Skoðun

Fréttamynd

Kynbundin á­hrif barn­eigna á at­vinnu­þátt­töku og tekjur

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti.

Skoðun

Fréttamynd

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar

Grein Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, um „nýja sókn í menntamálum“ í síðustu viku vakti athygli mína. Það er jákvætt að menntamál séu sett í forgrunn og rætt um sókn á þessu mikilvæga sviði.

Skoðun
Fréttamynd

Á hvaða ári er Inga Sæ­land stödd?

Snorri Másson skrifar

Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum.

Skoðun
Fréttamynd

Eru börn inn­viðir?

Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Í vetur keyrði ég yfir Hellisheiði í blindbyl. Á leiðinni hugsaði ég hversu þakklát ég væri fyrir að vegurinn væri vel merktur, að ljósastaurarnir virkuðu og að búið væri að ryðja snjóinn af veginum. Þetta eru innviðirnir sem halda samfélaginu gangandi hugsaði ég.

Skoðun
Fréttamynd

Háskólaþorpið Bif­röst og fólkið sem gleymdist

Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar

Eins og kunnugt er eru fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu. Okkur þykir mikilvægt að þar verði byggð upp verðmætaskapandi starfsemi í framtíðinni og svæðið haldi áfram að blómstra.

Skoðun
Fréttamynd

Körfu­bolti á tímum þjóðar­morðs

Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Fyrir 15 árum komu um 7500 börn á Gaza saman og settu heimsmet í að drippla körfuboltum. Í frétt um metið kom fram að það hefði verið ætlað til að veita börnum á Gaza von þrátt fyrir erfiðleika og umsátur.

Skoðun
Fréttamynd

Drauga­gangur í Alaska

Hannes Pétursson skrifar

Eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari voru stofnuð í Austur-Evrópu svokölluð alþýðulýðveldi. Það voru gervilýðveldi; einn stjórnmálaflokkur (kommúnistaflokkur) og leynilögregla hans fóru með æðstu völd og lágu á hleri við hvers manns dyr.

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsverkfræði: Verk­efni sem borgar sig ekki að láta bíða

Snjólaug Árnadóttir og Páll Gunnarsson skrifa

Hrafnhildur Bragadóttir og Birna Sigrún Hallsdóttir hafa á undanförnum vikum greint frábærlega frá stöðu loftslagsmála á Íslandi miðað við núverandi stefnu, stjórnsýslu og ábyrgðir stjórnvalda í málaflokknum (Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? - Vísir og Nýtt lands­fram­lag – og hvað svo? - Vísir).

Skoðun
Fréttamynd

76 dagar

Erlingur Sigvaldason skrifar

Nú hefst rútína á ný hjá grunnskólabörnum á landsvísu og fara næstu vikur í að koma sér inn í vinnulag vetrarins og tileinka sér þekkingu og félagsþroska ásamt því að ganga aftur inn í nærsamfélagið sitt. Fjöldi þeirra daga sem þau hafa verið í burtu frá skipulögðu skólastarfi eru um 76 talsins.

Skoðun
Fréttamynd

Í minningu körfuboltahetja

Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Mohammad Sha’lan, einn fremsti körfuknattleiksmaður Palestínu, lést langt fyrir aldur fram þann 19. ágúst síðastliðinn. Hann fæddist 11. nóvember 1985 í Bureij-flóttamannabúðunum á Gaza og átti langan og afar farsælan feril með mörgum af sterkustu körfuknattleiksliðum Gazastrandarinnar. Hann lék einnig fyrir þjóð sína með landsliði Palestínu á fjölmörgum alþjóðamótum.

Skoðun
Fréttamynd

Húsnæðisbæturnar sem hurfu

Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) birtist áhugaverð samantekt á þróun húsnæðisbóta og leiguverðs. Þar kemur fram að hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði er nú orðið hér um bil það sama og í júlí 2023, þrátt fyrir að húsnæðisbætur hafi verið hækkaðar um 25% í júní 2024. Með öðrum orðum þá bætti bótahækkunin hag leigjenda aðeins til skamms tíma og hafa áhrifin gengið til baka á einu ári vegna leiguverðshækkana í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall til KKÍ og ís­lensku íþrótta­hreyfingarinnar

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Oddný Björg Rafnsdóttir, Svanhildur Anja Ástþórsdóttir, Guðjón Magnússon og Margrét Rut Eddudóttir skrifa

Í dag keppir Ísland við Ísrael á Evrópumeistaramótinu í körfubolta. Almenn þögn hafði ríkt um leikinn þar til að KKÍ birti loks, viku fyrir leik, yfirlýsingu um að það myndi ekki sniðganga.

Skoðun
Fréttamynd

Hjartans mál í kennslu

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Við berum með okkur ótal tilfinningar sem hrífa okkur á mismunandi hátt. Gleði sem léttir líkama og huga. Undrun sem opnar dyr að því óþekkta. Samkennd sem mýkir brúnirnar milli okkar. Reiði sem kallar á réttlæti. Skömm sem lokar og stolti sem reisir.

Skoðun
Fréttamynd

Hunsuðu mennta­málin – en ætla nú að bjarga þeim

Sigurður Kári Harðarson skrifar

Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki.

Skoðun
Fréttamynd

Sporin þín Valtýr

Soffía Sigurðardóttir skrifar

Opinbera sagan um hvarf Geirfinns í Keflavík þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974, fyrst í Keflavíkurrannsókninni og síðar í hinu fáránlega Guðmundar- og Geirfinnsmáli í Reykjavík, er svona: Geirfinnur hvarf af því hann fór að hitta vonda menn við Hafnarbúðina í Keflavík og þeir óku með hann á brott og skiluðu honum aldrei aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hug­leiðing um til­lögur Við­skipta­ráðs

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði.

Skoðun
Fréttamynd

Sjallar og lykla­borðið

Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Oft hugsað um hvað það sem fær stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins og annarra, svokallaðs hægra fólks til að halda sér til hlés og halda sig á mottunni.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm af tíu veitinga­stöðum hættu með hval­kjöt

Valgerður Árnadóttir, Stefán Yngvi Pétursson, Rósa Líf Darradóttir og Anahita S. Babaei skrifa

Við í Hvalavinum vernd hafsins höfum hafið nýja herferð sem miðar að því að fræða ferðamenn um hvali og lunda. Við viljum hvetja þá til að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi, en ekki á disknum.

Skoðun
Fréttamynd

„Stóra fal­lega frum­varpið“ hans Trump

Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti.

Skoðun
Fréttamynd

Verndun vatns og stjórn vatna­mála

Ólafur Arnar Jónsson og Sigurður Guðjónsson skrifa

Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Gegn hernaði hvers konar

Gunnar Björgvinsson skrifar

Ennþá er ofbeldi svarað með ofbeldi. En þegar kemur að hernaði eru ótrúlega margir sem falla í þann pytt að gjalda líku líkt og verða með því morðingjar einsog hinir. Með því bæta þeir meiri olíu á ófriðarbálið og afraksturinn einsog sundursprengd borg í fréttatímanum þar sem margir liggja í valnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna sí­fellt fleiri sækjast eftir ein­veru

Ingrid Kuhlman skrifar

Einvera hefur lengi verið lituð af neikvæðum hugmyndum um einmanaleika, félagslega útilokun og sorg. Í gegnum tíðina hefur samfélagið hvatt fólk til að vera í nánum tengslum, helst í rómantísku sambandi, og sjaldnast hyllt þann sem kýs að vera einn.

Skoðun
Fréttamynd

Þriggja stiga þögn

Bjarni Karlsson skrifar

Hugsaðu þér ef þú vaknaðir einn morgunn og áttaðir þig á því að íþróttir væru ekki til og hefðu aldrei verið. Þig hefði bara dreymt þessa vitleysu. Enginn vill hugsa til enda það sem gerast myndi ef íþróttir væru frá okkur teknar. 

Skoðun
Fréttamynd

Nú þarf að gyrða sig í brók

Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án þess að stórskaða villta laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það. Þetta eru vísindalegar staðreyndir.

Skoðun
Fréttamynd

Les­blindir og stuðningur í skólum

Snævar Ívarsson skrifar

Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst.

Skoðun
Fréttamynd

Skóli án að­greiningar – fal­legt orða­lag en brota­kennd fram­kvæmd

Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar

Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Rýnt í stöðu kvenna með ör­orku­líf­eyri

Huld Magnúsdóttir skrifar

Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki.

Skoðun

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn


Meira

Ólafur Stephensen

Betri vegur til Þor­láks­hafnar er sam­keppnis­mál

Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum.


Meira

Arna Lára Jónsdóttir

Auðlindarentan heim í hérað

Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Rang­færslur ESB-sinna leið­réttar

Gamalkunnar rangfærslur ESB-sinna um að við tökum upp um 80% af reglum Evrópusambandsins eru enn á ný komnar á kreik. Varaformaður Evrópuhreyfingarinnar hélt þessu fram í Sprengisandi á dögunum og nú hefur Benedikt Jóhannesson, einn guðfeðra Viðreisnar, lagt sitt af mörkum.


Meira

Sigmar Guðmundsson

Stærð er ekki mæld í senti­metrum

Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni.


Meira

Ragnar Þór Ingólfsson


Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Skref aftur á bak fyrir konur með endómetríósu

Fyrir margar konur sem lifa með endómetríósu hefur lífið snúist um langvarandi verki, bið og baráttu fyrir því að fá hlustun og viðeigandi meðferð. Í gegnum árin hefur Endófélagið unnið ómetanlegt starf við að vekja athygli á þessum ósýnilega sjúkdómi og skapa umræðu sem snýst um skilning, stuðning og virðingu. 


Meira

Svandís Svavarsdóttir


Meira

Snorri Másson

Á hvaða ári er Inga Sæ­land stödd?

Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum.


Meira

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Vin í eyði­mörkinni – al­mennings­bóka­söfn borgarinnar

Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku.


Meira

Kolbrún Halldórsdóttir


Meira

Halla Gunnarsdóttir

Átta at­riði sem sýna fram á vanda há­vaxta­stefnunnar

Seðlabankinn hefur nú tilkynnt að stýrivextir muni standa í stað næstu mánuði og hefur hávaxtastefna bankans varað í rúm þrjú ár. Í aðdraganda ákvörðunarinnar stigu sífellt fleiri aðilar fram og bentu á að hávaxtastefnan væri gengin sér til húðar og þarfnaðist endurskoðunar.


Meira

Sonja Ýr Þorbergsdóttir

Forréttinda­blinda strákanna í Við­skiptaráði

Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs.


Meira

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Öndum ró­lega

Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar.


Meira