tvö af engu minna offorsi. Ofan á efnahagshörmungar bætast fleiri ógnir gegn heimilum og heilsufari. Öfugt við stemminguna fyrir tveimur árum þegar við vorum öll svakalega alþjóðleg og smartheitin komu viðstöðulaust frá útlöndum, þá kemur nú þaðan ekkert nema lífshætta. Bakþankar 19.10.2009 06:00
Þegar allt breyttist ekki Dr. Gunni skrifar Mér fannst fall Berlínarmúrsins ekkert svo merkilegt. Að minnsta kosti man ég ekkert hvað ég var að gera þegar fréttin barst. Ég man hins vegar ljóslifandi eftir 11. september 2001. Maður var alveg í smá sjokki, fyrst og fremst vegna þess að ég og Lufsan áttum pantaða New York-ferð í desember. Við höfðum skoðað myndir af mollinu sem var í kjallara World Trade Center. Hún vildi hætta við ferðina en ég náði að lempa hana til að fara. Maður tók fyrst og fremst eftir því hvað ameríski fáninn var úti um allt. Blakti alls staðar á húsum og á bílum. Bakþankar 15.10.2009 06:00
Hlátur í huga Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Ég er að hugsa um að fara á hlátursnámskeið," sagði hann ákveðinn og svipti skyrtu út úr skápnum. Honum var greinilega enginn hlátur í hug. "Ókei," sagði ég. "Þarftu þess?" Hann sneri sér að mér grafalvarlegur á svip og sagði dimmum rómi: "Þetta er sko ekkert djók lengur." Það mátti alveg samsinna því. Maðurinn var enn blár eftir tuttugu kílómetra á belti, sturtan hafði ekkert náð honum niður, og nú var hann tekinn að klæða sig með snörpum handtökum. Bakþankar 13.10.2009 08:35
Aftur í sama farið? Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Það getur reynst erfitt að breyta út af vananum. Við erum gjörn á að hjakka í sama hjólfarinu og sitja sem fastast í þeim aðstæðum sem við þekkjum best, jafnvel þó þær aðstæður séu ekki endilega þær bestu og breytinga væri þörf. Það felst ákveðið öryggi í þessu venjulega. Þó að okkur takist stundum að hrista upp í hlutunum og breyta tímabundið til er tilhneigingin til að falla aftur í sama farið rík. Bakþankar 8.10.2009 06:00
Glatað tækifæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Það gustaði um vinstri menn hér á landi eftir kosningarnar í apríl. Þjóðin hafði veitt minnihlutastjórninni umboð sitt til að takast á við vandann og gert hana að meirihlutastjórn. Tveir vinstri flokkar höfðu fengið meirihlutafylgi; nokkuð sem aldrei hafði áður gerst í sögunni. Enga meðreiðarsveina þurfti með og hægt var að teikna upp vinstri stjórn eins og vinstri menn vildu hafa hana. Bakþankar 7.10.2009 06:00
Til sölu Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Einbýlishús til sölu, eiginkona fylgir í kaupbæti. Einhvern veginn svona hljómaði fyrirsögn á auglýsingu rúmlega fertugrar konu frá Flórída sem birtist í fyrra. Hún hét, og heitir sjálfsagt enn, Deven Trabosh og var orðin hundleið á að reyna að losna við húsið sitt sem var orðið verðlaust en hún þurfti þó að greiða af um hver mánaðamót. Þá höfðu andvökunætur hennar á næturklúbbum bæjarins einnig skilað lélegum árangri. Hús hennar og hjarta var falt fyrir rétt verð og réttan mann en enginn virtist áhugasamur þótt hvort tveggja væri svo sem nógu snoturt. Það var eitthvað hrífandi við hana Deven. Hún bar sig hvorki aumlega né vældi á skjaldborg heimilanna heldur snurfusaði sig og bauð það sem hún átti til sölu. Einhvern veginn var þetta uppátæki svo einlægt og bros hennar svo viðkvæmnislegt undir alltof miklum farða að ekki var hægt að hneykslast á henni. Hún var bara eitthvað svo elskuleg og fullviss um ágæti eigin uppátækis. Bakþankar 6.10.2009 09:31
Bómullarlífið búið að eilífu Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Mánuði eftir að ég horfði klökk á eftir litlu dótturinni byrja í skóla, taldist mér til að á tímabilinu væru horfnar þrjár húfur, eitt buff, fjölmargir vettlingar og ullarsokkar auk gullfallegu lopapeysunnar frá ömmu. Þrátt fyrir talsverða vandvirkni höfðum við steingleymt að kenna barninu að passa sjálfu upp á fötin sín. Bakþankar 5.10.2009 12:31
