Hvað hefur breyst? 24. september 2009 00:01 Á Íslandi hefur verið venjan að hlutirnir gerist hratt, við drollum ekki við neitt. Erum montin yfir því hvað við erum drifin og komum öllu mögulegu og ómögulegu í verk, eða vorum það allavega. Við vorum í essinu okkar ef allt var á síðustu stundu. Unnum í kapp við tímann og merkilegt nokk þá „reddaðist“ yfirleitt allt á nippinu. En svo víluðum við ekki fyrir okkur að rífa allt niður eftir nokkra mánuði og byrja upp á nýtt, enda löngu orðin leið á öllu saman. Tískustraumarnir hendast hér yfir eins og eldur í sinu og maður er ekki fyrr búinn að taka nýtt snið í sátt þegar maður er orðinn lummó. „Er þetta ekki löngu búið?“ spurði ég eins og asni sem skiptinemi í hönnunarskóla í Hollandi þegar ákveðið stílbrigði var rætt í kennslustund. En sama stílbrigði hafði þegar verið afgreitt á einni önn í skólanum heima. „Hvað meinarðu, þetta er bara rétt að byrja,“ sögðu hinir hollensku hneykslaðir, enda var stílbrigðið svo við lýði í nokkur ár eftir þetta, og er enn, bara í öðrum lit. Umhverfið breyttist svo hratt á Íslandi síðustu árin að það mátti varla bregða sér frá í nokkra daga, þá þekkti maður sig ekki aftur þegar heim var komið. Eftir einungis eins árs búsetu í Kaupmannahöfn kom ég heim í alveg nýja Reykjavík. Nýjar götur, nýjar búðir, nýir veitingastaðir, ný hús. „Vá, hvað ég hef misst af miklu,“ hugsaði ég með mér og dembdi mér í æðibunuganginn með öllum hinum og hafði gaman af, enda löngu orðin þreytt á seinaganginum í Dananum. Nú eru liðin tvö ár síðan ég bjó í Köben og margt hefur breyst á þeim tíma á Íslandi. Þessa dagana er ég stödd í gömlu borginni minni og þar sem ég geng um göturnar og ylja mér við minningar átta ég mig á því að hér hefur lítið sem ekkert breyst á þessum tveimur árum sem liðin eru. Sveitti Ali er enn með sjoppuna á horninu, öll hús eru enn á sínum stað og hlutirnir nokkurn veginn á sama verði og þeir voru, nema auðvitað í íslenskum krónum. Eina breytingin sem ég verð tilfinnanlega vör við er að það er búið að skipta um pylsutegund á torginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Á Íslandi hefur verið venjan að hlutirnir gerist hratt, við drollum ekki við neitt. Erum montin yfir því hvað við erum drifin og komum öllu mögulegu og ómögulegu í verk, eða vorum það allavega. Við vorum í essinu okkar ef allt var á síðustu stundu. Unnum í kapp við tímann og merkilegt nokk þá „reddaðist“ yfirleitt allt á nippinu. En svo víluðum við ekki fyrir okkur að rífa allt niður eftir nokkra mánuði og byrja upp á nýtt, enda löngu orðin leið á öllu saman. Tískustraumarnir hendast hér yfir eins og eldur í sinu og maður er ekki fyrr búinn að taka nýtt snið í sátt þegar maður er orðinn lummó. „Er þetta ekki löngu búið?“ spurði ég eins og asni sem skiptinemi í hönnunarskóla í Hollandi þegar ákveðið stílbrigði var rætt í kennslustund. En sama stílbrigði hafði þegar verið afgreitt á einni önn í skólanum heima. „Hvað meinarðu, þetta er bara rétt að byrja,“ sögðu hinir hollensku hneykslaðir, enda var stílbrigðið svo við lýði í nokkur ár eftir þetta, og er enn, bara í öðrum lit. Umhverfið breyttist svo hratt á Íslandi síðustu árin að það mátti varla bregða sér frá í nokkra daga, þá þekkti maður sig ekki aftur þegar heim var komið. Eftir einungis eins árs búsetu í Kaupmannahöfn kom ég heim í alveg nýja Reykjavík. Nýjar götur, nýjar búðir, nýir veitingastaðir, ný hús. „Vá, hvað ég hef misst af miklu,“ hugsaði ég með mér og dembdi mér í æðibunuganginn með öllum hinum og hafði gaman af, enda löngu orðin þreytt á seinaganginum í Dananum. Nú eru liðin tvö ár síðan ég bjó í Köben og margt hefur breyst á þeim tíma á Íslandi. Þessa dagana er ég stödd í gömlu borginni minni og þar sem ég geng um göturnar og ylja mér við minningar átta ég mig á því að hér hefur lítið sem ekkert breyst á þessum tveimur árum sem liðin eru. Sveitti Ali er enn með sjoppuna á horninu, öll hús eru enn á sínum stað og hlutirnir nokkurn veginn á sama verði og þeir voru, nema auðvitað í íslenskum krónum. Eina breytingin sem ég verð tilfinnanlega vör við er að það er búið að skipta um pylsutegund á torginu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun