Fréttir

Kvótanum breytt en sér ekki fyrir endann á blóðugum mót­mælum

Hæstiréttur Bangladess hefur úrskurðað ákvörðun um að þriðjungur opinberra starfa sé frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna og annarra afmarkaðra hópa ógilda. Mikil mótmælaalda hefur riðið yfir Bangladess nýverið og talið að minnst hundrað manns hafi látið lífið í blóðugum átökum við lögreglu.

Erlent

Þrír drepnir í á­rás Ísraela í Jemen

Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust.

Erlent

Reyndist sak­laus eftir að hafa setið inni í 43 ár fyrir morð

Kona sem vistuð var í fangelsi í 43 ár fyrir morð sem hún framdi ekki var sleppt eftir að dómi hennar var hnekkt. Hin bandaríska Sandra Hemme var tvítug þegar hún var sakfelld fyrir að stinga bókasafnsvörðinn Patricia Jeschke frá Missouri til bana í nóvember árið 1980.

Erlent

Barni bjargað úr kviði látinnar móður

Það er snörum handtökum lækna að þakka að barni var bjargað úr kviði látinnar móður á Gasa í gær. Móðirin var drepin í loftárás Ísraelsmanna en hafði komist lífs af úr annarri loftárás í vor, þar sem foreldrar hennar og systkini létust. Vopnahlé á Gasa gæti verið í augsýn.

Erlent

Allir í­búar rúmast ekki lengur í einu og sama húsinu

Íbúum á Hvanneyri fer sífellt fjölgandi, þökk sé brottfluttum Hvanneyringum sem snúa aftur heim og nemendum Landbúnaðarháskólans sem ákveða að setjast að í bænum. Mikil uppbygging er fyrirhuguð og heimamenn eru hreyknir af einum flottasta frisbígolfvelli landsins.

Innlent

54 milljónum króna ríkari

Einn miðahafi var með allar tölur réttar í Lottó-útdrætti kvöldsins og hlýtur rúmar 53,9 milljónir króna í vinning. Annar miðahafi fékk bónusvinninginn og fær rúmar 819 þúsund krónur.

Innlent

Skip­brot í skóla­kerfinu og af­hjúpun í Hafnar­firði

Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Við fjöllum um skólamálin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. 

Innlent

Ljóst að annað á­fall mun dynja yfir í fram­tíðinni

Umfangsmikil kerfisbilun, sem sérfræðingar hafa lýst sem mesta tækniáfalli fyrr og síðar, heldur áfram að valda miklum usla, rúmum sólarhring eftir að hennar varð fyrst vart. Hakkarar eru byrjaðir að herja á þá sem urðu fyrir truflunum. Netöryggissérfræðingur telur að frekari, sambærileg tækniáföll séu óumflýjanleg.

Erlent

Löng bíla­röð á leiðinni úr bænum

Unnið er að því að mála vegi á Hellisheiði og mega tilvonandi sumarbústaðar- og tjalddveljendur bíða talsvert á leið þeirra suður á land. Löng bílaröð hefur myndast á Hellisheiðinni.

Innlent

Hinn tannbrotni er ís­lenskur

Maðurinn sem þrír erlendir ferðamenn gengu í skrokkinn á í miðborg Reykjavíkur í nótt er íslenskur og er að sögn lögreglu tannbrotinn og nokkuð slasaður.

Innlent

Sakar Maríu um trumpisma

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 

Innlent

Fundu tals­vert magn fíkni­efna

Karl og kona voru handtekin og færð til yfirheyrslu í gær vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Lögregla kannaði málið vegna maríjúanalyktar.

Innlent