Fjárfestum í kennurum Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim í dag, mánudaginn 5. október, að forgöngu Education International eða Alþjóðasambands kennarafélaga. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á kennarastarfinu og mikilvægu hlutverki kennara í samfélaginu. Bakþankar 5.10.2009 00:01
Afburðamenn og örlagavaldar Í vikunni afhjúpuðu fornleifafræðingar salarkynni sem þeir telja að hafi tilheyrt Neró Rómarkeisara, sem ríkti frá árinu 54 til 68 eftir Krist. Veislusalur þessi þykir mikið verkfræðiundur því hann er búinn þeim kosti að geta snúist í hringi fyrir vatnsafli. Það verður ekki af Neró tekið að hann hugsaði stórt. Hverjum dettur í hug að reisa veislusal sem snýst í hringi? Bakþankar 2.10.2009 06:00
Yfirdrátturinn Dr. Gunni skrifar Hér kem ég með allt niður um mig og játa það möglunarlaust: Ég er óreiðumaður! Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Einu sinni var bankakerfið þannig að manni tókst ekki eins auðveldlega að verða óreiðumaður. Ég átti alltaf pening og skuldaði aldrei neitt í gamla daga, allavega í minningunni. Maður fór til útlanda með ferðatékka og seðlabúnt. Kreditkort voru ekki til. Maður skammtaði sér aur í þrjár vikur, en datt svo auðvitað inn í alltof góða plötubúð og eyddi um efni fram. Mér er minnisstæð síðasta vikan í Interrail-ferðinni 1983. Þá gisti ég á farfuglaheimili sem hafði þann ókost að manni var hent út á milli kl. 9 og 17. Bakþankar 1.10.2009 06:00
Það sem landneminn fann ekki Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Kristófer Kólumbus var víst afskaplega önugt og leiðinlegt gamalmenni. Hann var reyndar ekki svo gamall þegar hann hrökk upp af; einmana og ómeðvitaður um að hafa farið til Ameríku. Bakþankar 30.9.2009 06:00
Þar spretta laukar Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Í hrakveðursrigningu verður maður að manna sig upp og fara út og ganga frá laukabeðunum. Reyndar er ekki nema hálft beð eftir: snemma í ágúst var drifinn mannskapur í að hreinsa fallna stöngla ofan af og stinga laukana undir upp, grisja, henda skemmdum laukum, hreinsa þá sæmilega stóra af hismi og örverpum og smáhýðum sem voru að vaxa af rótinni. Þá líður manni eins og farandverkamanni á laukagarði í Niðurlöndum. Utan hendurnar eru ekki útataðar í sterafullum og áburðarsjúkum jarðvegi, heldur bara íslenskri moldardrullu. Bakþankar 29.9.2009 06:00
Samræður við þjóðina Gerður Kristný skrifar Allir virtust hafa skoðun á því hver ætti að verða næsti ritstjóri Morgunblaðsins en aðallega þó á því hver ætti alls ekki að verma ritstjórastólinn. Fátt þráir fólk meira en stöðugleika og það er einmitt það sem Morgunblaðið þótti sýna hér í eina tíð. Þar störfuðu sömu ritstjórarnir áratugum saman og allir vissu fyrir hvað þeir stóðu. Og þar sem Ólafur Stephensen hafði unnið undir þeim árum saman var ráðning hans ekkert sérstaklega óþægileg. Hann var hluti af gamla Mogganum en þorði samt að bjóða upp á nýjungar. Bakþankar 28.9.2009 06:00
Ex Brynhildur Björnsdóttir skrifar Valéry Giscard d’Estaing var lengi vel eini eftirlifandi fyrrverandi forseti Frakklands og því oft kallaður Exið í frönsku pressunni. Bakþankar 25.9.2009 06:00
Okkar minnstu bræður Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Fátt segir meira um manneskjuna en snoturt hjartalag. Það hvernig fólk kemur fram við þá sem minnst mega sín segir allt um hvernig manneskjur það er. Þannig segja fréttir af fólki, sem bregst við því að heimilislausir tjalda í nágrenni þeirra með því að hafa áhyggjur af áhrifum á sitt daglega líf, okkur ýmislegt um það fólk. Það fólk er uppteknara af sjálfu sér en góðu hófi gegnir. Það fólk ætti að opna augu sín fyrir eymd annarra, þrátt fyrir að þeirra eigin sé töluverð. Bakþankar 23.9.2009 06:00
Tískan og Thatcher Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Ég heyri oft fólk á besta aldri, sem telur sig svolítið viturt og lífsreynt, segja söguna af því þegar það var ungt og vinstrisinnað. Yfirleitt hljómar þetta einhvern veginn svona: „Einu sinni var ég mikill vinstrisinni, já maður minn, svei mér ef maður daðraði ekki bara við kommúnisma!" og það hlær góðlátlega yfir kjánaskap fortíðarinnar, hristir hausinn og segir svo söguna af því að svo hafi það fullorðnast og kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan. Líkt og það sé eðlilegur hluti þroska þess. Um leið og þetta fólk trúir að allar stjórnmálaskoðanir sem það trúði einlæglega á séu eins vitlausar og hugsast getur, trúir það að tónlistin sem það hlustaði á á sama tíma sé sú besta sem samin hefur verið Bakþankar 22.9.2009 06:00
Horfið sakleysi Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Kvöld eitt hér um árið hringdi ég til systur minnar og bað hana að lána mér hrærivélina sína, því þá átti ég enga sjálf. Þetta var auðsótt mál, systir mín sagði að ég skyldi bara skreppa og sækja hana. Þau hjónin væru reyndar stödd í útlöndum en útidyrnar væru ólæstar auðvitað eins og venjulega, svo ég gæti bara haft mína hentisemi. Þessi notalega gestrisni sem kom af sjálfu sér á upphafsárum búskaparins í dreifbýli reyndist aldrei kosta þau hjónakorn eftirsjá. Bakþankar 21.9.2009 06:00
Sóðinn á númer þrjú Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Flestar íbúagötur eiga sinn „sóða". Sóðinn geymir þá annaðhvort vörubílinn sinn í garðinum því það má ekki leggja vinnuvélum í götunni eða klárar aldrei húsið sitt því allt er í rugli. Á meðan góðborgararnir, nágrannar hans, eru úti og útbúa litla gervihóla í garðinum og dytta að litlu runnunum sínum og litlu steinunum og stígunum, er sóðinn á númer þrjú að útbúa sér andapoll með svörtum plastpokum. Bakþankar 19.9.2009 06:00
Jóhrannar Sæl Jóhanna. Þakka þér fyrir að veita mér þetta viðtal. Ég veit að slíkt gerist ekki á hverjum degi, að minnsta kosti þegar erlendir blaðamenn eins og ég eiga í hlut. En ég verð að viðurkenna að þú lítur aðeins öðruvísi út en ég hélt.“ Bakþankar 18.9.2009 06:00
Fjandans sannleikurinn Dr. Gunni skrifar Margir taka mikið mark á innihaldi Biblíunnar, þótt það sé svo þversagnakennt að það megi leggja til grundvallar nánast hvaða skoðun sem er. Þannig má bæði nota bókina til að fara með eldi gegn óvinum sínum og rétta hinn vangann – allt eftir því hvernig maður sjálfur er þenkjandi. Bakþankar 17.9.2009 06:00
Fé og freistingar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Fréttir af viðskiptajöfrum sem virtust komast upp með alla skapaða hluti fengu mig stundum til að gæla við það viðhorf að eflaust væri gæfuríkast að vera frekur og óheiðarlegur. En það er liðin tíð, þökk sé nokkrum sauðum í spænska þorpinu Zújar. Bakþankar 15.9.2009 00:01
Mótmælendur Íslands Gerður Kristný skrifar Stjórnmálamenn voru fljótir að stökkva á þá hugmynd að útbúa minnisvarða um Helga Hóseasson. „Þeir eru mjög margir sem hafa áhuga á þessu. Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu baráttu,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn, inni á Vísi. Þá hafði RÚV þegar sagt frá því að margir hefðu skráð sig á síðu inni á Snjáldrinu til að lýsa yfir áhuga sínum á minnisvarða um Helga. Bakþankar 14.9.2009 06:00
Að geta sofið rólegur Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Fátt er betra eftir annasaman dag en að skríða upp í mjúkt rúmið sitt og draga sængina upp að höku. Finna augnlokin þyngjast, þreytuna líða úr líkamanum og geta sofið rólegur. „Ég svaf bara eins og ungbarn" segir fólk gjarnan þegar það hefur sofið sérstaklega vel og lengi. Endurnært rís það úr rekkju, teygir sig og dæsir ánægjulega og vindur sér svo í verk dagsins af fullum krafti. Batteríin fullhlaðin og skapið svona ljómandi gott. Bakþankar 10.9.2009 06:00
Minnisvarðinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Nú fer eins og eldur í sinu um óravíddir internetsins hvatningarboðskapur um að reisa eigi líkneskju, ellegar einhvers konar minnismerki, um Helga Hóseasson. Hugmyndin er góðra gjalda verð, enda meira um vert að minnast manns sem stóð á rétti sínum einn og óstuddur gegn kerfisbákninu, en góðskálda og broddborgara þessa lands. Bakþankar 9.9.2009 06:00
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun