Fréttir Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Átján ára gamall karlmaður játaði að hann hefði stungið þrjár ungar stúlkur til bana og sært tíu aðra í árás í Southport á Englandi þegar réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Hann viðurkenndi einnig að hafa eitrið rísín og bækling frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í fórum sínum. Erlent 20.1.2025 12:33 Aðstoðar Hönnu Katrínu Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Óla Örn Eiríksson sem aðstoðarmann. Innlent 20.1.2025 12:31 Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Þrjú stór flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Rýma á tvær blokkir til viðbótar á Seyðisfirði í dag. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir rýmingarnar hafa tekið á íbúa. Innlent 20.1.2025 12:18 Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Landsréttur hefur fellt úrskurð héraðsdómarans Jónasar Jóhannssonar, um að hann víki sjálfur sæti í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur ritstjóra, úr gildi. Margrét sætir ákæru fyrir að hafa meðal annars kallað annan héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur „lausláta mellu“. Allir dómarar þess dómstóls höfðu áður vikið sæti í málinu. Innlent 20.1.2025 12:18 Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. Innlent 20.1.2025 11:57 Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Þrjú stór flóð féllu ofan við Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Innlent 20.1.2025 11:39 Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Íbúar í fjölbýlishúsi við Grandaveg sem deilir lóð með JL-húsinu hafa kært leyfi Reykjavíkurborgar um að hýsa hælisleitendur í húsinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Innlent 20.1.2025 11:15 Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur sent Donald Trump heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni. Trump sver embættiseið í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Innlent 20.1.2025 11:05 Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nú þegar þetta er skrifað hafa tæp tólf þúsund skrifað undir bænaskjal þar sem biðlað er til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Innlent 20.1.2025 11:01 Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Skemmdarverkin sem voru unnin á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti árið 2022 voru umfangsmesti leki gróðurhúsalofttegundarinnar metans sem um getur. Losunin var margfalt meiri en vísindamenn áætluðu fyrst eftir sprengingarnar. Erlent 20.1.2025 10:57 Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Björgunarsveitir á Héraði og Seyðisfirði voru kallaðar út síðdegis í gær vegna nokkurs fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki var einnig fast við Efri Staf og nokkrir bílar þar á eftir sem komust hvergi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Innlent 20.1.2025 10:46 Búið að laga bilunina Búið er að laga bilunina sem olli truflunum á notkun rafrænna skilríkja fyrr í morgun. Innlent 20.1.2025 10:15 Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Konur með BRCA-stökkbreytingu þurfa að greiða meira fyrir krabbameinsskinum í brjóstum en konur sem fara í hefðbundna skimun. Þær greiða 12 þúsund fyrir röntgenmyndatökuna. Gjald í brjóstaskimun var síðasta haust lækkað úr sex þúsund krónum í 500 krónur. Innlent 20.1.2025 10:09 Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. Innlent 20.1.2025 09:18 Bein útsending: Trump sver embættiseið Donald Trump mun sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Athöfnin fer fram í þinghúsinu í Washington D.C. og hefst hálftíma fyrr. Erlent 20.1.2025 08:48 Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu vegna norðaustanhríðarinnar en appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á stærstum hluta landsins fram eftir degi. Innlent 20.1.2025 07:54 Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) og hefur hann þegar hafið störf. Innlent 20.1.2025 07:41 Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert hefur frést af ofanflóðum á Austfjörðum í nótt þar sem er óvissustig vegna snjóflóðahættu og hættustig á Seyðisfirði og Neskaupsstað. Innlent 20.1.2025 07:24 Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. Veður 20.1.2025 07:15 Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. Erlent 20.1.2025 06:40 Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Umfangsmiklar brottvísanir útlendinga, stórfelldur niðurskurður umhverfisreglugerða, stórsókn í gervigreindarmálum, og stofnun hagræðingarráðuneytis eru meðal áforma sem Donald Trump útlistaði í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn sína í kvöld. Hann verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun. Erlent 19.1.2025 23:54 Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Freyja, varðskip Landhelgisgæslunnar, verður í Seyðisfirði í nótt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og útlit er fyrir áframhaldandi snjókomu og erfið veðurskilyrði á morgun. Innlent 19.1.2025 23:25 „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Móðir drengs sem sigraðist tvisvar á hvítblæði áður en hann lést ellefu ára gamall, segir mikilvægt að lífsviðhorfi hans og stóra hjarta sé aldrei gleymt. Hún vinnur nú að því að gefa út bók um sögu sonarins. Innlent 19.1.2025 22:47 Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Sex sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu, sem reka sameiginlegt umhverfis- og tæknisvið uppsveita hafa komið sér vel fyrir í nýju húsnæði á Laugarvatni þar sem er meira en nóg að gera við að gefa út allskonar leyfi fyrir sveitarfélögin. Innlent 19.1.2025 21:04 Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Ferðamenn óku inn í snjóflóð sem hafði fallið í Færivallaskriðum á Austfjörðum í dag. Bíllinn festist í flóðinu en ferðamennirnir eru óslasaðir. Innlent 19.1.2025 20:02 Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín í dag vegna aukinnar snjóflóðahættu. Íbúar hafa tekið ástandinu að æðruleysi segir verkefnastjóri hjá almannavörnum en ástandið hreyfir við mörgum í ljósi sögunnar. Rýmingarsvæðum á Seyðisfirði fjölgar í kvöld en ná að mestu yfir atvinnusvæði. Innlent 19.1.2025 19:31 Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. Erlent 19.1.2025 19:23 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. Erlent 19.1.2025 19:02 Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu. Við rýnum í stöðuna í beinni. Innlent 19.1.2025 18:01 Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. Erlent 19.1.2025 17:16 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 334 ›
Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Átján ára gamall karlmaður játaði að hann hefði stungið þrjár ungar stúlkur til bana og sært tíu aðra í árás í Southport á Englandi þegar réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Hann viðurkenndi einnig að hafa eitrið rísín og bækling frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í fórum sínum. Erlent 20.1.2025 12:33
Aðstoðar Hönnu Katrínu Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Óla Örn Eiríksson sem aðstoðarmann. Innlent 20.1.2025 12:31
Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Þrjú stór flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Rýma á tvær blokkir til viðbótar á Seyðisfirði í dag. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir rýmingarnar hafa tekið á íbúa. Innlent 20.1.2025 12:18
Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Landsréttur hefur fellt úrskurð héraðsdómarans Jónasar Jóhannssonar, um að hann víki sjálfur sæti í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur ritstjóra, úr gildi. Margrét sætir ákæru fyrir að hafa meðal annars kallað annan héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur „lausláta mellu“. Allir dómarar þess dómstóls höfðu áður vikið sæti í málinu. Innlent 20.1.2025 12:18
Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. Innlent 20.1.2025 11:57
Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Þrjú stór flóð féllu ofan við Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Innlent 20.1.2025 11:39
Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Íbúar í fjölbýlishúsi við Grandaveg sem deilir lóð með JL-húsinu hafa kært leyfi Reykjavíkurborgar um að hýsa hælisleitendur í húsinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Innlent 20.1.2025 11:15
Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur sent Donald Trump heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni. Trump sver embættiseið í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Innlent 20.1.2025 11:05
Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nú þegar þetta er skrifað hafa tæp tólf þúsund skrifað undir bænaskjal þar sem biðlað er til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Innlent 20.1.2025 11:01
Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Skemmdarverkin sem voru unnin á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti árið 2022 voru umfangsmesti leki gróðurhúsalofttegundarinnar metans sem um getur. Losunin var margfalt meiri en vísindamenn áætluðu fyrst eftir sprengingarnar. Erlent 20.1.2025 10:57
Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Björgunarsveitir á Héraði og Seyðisfirði voru kallaðar út síðdegis í gær vegna nokkurs fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki var einnig fast við Efri Staf og nokkrir bílar þar á eftir sem komust hvergi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Innlent 20.1.2025 10:46
Búið að laga bilunina Búið er að laga bilunina sem olli truflunum á notkun rafrænna skilríkja fyrr í morgun. Innlent 20.1.2025 10:15
Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Konur með BRCA-stökkbreytingu þurfa að greiða meira fyrir krabbameinsskinum í brjóstum en konur sem fara í hefðbundna skimun. Þær greiða 12 þúsund fyrir röntgenmyndatökuna. Gjald í brjóstaskimun var síðasta haust lækkað úr sex þúsund krónum í 500 krónur. Innlent 20.1.2025 10:09
Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. Innlent 20.1.2025 09:18
Bein útsending: Trump sver embættiseið Donald Trump mun sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Athöfnin fer fram í þinghúsinu í Washington D.C. og hefst hálftíma fyrr. Erlent 20.1.2025 08:48
Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu vegna norðaustanhríðarinnar en appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á stærstum hluta landsins fram eftir degi. Innlent 20.1.2025 07:54
Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) og hefur hann þegar hafið störf. Innlent 20.1.2025 07:41
Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert hefur frést af ofanflóðum á Austfjörðum í nótt þar sem er óvissustig vegna snjóflóðahættu og hættustig á Seyðisfirði og Neskaupsstað. Innlent 20.1.2025 07:24
Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. Veður 20.1.2025 07:15
Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. Erlent 20.1.2025 06:40
Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Umfangsmiklar brottvísanir útlendinga, stórfelldur niðurskurður umhverfisreglugerða, stórsókn í gervigreindarmálum, og stofnun hagræðingarráðuneytis eru meðal áforma sem Donald Trump útlistaði í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn sína í kvöld. Hann verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun. Erlent 19.1.2025 23:54
Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Freyja, varðskip Landhelgisgæslunnar, verður í Seyðisfirði í nótt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og útlit er fyrir áframhaldandi snjókomu og erfið veðurskilyrði á morgun. Innlent 19.1.2025 23:25
„Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Móðir drengs sem sigraðist tvisvar á hvítblæði áður en hann lést ellefu ára gamall, segir mikilvægt að lífsviðhorfi hans og stóra hjarta sé aldrei gleymt. Hún vinnur nú að því að gefa út bók um sögu sonarins. Innlent 19.1.2025 22:47
Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Sex sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu, sem reka sameiginlegt umhverfis- og tæknisvið uppsveita hafa komið sér vel fyrir í nýju húsnæði á Laugarvatni þar sem er meira en nóg að gera við að gefa út allskonar leyfi fyrir sveitarfélögin. Innlent 19.1.2025 21:04
Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Ferðamenn óku inn í snjóflóð sem hafði fallið í Færivallaskriðum á Austfjörðum í dag. Bíllinn festist í flóðinu en ferðamennirnir eru óslasaðir. Innlent 19.1.2025 20:02
Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín í dag vegna aukinnar snjóflóðahættu. Íbúar hafa tekið ástandinu að æðruleysi segir verkefnastjóri hjá almannavörnum en ástandið hreyfir við mörgum í ljósi sögunnar. Rýmingarsvæðum á Seyðisfirði fjölgar í kvöld en ná að mestu yfir atvinnusvæði. Innlent 19.1.2025 19:31
Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. Erlent 19.1.2025 19:23
Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. Erlent 19.1.2025 19:02
Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu. Við rýnum í stöðuna í beinni. Innlent 19.1.2025 18:01
Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. Erlent 19.1.2025 17:16