Okkar minnstu bræður Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 23. september 2009 06:00 Fátt segir meira um manneskjuna en snoturt hjartalag. Það hvernig fólk kemur fram við þá sem minnst mega sín segir allt um hvernig manneskjur það er. Þannig segja fréttir af fólki, sem bregst við því að heimilislausir tjalda í nágrenni þeirra með því að hafa áhyggjur af áhrifum á sitt daglega líf, okkur ýmislegt um það fólk. Það fólk er uppteknara af sjálfu sér en góðu hófi gegnir. Það fólk ætti að opna augu sín fyrir eymd annarra, þrátt fyrir að þeirra eigin sé töluverð. Í sumar bárust fregnir af því að útgjöld til þróunarmála yrðu skorin umtalsvert niður. Svo mikið að þau yrðu langt fyrir neðan viðmið þeirra þjóða sem við berum okkur við. Svo hefur reyndar alltaf verið, en nú er það svo langt fyrir neðan það sem tíðkast í Evrópusambandslöndum að til skammar horfir. Fregnir af þessu hafa furðu litla athygli fengið. Við fréttamenn höfum verið uppteknari af fréttum af efnahagshruninu sem snertir daglegt líf okkar allra. Við höfum lítið leitt hugann að raunum þeirra sem þurfa að reiða sig á slíka aðstoð. Hinn ágæti rithöfundur Jón Kalman Stefánsson vakti athygli á þessari staðreynd á síðum þessa blaðs fyrir nokkru. Því hvað sem umræðu um efnahagslega klafa, skuldafangelsi, veðsetningu framtíðar barna okkar og hlutfall skulda af vergri þjóðarframleiðslu líður, þá er staðreyndin sú að lífsgæði hér á landi eru margfalt á við það sem tíðkast í þeim ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð. Og þó vissulega beri okkur að huga að þeim sem verst eru staddir hér á landi þá er leiðin til þess ekki að gleyma hörmungum meðbræðra okkar í fjarlægum löndum. Íslendingum tókst ekki í miðju góðærinu að gefa til þróunaraðstoðar það sem nágrannaþjóðir gáfu. Okkur fannst merkilegra að reisa okkur hallir og lækka skattana okkar. Seinna gætum við hugað að heimsins verst stöddu börnum. og nú bið ég lesendur að verða ekki typpilsinna og finnast undirritaður gera lítið úr eymd þeirra. Slík er ekki ætlunin. Gleymum því bara ekki, í okkar daglega basli, að til eru þjáningar sem við getum ekki gert okkur í hugarlund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Fátt segir meira um manneskjuna en snoturt hjartalag. Það hvernig fólk kemur fram við þá sem minnst mega sín segir allt um hvernig manneskjur það er. Þannig segja fréttir af fólki, sem bregst við því að heimilislausir tjalda í nágrenni þeirra með því að hafa áhyggjur af áhrifum á sitt daglega líf, okkur ýmislegt um það fólk. Það fólk er uppteknara af sjálfu sér en góðu hófi gegnir. Það fólk ætti að opna augu sín fyrir eymd annarra, þrátt fyrir að þeirra eigin sé töluverð. Í sumar bárust fregnir af því að útgjöld til þróunarmála yrðu skorin umtalsvert niður. Svo mikið að þau yrðu langt fyrir neðan viðmið þeirra þjóða sem við berum okkur við. Svo hefur reyndar alltaf verið, en nú er það svo langt fyrir neðan það sem tíðkast í Evrópusambandslöndum að til skammar horfir. Fregnir af þessu hafa furðu litla athygli fengið. Við fréttamenn höfum verið uppteknari af fréttum af efnahagshruninu sem snertir daglegt líf okkar allra. Við höfum lítið leitt hugann að raunum þeirra sem þurfa að reiða sig á slíka aðstoð. Hinn ágæti rithöfundur Jón Kalman Stefánsson vakti athygli á þessari staðreynd á síðum þessa blaðs fyrir nokkru. Því hvað sem umræðu um efnahagslega klafa, skuldafangelsi, veðsetningu framtíðar barna okkar og hlutfall skulda af vergri þjóðarframleiðslu líður, þá er staðreyndin sú að lífsgæði hér á landi eru margfalt á við það sem tíðkast í þeim ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð. Og þó vissulega beri okkur að huga að þeim sem verst eru staddir hér á landi þá er leiðin til þess ekki að gleyma hörmungum meðbræðra okkar í fjarlægum löndum. Íslendingum tókst ekki í miðju góðærinu að gefa til þróunaraðstoðar það sem nágrannaþjóðir gáfu. Okkur fannst merkilegra að reisa okkur hallir og lækka skattana okkar. Seinna gætum við hugað að heimsins verst stöddu börnum. og nú bið ég lesendur að verða ekki typpilsinna og finnast undirritaður gera lítið úr eymd þeirra. Slík er ekki ætlunin. Gleymum því bara ekki, í okkar daglega basli, að til eru þjáningar sem við getum ekki gert okkur í hugarlund.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun